Alþýðublaðið - 24.10.1963, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 24.10.1963, Qupperneq 15
maður, sem sér um rekstur bús- ins og vinnumennina. Svo er hér garðyrkjumaðurinn, Evald, vinnu stúlkan, Anna-María, eldabusk- an, Sara, og Tajt, sónúr hénn- ar. Svo er það bara ungfrú Fylgia og ég . . . — Amma hlýtur að hafa lok- að flestum herbergjunum, úr því að hún komast af með svo litla hjálp. Nanna virtist hálf vansæl, svo sagði hún: — Hún var . . afar sparsöm síðustu árin. — Mig langar til að líta í kringum mig hér, sagði ég. Held urðu að þú vildir vera svo væn, að sækja lykklakippúna. Nökkrum mínútum siðar kom Nanna aftur með stóra lykla- kippu, og ég hóf eftirlitsferð mina í eldhúsinu. Það var ekki jafn hreint og gljáandi og það var í gamla daga, og tatarinn Sara átti ekki margt sameigin- legt með Maju, sem ríkti hér áð ur. Sara var grönn og dálítið sóðaleg, með svört augu og beizkjudrætti um munninn. —• Velkomin til Nohrsetus, fröken Nohr, sagði hún og brosti fýlulega. — Þökk, sagði ég. Mig lang- aði bara til að litast um liérna. Sara var ekki ein. Sonur henn ar, Tajt, sat á skemli við glugg- ann með hendur í vösum. Hann horfði frekjulega á mig. — Ætlarðu ekki að lieilsa, strákur, sagði Sara. Pilturinn reis þrjóskulega á fætur, og hneigði sig. -— Hann er svo feiminn, sagði Sara, og horfði hörkulega á son sinn. Annars er hann ágætur . . Mig langað til að hlæja. Ég efaðist um að Tajt væri svo feiminn og ágætur. Augnaráð hans var mjög frekjulegt. Nanna fylgdi mér um húsið, sem bar öll merki hörnunar. Alls staðar var ryk og skítur. — Nanna, sagði ég, gætuð þið ekki fengið einhverjar kon- ur úr nágrenninu til að gera hreint? Þegar ég var hérna var það gert bæði haust og vor. — En nú lieimta allir sæmileg laun, sagði Nanna varlega, og amma ungfrúarinnar . . . ég er ekki að hallmæla henni, en hún . . . í þau fimm ár, sem ég hef verið hér, hefur aldrei verið gert hreint. — Sæmileg laun? En Nanna, hafið þið, sem eruð fastráðin hér ekki heldur sæmileg laun? — Það ér nú Svona og svona, sagði Nanna. Sara og Tajt eru jú tatarar, og erfitt fyrir þau að fá vinnu . . Evald, garðyrkjumað urinn, kærir sig lítið um pen- inga, hann vill bara fá að fást við blómin sín í friði. — En þú? Hún sagði mér dálítið vand- ræðilega hvað hún hefði í laun, og mér féll allur ketill í eld. .— Hvernig hefurðu gétað kom izt af með svó lág laun í fimm ár? Stúlkan varð niðurlút og roðn aði: — Ég hef ekki viljað hætta vegna . . . — Vegna? — Ungfrú Nohr má ékki segja það . . . én það er vegna Evalds — Nei, bætti liún hræðslulega við, hann . . . hann veit ekki . . . mér þykir svo vænt um hann en liánn veit ekkert um það. — Ég skal engum segja það, Nanna, sagði ég og klappaði lienni á öxlina. Sama dag sá ég lierbergið, sem Fylgia hafði. Ég vcrð að játa að ég varð undrandi. Hún hafði þrjú ljómandi góð herbergi með fall- egum húsgögnum. Það var auð- séð að Fylgia hafði ekki átt erf- itt með að fá ömmu til að eyða peningum í hennar þágu. — Hún lá á legubekknum, klædd fallegum kjól. — Halló, Elsbeth, sagði hún. Heíurðu ekki sofið vel? Fylgia, sagði ég, og sneri mér að henni. Hvað skeði eginlega? Hvers vegna breytti amma erfða skránni? Hvers vegna urðuð þið óvinir? Fylgia andvarpaði: — Þú getur ekki ímyndað þér hvað það var orðið erfitt að eiga við ömmu, sagði hún. Við þorðum varla að 4 hósta i nærveru hennar. Hún hat aði okkur öll eins og péstina, hún hataði allan heiminn. Ef tll vill hataði hún sjálfa sig mest. Hún hataði jafnvel gamla dr. Berg, sem hún hafði þekkt alla ævi, og sém heimsótti hana hvem einasta dag. Hún lamdi til hans með stafnum sínum, bölvaði honum, og ásakaði hann fyrir að hann kæmi bara til að krækja í peninga hennar. Og dr. Berg, sem aldrei tók grænan eyri fyrir læknishjálp. Hann hjálpaði ömmu af því hann vorkenndi henni og af því að afi var bezti vinur hans. — Úr hverju dó hún eiginlega? — Dr. Berg hafði spáð rátt . . amma var jú alltaf svo æst í des erta. Dr. Berg sagði að hún yrði að vera varkár, én það stoðaði ekkert. Hún skellti skollaeyrum við aðvömnum hans. Þú veizt, hvernig hún var. Ef hún hafði tekið eitthvað í sig, gat enginn fengið hana ofan af því. Hún lét engann segja sér fyr ir verkum. Hún var sérlega sólg