Alþýðublaðið - 24.10.1963, Síða 16

Alþýðublaðið - 24.10.1963, Síða 16
I FRÉTTIR AF FÁRVIÐRINU, SEM GEKK YFIR LANDIÐ. — Sjá einnig bls. 5. 16 vindstig í Eyjum - og talsvert tjón ÚY'r jíXÚfáyU: Áfcfr &, ÖMní Vestm.eyjum, 23. okt. ES-AG. Hér var veöurhæöin mest milli kl. 6-8 í dae', 16 vindstig. Ekkert verulegt tjón liefur orðið, en betra verður að gera sér grein fyrir hlutunum á morgun. — í einni verstu rokunni tókst nóta- bátur á loft og braut hann tvo Ijósastaura á Friðarhafnarbryggju. JÚNÍ strandar Togarinn Júní úr Hafnarfirði strandaði í nótt eftir 10 mín. siglingu frá Hafnar- firði. Togarinn strand aði á skeri, en er ekki talinn í hættu. Þorst. þorskabítur og María Júlía voru á leið til hans um kl. 1 og átti Þorsteinn þorskabít- ur eftir klukkustund- ar siglingu til hans. Júní afþakkaði aðstoð 3. skipsins, og ékki talinn í verulegri hættu, nema að hvessi Nokkrir skúrar fuku upp og* tættust í sundur. Þá fauk járn af nokkrum húsum og rúður brotn- uðu. Sjómenn höfðu varann á, og bundu báta sína rækilega. Þá voru menn um borð í öllum bátunum. Fjallfoss er hér við bryggju, og óttuðust menn á tímabili, að hann myndi slitna frá. Lóðsbát- urinn fór þá af stað, setti stefn- ið í hlið Fjallfoss, vélar á fullan kraft áfram og hélt skipinu þann- ig við bryggju. Brezkur togari sem var hér í liöfn, slitnaði frá, en mönnum tókst að binda hann strax aftur. Þá liefur lieyrzt, að bíll hafi fokið um koll. Þrír bátar voru á leið liingað í dag eftir söluferð til útlanda. Þeir eru nú hér 70 mílur undan og slóa. Þeir munu ekki ætla að reyna að komast inn fyrr en tekur að birta. ELLIÐA SAKNAÐ Reykjavík, 23. okt. GO. SAKNAÐ er lítils trillubáts frá Rifi. Báturinn heitir Elliði og er 7 — 8 tonn að' stærð. Hann fór frá Rifi kf. 2 í nótt og ætlaði til Stykkishólms með viðkomu í Elliða ey, en vitavörðurinn þar, Guðmund ur Sveinsson, er annar tveggja manna á bátnum. Tveir bátar frá Ólafsvík hafa leitað Elliða í alít kvöld, en án árangurs. Einliverjir Stykkjshórmstfiátar voru að búa sig í l'eit í kvöld. Ólafsvíkurbátarn ir eru þeir Steinunn og Stapafell. MIKIÐ rok var í Vestmanna-i* eyjum síðastliðinn laugardag. Engar skemmdir urðu þó vegna veðursins, en sjór var úfinn og grár, eins og sjá má á þessari mynd. Þarna er far- þegaskipið Hekla að fara frá Eyjum, og í ú(siglingulnni gekk sjórinn yfir það. (Ljósm, Þórður Þórðarson). TVEIR togarar seldu erlendig í morgun. Gylfi í Bremerliaven 82 tonn fyrir 76,600 mörk og Geir i Grimsby 88 tonn fyrir 10,789 pund, sem er mjög góð sala, enda var aflinn nær eingöngu ýsa ætt- uð undan Jökli. Meðalverð á kg. var kr. 14,75. TOGARIFORST Ver kom fram í gærkvöldi: MUMMI FÓR Á HLIÐINA EN BJARGAÐISTIIL LANDS Reykjavík, 23. okt. — HP. j þá gekk yfir landið. Varðskipinu BREZKI togarinn Northern I Óðni tókst að bjarga áhöfninni, Spray, GY-190, sfrandaði undir 20 mönnum, um borð í vélbát, sem Grænuhlíð við ísafjaröardjúp um Óðinn sendi að togaranum. Björg- fcl. 21.47 í kvöld í ofviðrinu, semlunin' tókst giftusamlega, en