Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.04.1962, Page 4

Verkamaðurinn - 06.04.1962, Page 4
Þáttur helvítis i aiidlegri og efnahag:§leg:ri þróun á Islandi VARÐBERG heitir ungur félags- skapur, sem kynnir sig sem félag ungra manna. Sérgrein sína telur hann vestræna samvinnu og hlut- verk sitt að kynna þá samvinnu meðal íslendinga. Tilgangi sínum ætlar félagið að ná með fundahöldum fyrst og fremst, og hefur það þegar haldið fimm fundi að minnsta kosti. Það mun vera sameiginlegt einkenni allra þessara funda, að þeir hefj- ast með framsöguerindum þriggja forustumanna samtak- anna frá höfuðstöðvum þeirra, sem er sjálf höfuðborg landsins. Að loknum þessum framsöguer- indum hefjast síðan frálsar um- ræður og ræðutími þá fljótlega takmarkaður niður í tíu og síðan fimm mínútur eftir ástæðum. Það hafa birzt tvær greinar- góðar frásagnir af fundi Varð- bergsmanna í Hafnarfirði, þar sem lýst er skýrt og skilmerkilega menningarreisn þeirri, sem fund- arboðendur gæddu fundinn. — Fundir þessir eru líka svo merki- legt menningarfyrirbæri og varpa svo skýru ljósi yfir vissa þætti menningarástands þessara ára, að það er vissulega ómaksins vert að gera sér sem fyllsta grein fyrir eðli þeirra. Það vildi svo til að ég var staddur á einum slíkum fundi á Selfossi. Af þeim fundi er að vísu ekki margt að segja fram yfir það, sem lýsingar á Hafnar- fjarðarfundinum bera með sér, og verður hér lítið dvalið við einstök atriði hans. En ég vildi gjarnan koma á framfæri nokkr- um frómum hugleiðingum, sem kviknuðu undir ræðum Varð- bergsmanna þar og þeirra fylgi- fiska og ég hygg að gætu verið einhverjum hjálp til að gera sér enn skýrari grein fyrir eðli þeirr- ar menningarþróunar, sem opin- berast einna ljóslegast í starfi og starfshátátum þeirra Varðbergs- manna. I í gamla daga tók kirkjan upp á því, þegar henni þótti söfnuð- urinn bágrækur til hinna himn- esku föðurhúsa, að verja mikl- um, og stundum mestöllum hluta ræðu sinnar, til að útlista fyrir mönnum skelfingar helvítis, og skyldu þær vera sá hundur, sem hrekti sálirnar inn í himnaríkis- sæluna, hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr. Á 19. öld tóku prestarnir að leggja þennan sið niður sökum hæpins árang- urs, og munu margir hafa tekið undir orð Skúla prófasts Gísla- sonar á Breiðabólstað, sem hljóð- uðu eittthvað á þessa leið: Eng- inn skyldi ætla, að nokkur sála hrökklist inn í himnaríki af ótt- anum við helvíti. En fyrir alþjóðleg óhrif hafa íslenzkir auðvaldssinnar nú á seinni árum tekið upp þennan af- dankaða kenningarmáta mið- aldakirkjunnar, og upprennandi spámenn þeirra, sem kenna sig við varðberg, hafa tekið alveg sérstöku ástfóstri við hann. En þar er skemmst frá að segja, enda alþjóð kunnugt, að þegar við byltinguna í Rússlandi fyrir nærri 45 árum, tóku auövalds- sinnar um allan heim að innrétta eitt meiri háttar helvíti í einum frj ósömustu landshlutum þessar- ar jarðar. Við lifum á öld hrað- fara þróunar, og helvíti þetta hef- ur tekið ákaflegum breytingum frá upphafi sinnar tilvistar. í upphafi var það vettvangur hvers konar morða. Fyrst urðu þar all- ir hungurmorða. Svo drápu kommúnistar alla fína menn og presta, stórbændur og atvinnu- rekendur. Þá drápu kommúnistar hver annan, og hélt svo áfram um sinn. í afskekktustu heilabúum samtíðarinnar lifir hún enn trú- in á þetta helvíti, þótt við dvín- andi heilsu sé. En víðast er þessi helvítisboðun orðin öll önnur en hún var. Hungurmorö heyrast vart