Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.04.1962, Qupperneq 6

Verkamaðurinn - 06.04.1962, Qupperneq 6
Þáttur hekítii .... (Framhald af 4. síðu.) kom í skriftastólinn einn vinsæll læknir, sem neitaði sér að vísu um að segja nokkra átakanlega vitleysu, en hitt duldist ekki, að hann mátti vart vatni halda og var reiðubúinn á hverri stundu að úthella tárum í pottatali, er hann hugleiddi óhamingju fórn- ardýra hins illa austurs. — Síðan kom karlmannlegur og harðgerð- ur bóndi, kleip hvergi utan af hlutunum og kvað upp þann dóm, að öllum fylgjendum hins illa skyldi varpað í myrkrin úti fyrir múrum laga og réttar mannlegs samfélags.Þá var mikið hallelújað bæði með höndum og raddfærum allra sannra elskenda lýðræðis og mannréttinda, enda stóðu orð bóndans síðan feitu letri í þeirri vasaútgáfu Morgunblaðsbiblíunn- ar, sem Alþýðublað nefnist. IV Þá er næst að athuga, til hvers svona trúarhreyfingar muni eink- um henta. Þær eru vissulega ekki án vitnisburðar í mannlegu sam- félagi. Skyggnumst um á spjöld- um okkar eigin sögu. íslenzk þjóð hefur fyrr hlýtt á boðskap um helvíti og búið undir ógnum bannfæringar úr mannlegu félagi. Og íslendingar hafa fyrr reynt að kaupa sig undan þeirra bann- færingu og helvítiskvölum með fjáraustri og hvers konar auð- mýkingu. í hendur kirkna og klaustra komst mikill hluti allra jarðeigna í landinu á einni tíð. Mikið af því var fengið sem gjöf, þar sem menn voru að gefa fyrir sálu sinni eða kaupa sálir ást- vina sinna frá kvölum helvítis, og fóru viðskiptin þá oft fram í friði og rósemi. En hitt kom líka fyrir, að hinir miklu trúboðar heimt- uðu gildari framlög en þeir fengu með góðu móti, og þá var reitt hátt til höggs. Jafnvel hinir þrek- mestu menn, sem hvergi blikn- uðu fyrir hótunum um vítiskval- ir, voru yfirbugaðir af almennri fordæmingu á hinum útskúfaða og einangrun frá mannlegu sam- félagi. í örstuttum ágripum af sögu íslands þykir ástæða til að geta þess, hvernig þeir biskuparn- ir Ólafur Rögnvaldsson og Gott- skálk grimmi beygðu hina harð- skeyttu höfðingja Hrafn Brands- son og Jón Sigmundsson í duftið og skildu ekki við, fyrr en þeir höfðu kúgað af þeim allt þeirra jarðgóss og síðasta eyri og komið konum þeirra og fjölskyldum í eymd og niðurlægingu. „Ó, kirkjunnar hornsteinn, þú helvítis bál, þú hræðslunnar upp- sprettan djúpa“, sagði Þorsteinn Erlingsson, þegar hann sá þrek- mennið í brjálaðri örvilnan af ótta við kvalir helvítis. Nú er hel- vítiskenningin ekki lengur horn- steinn kirkjunnar, enda er kirkj- an ekki lengur það forustuafl kúgunarvalda mannkynsins, sem hún var um skeið. En nú er það kapítalisminn, sem er að afla sér hornsteins með nýju helvíti, sem á að henta til sömu hluta og fyrr. Enn skal það vera sú „hræðsl- unnar uppsprettan djúpa“, sem beygja skal „bugaða sál til botns hverja andstyggð að súpa“. Og umfram allt skal það notað til að klófesta efnisleg verðmæti al- mennings yfir í hítir hinna nýju drottnenda. Það er engin tilvilj- un, að helvítiskenningin er að nýju hafin til vegs á íslandi í sama mund og síhækkandi hundraðstala er tekin af launum hvers einasta launþega. Og í kjöl- far þess fást enn feitari drættir. Brátt koma hús alþýðu manna hvers af öðrum og atvinnutæki hennar, jarðir bændanna smátt og smátt, þegar fram líða stundir, og því ægilegri verður skriðan því lengur sem hún rennur. Og fj öldi launþega og smáatvinnurek- enda styður fastlega þessar kúg- unaraðgerðir gegn sjálfum sér í trúarlegri alvöru, þar sem þeir hyggja, að með því einu móti megi þeir forðast það víti, sem þeim