Óðinn - 01.06.1919, Side 3

Óðinn - 01.06.1919, Side 3
ÓÐINN 19 en bjó ekki slægð á bak við hjúp, er bróðernið veiklað pandi með skjálfandi hönd um höfin djúp og hallir og torg í landi? Hann taldi sig hanga’ á lieljarþröm, ef hjeldi sjer menn í skefjum; ef mannúðin yrði traust og töm og træði á lygi og refjum. — En ef að nú þyrfti’ ei annað til en ákveðið skot í leyni að gera þau merki’ og greinaskil er gæti þar valdið meini? Hann taldi það eina úrkostinn, er áfram til sigurs bæri: að miða nú ekki ávöxtinn við ónotað tækifæri, að rjúfa sem fyrst þann helgi-hjúp, er hvervetna blakti’ um löndin, að opna vonskunnar undirdjúp svo eitraðist bróðurhöndin: Hann greip ekki’ um ónýtt axarskaft nje egglausa kuta brýndi, nei, allan sinn djarfa djöful-kraft í drápsvjel hann saman píndi og magnaði hennar meginþátt i meinvísi þúsundfaldri — hann útbjó hylkið á allan hátt með andskotalegum galdri. Og hleðsluefnið var: auður, vald og ágirnd og svik og lygi, gegn ásælni’ og heiftum hefndargjald á hæsta og versta stigi — að hleypa þvi skoti’ í lijarta manns án hljóðs, svo að rninst á bæri, var einka-hugsun og áform hans við ákveðið tækifæri. Og andskotinn kraup á annað hnjeð og ýtti þar við sem skyldi. — Og nú var gaman að geta sjeð hvað göfgið í mönnum þyldi! — Og eimyrjan gaus og áfram smó. Og eitrið — það kvaldi’ og særði. Og loganum yfir löndin s)ó og lýðina drap og ærði. — Og andskotinn hló svo heiftar-kalt að Helvíti ljek á þræði; en jarðrikið skalf og engdist alt í ógnum og smánar-bræði. Og krosstrjen, sem þóttu mýking meins og miðluðu epla-gæðum, þau brugðust vonum og brunnu eins og birkið á lægri svæðum. Og djöfullinn hlær í heljargátt með hroka og frekju-sköllum: »Sko! nú er þó ærið yndisfátt á elskunnar »blómsturvöllum«! Hve gott er að hafa svona salt, og sigra með slíkri kenning! Og hvar er nú vígða vatnið alt og viska og trú og menning!« (1917.) Skammdegisgustur. Sefur sumarkæti. Sólarljós er hnigið. — ískrar undir fæti ef á grund er stigið. Harðnar að til heiða — herðir vetur tökin. Dalinn bringubreiða byrgja fanna-þökin. Frosnar mjallar-fyllur fylla gil og slakka. — Uppi’ um hamra-hillur hreykir roku-makka hastur veðrahestur, hristir úr gráu tagli (heyrist brak og brestur) býsn af stæltu hagli. — Sveitir niður níðir norðanhríð með klipum; húsabæi hýðir hörðum stormasvipum. — Iíring um insta arinn eru þó hlýir blettir; þar eru vígi varin — vist er það stunda-ljettir. st Nætursólin. Nætursól við norður strönd nálgast rjóð það gaman, er himininn og hafsins rönd halla vöngum saman. Góðan koss hún gefur þeim og gullnum sveipar skýjum; hraðar sjer svo hátt í geim að heilsa degi nýjum. Fnjóskur.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.