lengur nefnd á nafn, og ann- ars konar morð hafa einnig liðið undir lok hin síðari ár, nema þá sem draumsjón, þegar einhverjir höfðingj ar myrkraheimsins hafa horfið af sviði daglegra umsvifa nokkra daga af völdum kvefs eða annarra farkvilla. Þá eru einnig ýmsar vitaðar staðreyndir um hinn fordæmda hjara heims- byggðarinnar, sem síður en svo bendir til hörmungaástands, þótt frægustu sælustaðir jarðlífsins séu teknir til samanburöar. Þar hefur ekki þekkzt atvinnuleysi frá fyrstu árunum. Þar er skipu- lag á ellilaunum og tryggingum hvers konar eitt hið fullkomnasta, sem þekkist um víða veröld. Þar eiga ugir efnismenn greiðari að- gang til mennta en annars staðar á byggðu bóli, og gæti það með miklum sennileik skýrt þá stað- reynd, að á þessum slóðum hafa menn hin síðari ár komizt fram úr öðrum byggjendum jarðar- innar í þýðingarmiklum vísinda- greinum. II En helvíti skal það vera, og hel- víti það skal boðað sem ógn yfir öllu mannkyni. Og svo eru menn sendir út af örkinni til að halda trúboðssamkomur, þar sem ekk- ert er boðað nema þessi eini kvalastaður, höfðingi hans og árar, sem ganga ljósum logum mitt á meðal vor mannanna sem úlfar í sauðargærum eða nytsam- ir sakleysingjar. Varðbergsmenn eru vígðir til fararinnar, og vakn- ingarsamkomur eru boðaðar víðs vegar um land. Fátt getur keimlíkara en Varð- bergsfundi og vakningasamkom- ur stangtrúaðra sértrúarflokka, sem hafa nístandi syndavitund og gapandi djúp tortímingarinnar að hyrningarsteinum trúar sinn- HÖFUNDUR þessarar greinar, Gunnar Benediktsson, rithöfund- ur, hefur verið hin vakandi sam- vizka þjóðarinnar nú á fjórða tug ára. Hvenœr, sem honum þykir nœrri okkur höggvið, eða sví- virða ráðamanna keyra um þver- bak, þá hefur hann hafið á loft það sverð, er flesta má undan svíða. Sverð sinnar orðhögu tungu, eldskörpu hugsunar. Ekki þarf að sanna þetta með upptaln- ingu verka hans, því þjóðin þekk- ir öll þennan roskna eldhuga, þeir ekki sízt, sem orðið hafa fyrir sverðalögum víkingsins. Grein sú, er hér birtist er tekin upp úr Þjóviljanum 9. marz sl. og birt hér í blaðinu með góðfús- legu leyfi höfundar. Okkur þótti þessi grein svo tímabœr og af- burðasnjöll, að við vildum stuðla að því, að fleiri fengju notið hennar en lesendur Þjóðviljans. Innganga íslendinga í Efnahags- bandalagið er óskadraumur hins ábyrgðarlausasta hluta íslenzka auðvaldsins. Þessi óskadraumur má ekki ná að rœtast, því það jafngildir sjálfsmorði þjóðar vorrar. Megi grein Gunnars verða til að opna augu sem flestra fyrir þessum sannleika. ar. Ræða þeirra er þurr og sneydd öllum nýjum hugmyndum, hvergi fram dreginn nýr flötur nokkurs málefnis. ÖIl ræðan er boöskapur um hið ægilega helvíti í anda hinnar einu sönnu skoð- unar, svo sem hún stendur skrif- uð í Morgunblaðinu og öðrum óskeikulum ritum kapitaliskar siðvæðingar.. Þar vottar ekki fyr- ir fagnöarboðskapnum um hið vestræna guösríki, þar sem hinar endurfæddu sálir lifa í eilífri sameiningu við brezka landhelgis- þjófa, vestur-þýzka nazista og portúgalska blökkumannamorð- ingja og aðra viröulega fulltrúa þess heims, sem kenndur er við hið sanna frelsi. Fundarefnið er auglýst Vestræn samvinna, en það er ekki minnzt á reynslu okkar íslendinga af þeirra samvinnu. Það er látið liggja í þagnargildi, hvern stuðning vestræn samvinna hefur veitt okkur í landhelgismál- inu. Það er ekkert minnzt á bingó og ekki á ameríska kynblöndun mannfólksins, sem hvort tveggja hefur flotiö í ríkum mæli hingað til