Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 5
ÓÐINN 21 hnykkur í þá daga, er hann keypti grunninn á 50 aura feralinina. — Eyjólfur er hagsýnn maður og búhöldur góður, eða svo myndi það vera kall- að til sveita; hefur ekki haft það lagið á, er nú mun tíðkast nokkuð svo, og einatt að óþörfu, að eyða um efni fram. Húsabraski og öðru stór- gróðabralli mun hann heldur ekki kunnur. Ætt- ingjum sínum og vandamönnuin hefur hann reynst hinn besti drengur; hafa þau hjón mannað marga þeirra og komið þeim á framfæri á ýmsa lund. Eyjólfur er glaðvær hófsemdarmaður, en sein- tekinn nokkuð og fáskiftinn um annara hagi. Hann er fríður sýnum og góðmannlegur, í lægra meðallagi á vöxt, en gildur vel. Sjálfur hreykir hann sjer heldur ekki hátt og tekur lítinn þátt í »loftförum« nútímans; en ekki munu þeir grípa í tómt, er ætla sjer að sveigja honum út af götu sinni, og enga fýluför ætla jeg að þeir fari, sem fræðast vilja af honum um ýmsa hluti, svo sem verklegar framkvæmdir og önnur almenn mál, því að hann er afbragðs skýr og fylgist vel með öllu, er gerist umhverfis liann. Enginn er hann nýja- brumsmaður, en sannur framfaramaður og kann góða skilgreining á »vindi« og veruleika. P. Sl íslenskan. Til þín, feðranna fósturjörð, ást þinna barna æ mun slanda, eins þó að berist þeim til handa sorgir og tjón og hretin hörð. Þú átt svo margt, sem geðið gleður: grundir og fjöll og inndælt veður, dalina fríða, fossa gnótt, fagrahvels skin um sumarnótt. Um fjöll og jökla, láð og lá þín hafa skáldin kveðið kvæði, kepst við að lofa öll þín gæði frá efstu tindum út að sjá. Stigin úr Ægis- strauma-laugum stendur þú fyrir hugskotsaugum líkt og gullfögur gyðjumynd gnæfi við bláa himin-lind. En það sem hrífur mest á mig verður þó málið megin-fríða mætast af tungum allra lýða, prýðin alls þess, er prýðir þig. Tungan er sifelt mjer í minni, með henni lýst er fegurð þinni; hún er sjáíf, er hún býst í bjart, sem brúður klædd í gull og skart. Man jeg að ungur ást jeg batt við Egils tungu, Ara, Snorra, öndvegishölda fræða vorra; hún hefur oft mitt hjarta glatt. Orð hennar sætt í eyrum hljóma, yndi þau veita, snilli róma, ást mín til hennar haldgóð er, hún er þáttur af sjálfum mjer. Sem aðrir landar elska fjöll, lindir tærar og grundir grænar, grösuga dali, hlíðar vænar, stöðuvötn, unnir, straumaföll, svo elska jeg vort móðurmálið, mjúkt sem blómin og hvast sem stálið. Orðum þess snjöllum ann jeg vel alt þangað til mín vitjar Hel. Kynslóðin nýja iðkar orð, illa sem láta í eyrum mínum, óþjál og stirð í föllum sínum, »kíló« og »líter« ber á borð. Ósýnt er mörgum um að velja, íslensku sumir »skrípi« telja, en margt er útlent orðskrípið, ýmsir langmest sem hafa við. Lifi vor tunga ljúf og fræg, auðgist og blómgist alla vega án þess að taka hvatvíslega óþjóðlegum við orðasæg. Hins vegar fái óþökk illa allir þeir samt, er máli spilla. Tungunnar helgi haldist við, heiður aukist við fullveldið. Kveðið haustið 1918. Jón Jónsson að Stafafelli. Sí Með biíli og l>ra,ndl, I.—II. bnd., eftir Henryk Sienkiewicz, fæst nú hjá öllum isl. bóksölum. Skáldsaga, sem segir frá merkisviðburðum úr sögu Póllands.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.