Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.04.1962, Page 7

Verkamaðurinn - 06.04.1962, Page 7
Bæknr og; menn Framhald af 5. sífiu. einingum, sé einhver þeirra sjúk, eitrar hún og sýkir þjóðarlíkam- ann' ^essara sjónarmiða gætir niJÖg hjá höfundi þeim, sem hér er til umræðu. Skýrt dæmi er ör- stutt saga: Morgunn. Gamall, út- slitinn verkamaður nær með ttaumindum í strætisvagninn, skóflan hans er fyrir. Honum er °faukið, jafnvel hér. Hann hafði verið látinn fara heim úr vinn- fnni, of gamall. Honum var of- aukið þar. Andstæðan, nýríkur °flátungur, sonur gamla manns- ins, er staddur heima. Bíllinn bíð- Ur- Hann fleygir, vorkunnlátur, aurum í gamla manninn fyrir neftóbaki. Farinn. Konan, kona þessa gamla manns, skilur hann ekki heldur á þessari örlaga- stundu í lífi hans. Þeirri stund, þegar þjóðfélagið, sem hefur not- ið krafta hans, fleygir honum á tuslahauginn. Heima er honum líka ofaukið. — Á rúmu blaði í venjulegri bók er oss sýnt inn í veröld mikilla örlaga. Höfundur Afegður sterkum ljóskastara á af- ntarkað vandamál. Það blasir við °kkur í allri sinni nekt og hlýtur að vekja í huga okkar kröfu um Wsn. Þannig eru sögur Friðjóns. W mælgi eru opnaðar víðáttur. Augnabliks vandamál einstakl- ings bregður ljósi á eilífðar- vandamál þjóðfélagsins. Annað dæmi: Gömul matselja yegamanna. Hún á drykkfelldan s°n fyrir sunnan. Óhamingja kennar er skuggi hverrar setning- ar- Spurn hennar: Af hverju? Loks kemur frétt: Tveir drukknir ntenn höfðu stolið bíl og ekið flonum útaf með þeim afleiðing- Utn’ að annar þeirra lézt. Það var ann- Nú rís spurn hennar enn itáværari en fyrr: Eru það órar Ur mér, að hver einstaklingur sé aðeins það, sem erfðir og sam- tíðaráhrif gera úr honum, eða Leldurðu hitt, að það sé á hans valdi að móta vilja sinn og þar tneð sjálfan sig? Svar þess, sem spurninni er beint að, er: Nei, ég held það sé sannleikur. Ég held, að við berum öll fulla ábyrgð á hverjum meðbróður okkar og systur. Þetta eru án efa sjónar- mið höfundar. Þessi sannleikur er aldrei of oft sagður: Við ber- nm öll ábyrgð. Agætt sýnishorn af kímni Frið- jóns er sagan: Samlíking við salt- fisk. Systkini söguhetjunnar minna hann alltaf á fallegan saltfisk, - vel verkaðan — númer eitt. Hjá honum sjálfum gengur allt úrhendis. Jafnvel viðhald við gifta konu misheppnaðist: „Marg- if aðrir hafa haldið við giftar konur með ágætis árangri“. Hon- u® einum mistókst. En í gegnum þetta grín, greinum við sársauka vandamálsins. Konan átti bam og það horfir helsærðum huga á átök fullorðna fólksins. Annað vandamál, sem þessi stutta gam- ansama saga felur, er einnig stórt. Hjónin skilja, sá sem í hugsunar- leysi augnabliks ástríðna olli þessum vanda, vill ekki taka af- leiðingum. Hann finnur ekki þá ábyrgð, sem við berum gagnvart samferðamönnum okkar. Hann vill aðeins gleypa fenginn, ekki gjalda verð hans. Þetta er víst ekki óalgengt með okkur þessi ár, þegar „Ég“ er flestum munntam- ara orðinu „Við“. Haf-i Friðjón Stefánsson þökk. Hann hefur tileinkað látnum syni sínum þetta smásagna-úrval. Það er góður bautasteinn. k. Léreftstuskur hreinar og góðar kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Pólsku KJÓLAEFNIN komin, — ellefu nýjar gerðir og litir. Verð kr. 31.00. Verzlun Ragnh. O. Björnsson. Knottspyrnuskðr Nýja gerðin frá Iðunn Kærkomin fermingargjöf Skóbúð KEA EPLI APPELSÍ NUR BANANAR N Ý SENDING Ennfremur allt í páskabaksturinn Sendum heim. Hafnarbúðin h.f. Sími 1094. AlmannatryggínaolMetHr millj. <1 Ahurejrri tg i Eyjofjarðarsýslu Samkvæmt ársskýrslum um bætur Almannatrygginga á Akur- eyri og í Eyj afj arðarsýslu 1961 reyndust bótaþegar alls 4103 tals- ins. Skiptust þeir í bótaflokka í bænum þannig: 693 tóku ellilíf- eyri, 215 örorkulífeyri, 48 ör- orkustyrk, 87 óendurkræfan barnalífeyri, 144 endurkræfan