lands í kjölfar bandalags okkar við vestræn herveldi. Það er ekk- ert minnst á allt gjafaféö frá Bandaríkjunum bæði fyrr og síð- ar, og í umræðum um vestræna samvinnu hefði vel mátt geta þess, að án hennar væri sennilega ekki hægt að gefa út Alþýðublað- ið. Það er heldur ekki tilfært sem rök fyrir vestrænni samvinnu, að fyrir hennar hjálp stendur okkur nú til boða sjónvarp á íslandi, þar sem Islendingar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af útvegun sjónvarpsefnis, heldur kemur það allt fullmallaö á andans borð vor, svo sem það er lostrænast tilreitt handa hermannaskara í ókunnu landi. Inntak ræðunnar er aðeins hið eina illa, ógn þess og skelfing- ar að lenda á valdi þess, ábend- ingar á útsendara þess og varnað- arorð gegn fagurgala þeirra. III Svo sem vera ber, streyma allir sanntrúaðir héraðsbúar á sam- komurnar. Þar hlýða þeir með andakt á prédikun orðsins og þegar prédikarinn kveður fastast að orði um hina fordæmdu, svo sem að þeim skuli varpað í myrkrin fyrir utan, þá reka hinir trúuðu upp óp mkil og lemja sam- an lófunum. Það er þeirra halle- lúja. Að lokinni höfuðprédikun dagsins rísa hinir trúuðu á fætur hver af öðrum og vitna um trú sína með miklum fögnuði yfir sinni endurlausn og svellandi reiði í garð hinna glötuðu. Þá snúast þeir einnig til varnar gegn sérhverjum óguðlegum, sem tek- ur til máls, og færa fram nýjar sannanir fyrir hinni einu sönnu trú. Á Selfossi flutti einn höfuð- klerkurinn þá kenningu, að erki- óvinurinn hefði gengizt fyrir meiri háttar aftökum í Tékkósló- vakíu árið 1948. Þetta leiðrétti einn hinna óendurfæddu fundar- manna og vitaöi til biblíu hinna trúuðu, sjálfs Morgunblaðsins, en þar hafði ekki staðið eitt einasta orð um aftökur í Tékkóslóvakíu á þeirri tíð. Þá reis upp einn sómakennari, sem nýlega hafði sótt um skólastjórn á staðnum og héraösbúar höfðu mælt með, þó*t ekki þóknaðist æðri völdum á æðri stöðum að taka tillit til þeirra óska. Nú vildi þessi ágæti kennari sýna það, að hann væri sanntrúuð sál, og fullyrti, að víst hefðu aftökur átt sér stað, og spurði, hvort enginn myndi nú Masaryk. Að vísu hafði enginn fyrr heyrt Masaryk nefndan í sambandi við aftökur. En hverju máli skiptir það, þegar endurfædd sál vottar sanna trú sína í heyr- anda hljóði? Þá reis annar á fætur til að op- inbera sitt sanna hjartalag. Sá hélt því mjög á loft, að hann væri danskmenntaðri en almennt ger- ist. Því að það var einmitt í kóngsins Kaupmannahöfn og á danskri tungu, sem honum hafði Ijóslegast opinberazt hin tak- markalausa þjónkun kommúnista um allan heim við sjálfa myrkra- maktina í Moskvu. Og sú opin- berun fólst í því, að þegar upp- reistin í Ungverjalandi var brot- in á bak aftur, sællar minningar, þá stóðu þvert yfir síðu kommún- istablaðsins í Kaupmannahöfn þessi félegu orð: „Meddelelse fra Moskva“. „Þetta er á dönsku, eins og þið heyrið,“ sagði vitnið, „og eins og þið vitið, þá þýðir þetta: „Þráðurinn frá Moskvu“ eða „línan frá Moskvu“. Og áhorf- endur sátu eins og dæmdir, því að þessa merkingu orðsins hafði enginn heyrt fyrr. En því dýrð- legri var vitnisburðurinn, því að hann var staðfesting þess, að svo mikið geta menn lagt á sig fyrir hina einu sönnu trú, að menn skirrast ekki við að gera sig að fíflum á almannafæri. Hvar skal staðar numið við frásagnir af játningum hinna sanntrúuöu á þessum fundi? Enn (Framhald á 6. síðu.) Föstudagur 6. apríl 1962 4) — Verkamaðurinn

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.