Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 13
Við drögum 7. nóvember um Taunus 12 M- Cardinal ENDURNYJUN STENDUR YFIR HAB AUGLYSIR! n 1) s \ Q > co m lI%- f b\% 1 LUDWIG ERHARD Framfa. af 7. síðu að stærsta flokkinum í þessum kosningum. Erliard var án efa ómetanlegur atkvæðasmali fyrir CDU einnig í kosningunum 1953 og 1957, og í kosningunum 1961 þótti allt benda til þess, að flokkurinn hefði misst fylgi vegna Adenauers, en álit Er- hards hefði komið í veg fyrir að fylgishrunið yrði meira. Nú er hann orðinn kanzlari um- fram allt vegna þess, að flokkur- inn sér nokkra von til þess að verða stærsti flokkurinn eftir kosningar að tveimur árum liðn- um, aðeins með því að hafa Er- hard fyrir flokknum. ★ ÓFLEKKAÐUR FERILL LUDWIG Erhard fæddist 4. febrú- ar 1897 í Fiirth í Norður- Bayern. Þar rak kaþólskur faðir hans lín- sölubúð, og Ludwig var sá hinna fimm sona, sem faðirinn hafði ætl- að að taka við verzluninni: Móðirin var mótmælendatrúar og börnin gengu í kirkju hennar. Ludwig fór í gagnfræðaskóla og verzlunarskóla og var verzlunar- nemi þegar hann var kallaður í herinn í heimsstyrjöldinni 1914— 18. Hann særðist alvarlega á öxl á vesturvígstöðvunum og varð að ganga sjö sinnum undir aðgerð á sjúkrahúsinu áður en hann var út- skrifaður þaðan. Þegar hann sneri heim 1917 höf hann nám í hagfræði við verzlun- arháskólann í Núrnberg og því næst í háskólanum í Frankfurt. Uppáhaldskennari hans var pró- fessor Franc Oppenheimer, Gyð- ingur og jafnaðarmaður. Undir handleiðslu hans tók Erhard dok- torspróf. í? Hann aðhylfcist aldrei stjórn- málaskoðanir lærimeistara síns, en mynd af Oppenheimer hefur ætíð prýtt einn vegginn í skrifstofu Erhards í ráðuneytinu. ------ Árið 1928 hélt Erhard aftur til Nurnberg og hóf störf við nýtil- komna stofnun við verzlunarhá- skólann, er fékkst við markaðs- rannsóknir. Honum var ætluð prófessors- staða, en varð að hætta að gera sér vonir um að fá það embætti þegar nazistar komust til valda, þar eð hann vildi ekki ganga í samtök þeirra. Árið 1942 varð hann að hætta störfum við stofnunina-þar eð hann vildi ekki ganga í „Yerka- mannafylkinguna”. Útför eiginmanns míns Björns Jóhannssonar kennara, Hverfisgötu 63, Hafnarfirði fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 25. þ. m., kl,—2,00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Elisabet Einarsdóttir. Föðursystir mín Fanney Jónsdóttir Vitastíg 11, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 25. þ. m., kl. 10,30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameins- félagið. Fanney Jónsdóttir. ★ SKIPUUAGÐI VIÐREISN ERHARD fékkst við markaðsrann- sóknir við stofnun, sem hann kom sjálfur á fót, það sem eftir var stríðsins. Þar hafði hann náið samstarf við marga foringja hinnar misheppnuðu tilraunar til bylting- ar gegn Hitler 1944. Ásamt öðrum hagfræðingum, sem andvígir voru nazisma, samdi hann leynilegar greinargerðir um það, hvernig koma mætti fótunum undir efnahagslíf Þjóðverja að nýju eftir stríðið. Þegar bandarískar hersveitir höfðu hernumið Bayern setti Er- , hard sig strax I samband við her- ' námsyfirvöldin og lagði áætlanir f sínar fyrir þau. Hann ávann sér ' traust þeirra og yfirvöldin skip- uðu hann efnahagsmálaráðherra í I Bayern. Þetta stóð aðeins í eitt ár, því að haldnar voru fylkiskosningar og flokksstjórn skipuð 1946. En þeg- ar árið eftir var Erhard, sem á meðan liafði verið skipaður pró- fessor í Múnchen, kvaddur til Frankfurt og skipaður yfirmaður nefndar, sem átti að leggja síð- ustu hönd á áætlanir um lækn- ingu öngþveitis í efnahagsmálum Þjóðverja. Árið 1948 var honum síðan falin yfirstjórn allrar stefnunnar í efna- hagsmálum. og þá hefur hann haft á hendi þar til nú. í KANZLARAEMBÆTTINU fær hann nú rétt til að ákveða stefnu stjórnarinnar. Ólík afstaða hans og Adenauers til mikilvægra utan- ríkismála — t. d. Efnahagsbanda- lagsins og hugmynda de Gaulles um evrópskt ,,sjálfstæði” — hef- ur ugglaust stuðlað að því á únd- anförnum árum, að auka á ágrein- inginn með þeim tvímenningunum. Stjórnin í Bonn undir forystu Erhards er því talin munu verða viðráðanlegri samstarfsmaður. Bandaríkjanna og kuldalegri bandamaður de Gaulles en Aden- auer hefur verið. Annars er þess vænzt, að mikil- vægasta breytingin sem karzlara- skiptin hafi í för með sér lýsi sér í starfsaðferðum stjórnarinnar, bæði inn á við og í samskiptunum við þingið og stjórnarandstöðuna. Erhard vill nýjan „stíl”, bæði af því að það er nauðsynlegt fyrir kanzlara, sem ekki hefur myndug- leika Adenauers til að bera, og af því að Erhard er í eðli sína ekki einræðishneigður, heldur maður samvinnu og umburðarlyndis. (Arbeiderbladet). USTSÝNINGAR Framh. af bls. 7. fossi. Bogasalurinn er vistlegur sýningarsalur og hlýlegur. víst sá eini í R-vík að undaskild- um kaffihúsum. í sama húsi kúrir Lisbasafn ríkisins sem einhvers konar niðurseta Þjóð minjasafnsins; en enginn minn ist á húsbyggingarhappdrætti fyrir það í forföllum ríkisvalds ins. Á þessarj sýningu mátti sjá samvalið safn myndlistar vitn- andi um fágætlega óbrigðulan smekk; miklir lánsmenn eru Árnesingar að frú Bjarnveig skuli telja til skyldleika við þá. Höfðinginn í þessum salar- kynnum var vitaskuld Ásgrím- ur Jónsson sem þar átti 17 myndir, djásn eins og olíumynd irnar tvær úr Borgarfirði nr 1 og 2, Tré í Húsafellsskógj og Hvítá og Eiríksjökull, teikn- ingar, og vatnslitamyndir hverja annarri fegurri. Af þeim nefni ég bara eina litla perlu, - Félagslíf - Körfuknattleiksfélag' Reykjavíkur. Æfingar eru byrjaðar og verða fyrst um sinn sem hér seglr:__ M fl. og II. fl.: að Hálogalandi laugard. 15.30 — 17.10 þriðjud. 22.10 — 23.00 III fl.: 1 Langholtsskóla þriðjud. 20,30 — 21,20 í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar fimmtud. 20.00 — 21.00 IV. fl.: í Langholtsskóla: föstud. 18.50 — 19.40 í íþróttahúsi Háskólans sunnud. 11.10 — 12.00. Stjórnin. Frá Vopnafirði (nr. 7). Gunn- laug Scheving og Þorvald Skúlason ber einnig hátt í þessu safni; þar eru nokkrar afbragðs myndir frá eldri list skeiðum þeirra og vitna allar um það sem koma skal. Mikið er stutt í abstraktsjónina úr þessum myndum Þorvalds; og mikið er þröngt um húsin og sjómennina á dúkum Gunnlaugs Aðrir listamenn, eiga fæstir nema eina mynd í safninu, en allt eru það valin verk. Hér er ‘t.d. ofurlítil snilldarmynd í vatnslitum eftir Jóhannes Kjar- val, Strandatindur við Seyðis- fjörð, og ber hærra en niargt málverkið á öðrum veggjum; hér er ein af þessum þungu traustu myndum Jóns Stefáns- sonar, Esjan og Laugarnestang- inn; hér er Höfnin í Reykjavík, ljóðræn speglun í pastell eftir Gunnlaug Blöndal; gullfalleg uppstilling eftir Snorra Arin- bjarnar og rétti einu sinni tvær manneskjur við strandlínu; Jóhann Briem. Hitt má vera skiljanlegt, að yngri málararn- ir eiga fátt markvert í þessu safni; þó eru hér snotrar smá- myndir eftir Eirík Smith, Vet- urliða Gunnarsson Sverri Har aldsson. Og gaman er að sjá Ijómandi fallega vatnslitamynd eftir Jón Jónsson; hann er bróð ir Ásgríms heitins Jónssonar. Árnesingum er vandi á hönd- um að taka við slíkri gjöf. Vand inn er ekki mestur að varðveita dýrgripina — öllu heldur að forðast að varðveita þá í lok- uðu skríni. Gjöf sem þessari hlýtur að fylgja sú kvöð að reka lifandi listasafn þar sem þess- ar myndir yrðu kjarni, halda á- fram að eignast myndir, halda myndir í heiðri, og umfram allt að sýna fólki myndir. En hitt er meiri furða að þetta Bjarn- veigarsafn skuli verða fyrsta safn íslenzkrar myndlistar ut- an Reykjavíkur. Það er lítt skiljanlegt að t.d. Akureyrj — sem áreiðanlega verður bráð- um farið að kalla borg — skuli ekki hafa eignazt eigið safn myndlistar. Er þetta kannski ranghermi? Eða hefur engum dottið mynd í liug fyrir norð- an? ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. okt. 1963 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.