að öðrum kosti er fyrirbú- ið. Þeir vilja gefa öll sín efnislegu gæði fyrir sálu sinni. V En eitt er ótalið, sem gerir þessa nýju helvítiskenningu enn skaðlegri fyrir íslenzkt þjóðlíf en hin eldri var. Þótt kaþólska kirkj- an væri alþjóðleg stofnun, þá var íslenzka kirkjan tiltölulega sjálf- stæð, og auðæfi hennar voru ís- Ienzk auðæfi. En þar kom með nýju skipulagi kirkjumála utan- lands að öll þessi auðæfi, sem kirkjan hafði kúgað af íslenzku alþýðunni, hurfu í hít erlends konungsvalds og varð nýtt kúg- unartæki í höndum þess. Og það tók aldir að fá fjöldann allan af vildisjörðum aftur í eigu ís- lenzkra manna. Hvers má þá vænta, þegar hið nýja kúgunarvald, sem lætur svipu nýrrar helvítiskenningar hvína yfir höfðum landshúa og tekst að trylla mikinn hluta þeirra, kynnir sig þegar í öndverðu sem erindreka hins alþjóðlega auð- valds og heimtar hverja stóffórn- ina af annarri á altari þess? ís- land skal látið af hendi sem her- stöð og því stillí sem skotmarki fyrstu kjarnorkusprengjunnar, sem send væri upphafi nýrrar heimstyrjaldar til að lama sókn- armátt bandaríska herveldisins. íslenzk landhelgi skal afhent Bretum sem þakklætisvottur fyrir það, að þeir einir þjóða hafa beitt okkur hervaldi og Þjóðverjum síðan boðið í kjölfarið. Og nú er verið að undirbúa það, að íslenzk atvinnuréttindi og allar íslenzkar auðlindir verði lagðar í alþjóð- legt púkk, þar sem alþjóð- legt auðmagn og alþjóðleg mann- mergð mundi á fáum áratugum drekkja öllu því sem heitir ís- lenzkt sjálfstæði, íslenzk tunga og íslenzk þjóðartilvera. Slík ráð- stöfun er óframkvæmanleg nema meirihluti þjóðarinnar fáist til að gefa sig á vald brjáluðu trúar- ofstæki í þeim anda, sem Varð- berg prédikar. Jón Trausti gerði áhrifamikla skáldsögu, sem heitir Söngva- Borga. Þar er byggt á sannsögu- legum atburðum úr lífi þessarar Söngva-Borgu sem var dóttir Jón Sigmundssonar, sem áður er get- ið, og eitt átaklegasta dæmi ís- landssögunnar um fórnardýr hel- vítiskenningarinnar gömlu. Söngva-Borga átti þó tungutak föður og móður og söngva geng- inna kynslóða ætta sinna, og þeir vörpuðu stöku geislum inn í rót- laust líf hennar. Þið ættuð að lesa þá sögu og gera ykkur það Ijóst, að það er ekki víst, að af- komendur okkar verði þeirra auð- æfa aðnjótandi, ef núverandi kyn- slóð lætur í minni pokann fyrir helvítisógnunum þess Gottskálks grimma, sem nú reiðir svipu bann- færingarinnar yfir hverjum þeim, sem sýnir manndáð til að verja réttindi alþýðu og standa á grund- velli heilbrigðrar yfirvegunar og ættj arðarhollustu. Gunnar Benediktsson. MARGT FALLEGT til Vírofnar peysur * Terylene pils * Sundbolir * Töskur * Nóttföt' ÁSBYRGI h.f. NYKOMIÐ POLYCOLOR shampoo POLYLOCK permanent POLYLOCK spólur POLISETT hórlagn- ingarvökvi REDUCOL, fjarlægir lit o. fl. snyrtivörur. * LJÓSMYNDAVÖRUR Lítið í gluggann. Rakarastofan Strandgötu 6 Til fcrmingirgjafii Undirfatnaður í úrvali. Skíðabuxur, brúnar, bláar, svartar. Snyrtivörur við allra hæfi. Verzlunin Heba Sími 2772. TILKYNNING frá Landsbankaútibúinu á Akureyri Frá og með 2. apríl verður sparisjóðs- og hlaupareiknings- deild bankans opin til síðdegisafgreiðslu alla virka daga nema laugardaga frá kl. 17,00 til 18,30. IJTSALA á gölluðum vörum fró FATAVERKSMIÐJUNNI HEKLU verður í Vefnaðarvörudeild vorri miðvikudaginn 11. apríl og fimmtudaginn 12. apríl. VEFNAÐARVÖRU DEILD Salðt 0 hvöldborl óvaxta — ítalskt — franskt — rækju humar — aspars — laxa — síldar. KJÖRBÚÐ KEA 6) —Verkamaðurinn Föstudagur 6. apríl 1962

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.