ekki Kortiö sýnir strandstaðinu var viðlit að freista þess að ná togaranum á flot í kvöld vegna þess, hve veðurhæðin var mikil, Gera átti tilraun til þess með bht ingunni. Landhelgisgæzlunnni barst skeyti um atburðinn frá Óðnj kl. 23.15, en skömmu fyrir kl. 1 átti Alþýðublaðið tal við Þórarinn Björasson, skipherra á Óðni, sem þá lá undir Grænuhlíð. Þegar togarinn strandaði, var NA-rok og blindbylur á þessum slóðum, og hafði Northern Spray látið reka og leitað í var undir hlíðina, eins og algengt er í slæm- um veðrum. Óðinn heyrði fyrst til togarans kl. 21.47 og var hann þá rétt strandaður. Óðinn kom fljótt á vettvang og skaut út vélbát, sem sótti áhöfnina um borð, og var sæ- rótið ekki meira en svo, að allt gekk vel. Var áhöfnin komin um borð kl. 23.25. Búizt var við vestan roki á þessum slóðum í nótt, en þá Framh. á bls. 10 Isafirði, 22. okt. - BS-AG. VÉLBÁTSINS „Ver“ ÍS 108 var saknað hér í kvöld eftir að veðrið skall á. Hann hafð'i verið á rækju- veiðum. Báturinn kom svo fram uin kl. 9.30. Vélbáturiun Gunnvör var íagður af stað til að leita að honum, en mætti Veri út undir Arn arnesi. Hafði ekkert komið fyrir hann, nema ljós biluö. Þegar veðrið skall á í dag, voru rækjubátarnir dreifðir um innan- vert Djúpið. Þrír voru hjá Æðey. Milli kl. 4 til 5 skall á ofsaveður, óg varð sjólag strax slæmt. Bát- arnir lögðu þegar af stað til lands. R'nn af þutsujn bá'tumv var; i Mummi. Hann fékk á sig mikinn j sjó og kastaðist á liliðina. Á honum i voru tveir menn, og settu þeir út | gúmmíbjörgunarbát, sem opnaðist j ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraun j ir. Mummi lá nokkra stund i hlið- inni, og var útlitið vægast sagt mjög alvarlegt. Þá rétti báturinn sig skyndilega við, og komst heilu og höldnu til lands. Sjómenn segja þetta vera með verstu áhlaupaveðrum. Hér inni er nær logn, og hefur ekkert tjón orðið. Flugvél Flugfélags íslands, sem kom liingað í dag, tepptist og var hún bundin niður á ílugvell- inum. - , Loftvogln féll með ofsahraða Reykjavík, 23. okt. — HP. Loftvog féll mjög ört eftir há- degið í dag, svo að aðeins einu sinni hefur mælzt jafnmikið fall liérlendis. Það var á Dalatanga fyrir fáum árum, þegar loftvogin féll 26 millibara á 3 klukkustund- um. í dag féll hún liins vegar aðeins minna eða 23 millibara á sama tíma, nánar tiltekið milli kl. 12-15. Það fall mældist í Vestmannaeyjum, þar sem veður- Iiæðin mun hafa oröið mest. — Vindhraðinn þar komst upp í 108 Iinúta rétt fyrir kl. 18 í kvöld, en það jafngildir 16 vindstigum eða um 200 km. liraða á klukku- stund að því er Jónas Jakobsson, veðurfræðingur, tjáði blaðinu í kvöld. Þegar lægðin fjarlægðist, steig loftvogin hins vegar litlu meira en hún hafði fallið milli kl. 12-15 eða um 23.7 millibara. í Reykjavík féll loftvogin milli kl. 12-15 litlu minna en í Vest- mannaéyjum eða 21,1 millibara. Um kl. 21 í kvöld var veður í Vestmannaeyjum um 11 vindstig eða 60 hnútar. í öllum landshlut- 1 Framhald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.