in í rabarbara með rjóma. Ég frétti það allt saman. Hún liringdi á Söru og heimtaði auka skammt af ábætinum. Sara reyndi að fá hana ofan af því, en þá brást hún hin vesta við. Sara þorði ekki annað en að hlýða skipunum hennar. Ég kom heim rétt fyrir miðnætti. Ég heyrði að hún stundi og kvein- aði. Þegar ég kom upp á herberg ið hennar lá hún í rúminu og engdist af kvölum. Ég hringdi til dr. Berg. Hann kom strax, og var hjá henni þar til hún gaf upp öndina. Ég settist á legubekkinn. Ég gat vel ímyndað mér hve þessi síðustu ár ömmu hefðu verið Fylgju erfið. — En svo við skiptum um um ræðuefni, sagði Fylgja glaðlega. Þú varst að tala um að skipta arfinum. Hvað fæ ég mikið? Það kom dálítið á mig. Mér geðjaðist ekki að því hvernig hún sagði þetta, og mér geðjað- ist heldur ekki að svip hennar. — En hvað fæ ég, endurtók hún. — Helminginn. — Tæpa milljón? — Já. Hún brosti sigri hrósandi. — En þú færð ekki búgarð- inn, sagði ég. — Nei, ég kæri mig heldur ekkert um hann, sagði hún. Ég er búin að fá nóg af Nohrsetri. — Seinni part vikunnar getum við farið til Stokkhólms og tal að við lögfræðinginn minn. — Hún gekk yfir gólfið. — Hélf milljón sagði hún. Það er gott stofnfé. — Af hverju? — Að því lífi, sem mig hefur alltaf dreyrnt um að lifa. Þú get ur ékki ímyndað þér hvað ég hef þráð að komast héðan, að kom- ast til Stokkhólms. Fá mér góða íbúð, kaupa föt, mikið af föt- um. Mig langar til að verða sýn ingarstúlka. Ég með minn vöxst ætti að hafa mikla möguleika á því. í fyrra hitti ég tfzkukóng á Berlingshólmi. Hann sagði, að ég hefði mikla hæfileika. — Ég er viss um, að þín bíð- ur mikill frami á því sviði, sagði ég hreinskilnislega. Þú ert svo falleg. — Ertu kannske öfundsjúk? -— Nei, sagði ég og hló. Ég hef Nohrsetur. Ég þarf ekki að öfunda neinn. Ég held, að henni hafi gram- izt, að ég var ekki öfundsjúk Hún horfði næstum því haturs- full á mig. Svo hló hún hörku- lega. — Nú er komið að þér, Els- beth, sagði hún. Nú færð þú að visna á þessum bölvaða stað. Þú mátt trúa því, að það er allt annað en skemmtilegt. Veturnir eru verstir. Ég veit, livað ég er að tala um, hér hef ég glatað fimm árum af æsku minni. Bara beðið eftir því, að gamla norn- in hrykki upp af. Ég reis áfætur: — Fylgia, sagði ég. Þú hefur ekkert leyfi til að tala svona um ömmu. Ég get vel ímyndað mér, að hún hafi verið erfið, en nú er hún dáin. Látum hana hvíla í friði. Nú var barið að dyrum: — Dv, Berg er kominn, sagði Nanna og kom inn. Hann bíður í anddyr-* inu. Dr. Berg var gamall, þegar ég bjó hér sem barn. Ég undraðisfc það að hann skyldi ennþá etarfa sem læknir. — Elsbeth, sagði hann og réttl mér hendurnar. Hugsa sér, atS þú skulir nú vera orðin full- orðin stúlka. Og svona lagleg Þú líkist föður þínum. Já, tim- inn líður. Mér finnst næstum því að það hafi verið í gær, a3 ég hjálpaði þér í heiminn. — Það eru nú samt sem áð- ur tuttugu og þrjú ár síðan, sagðl ég og hló. — Já, börnin stækka og við eldumst. Hvernig finnst þér aS vera aftur komin á bernsku- heimilið? — Ég er tæplega búin að áttá mig á því, að ég eigi nú Nohr- setur, sagði ég. •— Elsbeth, sagði hann og þrýsti hendur mínar. Mig lang ar til að biðja þig um að gera mér greiða. Þú hefur kannske frétt, að Maja gamla býr uppi — Ég var að gera við skóna mína. .ALTHOltíH V&yf RgiNð !N A 1 Jv'.öi'JT tHC'W ?LAT5 ÍTMIIX! ITTC6=fc'THB.Vl /-T.-Í5 V •TC45THSE l Vte’ * *T ) " 'T /‘AAJK • ) r rr 50 UN- \ ■ 'xsimeþ \ 'K>& THAT' I AC.TDP. T? em .MIS5 I PA*y yijch / HA1 ONE^ íáSJK fKOM CUPrSsa AHD v'CV W0UU5 ftAVt rENT OVES ANP UCKEÞ H!S HAHP-EVai V'vnh Htó — Er allt í lagi Daay, rektor? Já, Doris, ég er bara með höfuðverk. __ Vesalings Daay rektor, hún tekur þetta svo nærri sér, að maður gæti lialdið, áð hún væri völd að hvarfi leikarans. —Aðstoffarrektorinn er afbrýðissöm. Það er bara vegna þess liversu myndarleg Daay rektor er. Daay er í raun og veru eldri en hún, það sér maffur þó ekki þegar þær eru bornar saman. — Mér fannst alls ekki viðeigandl hvernig leikarinn lét við hana. — Blessuff vertu, þú hefðir sleikt rykið <af fótum hans, jafnvel þótt liann hefði veá iff í skítugum skóm. J ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. okt. 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.