barnalífeyri, 1266 fjölskyldubæt- ur, 241 fæðingarstyrk, 161 mæðralaun, 37 ekkjubætur, 4 makabætur og 17 eftirlaun. í sýslunni skiptust bótaþegar þannig milli bótaflokka: 362 tóku ellilífeyri, 82 örorkulífeyri, 31 ör- orkustyrk, 34 óendurkræfan barnalífeyri, 49 endurkræfan barnalífeyri, 486 fjölskyldubæt- ur, 46 mæðralaun, 80 fæðingar- styrk, 12 ekkjubætur, 1 makabæt- ur og 7 eftirlaun. Bótagreiðslur í hinum mismun indi bótaflokkum urðu annars Akureyri: Ellilífeyrir kr. 10.482.854.00 Örorkulífeyrir — 2.978.529.00 Örorkustyrkur — 295.235.00 Barnalífeyrir — 1.203.158.00 Barnalífeyrir, endurkræfur — 1.348.311.00 Fjölskyldubætur — 7.951.187.00 Fæðingarstyrkur — 517.956.00 Ekkjubætur og lífeyrir — 212.562.00 Mæðralaun — 626.275.00 Makabætur 10% bætur (greiddar vistmönnum á elliheimilum og langdvalarsjúkling- 33.523.00 um á sjúkrah.) — 93.028.00 Slysabætur — 318.336.00 Samtals kr. 26.060.954.00 Tekið skal fram, að 10% bæt- ur og slysabætur eru ekki sundur- liðaðar hér milli sýslu og bæjar. Eyjafjarðarsýsla: Ellilífeyrir ....................... kr. 3.980.796.00 Örorkulífeyrir ....................... — 842.624.00 Örorkustyrkur ........................ — 119.414.00 Barnalífeyrir ........................ — 403.495.00 Barnallífeyrir, endurkræfur .......... — 323.838.00 Fjölskyldubætur ...................... — 3.488.595.00 Fæðingarstyrkur ...................... — 175.780.00 Ekkjubætur og lífeyrir ............... — 48.622.00 Mæðralaun ............................ — 123.273.00 Makabætur ............................ — 6.414.00 Samtals kr. 9.512.851.00 Á móti þessum greiðslum Al- sveitarfélögum í sýslu og bæ að mannatrygginga til bótaþega í greiða á sl. ári, svo sem hér segir: sýslu og bæ bar gjaldþegnum og Akureyri: Iðgjöld hinna tryggðu ................... kr. 4.407.179.00 Iðgjöld atvinnurekenda .................... — 2.042.348.00 Iðgjöld bifreiðastjóra (sýslan með) .... — 369.645.00 Iðgjöld sjómanna (gr. af útg.) ............ — 523.750.00 Endurkræfur barnalífeyrir ................. — 1.348.311.00 Framlag bæjarins til trygginganna ......... — 2.650.000.00 Hluti bæjarins í hækkun elli- og örorkul. — 222.982.00 Samtals kr. 12.912.526.00 Eyjafjarðarsýsla: Iðgjöld hinna tryggðu ............. kr. 1.577.455.00 Iðgjöld atvinnurekenda .............. — 426.160.00 Iðgjöld sjómanna (greidd af útg.) — 121.021.00 Endurkræfur barnalífeyrir ......... — 323.838.00 Framlag sveitarfélaganna......... — 1.005.000.00 Hluti þeirra í hækkun lífeyris..... — 68.062.00 Samtals kr 3.521.536.00 Kringsjó vikunnar Messað í Akureyrarkirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn. Ferming. Sálmar nr. 372 — 590 — 594 — 648 — 591. P. S. Frá Sjálfsbjörg: Félagsvist verður að Bjargi föstudaginn 6. apríl kl. 8.30 e. h. — Skemmtinefndin. Frá Sálarrannsókrmfélaginu. Fundur verður í Landsbankasalnum mánudag- inn 9. apríl kl. 9 síðd. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir segir frá efni bókar Geraldine Cummings: Ævintýri ósýni- legs heims. — Stjórnin. 2850. — Sími kosningaskrifstofu Al- þýðubandalagsins er 2850. „Kattarslagurinn“ verður næstkom- andi sunnudag, ef veður leyfir. Slagn- um hefur tvívegis orðið að fresta, fyrst vegna veðurs og sl. sunnudag vegna tilmæla forráðamanna starfsfræðslu- dagsins. — Hestamannafélagið Léttir. Minningarspjöld Krabbameinsfélags- ins fást á Pósthúsinu. í REYKJAVÍK fæst Verkamaðurinn í lausasölu í Bókabúð KRON og Sölu- turninum í Austurstræti 18. í HÚSAVÍK er blaðið selt í Bóka- og blaðasölunni. Á AKUREYRI fæst blaðið í Bókabúð Rikku, Bjarnabúð, Borgarsölunni, Blaða- og sælgætissölunni, Söluturn- inum við Norðurgötu og benzínsölu Þórshamars. HEILLARÁÐ Vilji maður koma í veg fyrir að sítrónur skemmist, er ágœtt ráð að geyma þœr í hrísgrjónum. Hvar er nú aftur bletturinn? Þeg- ar þvottur er blautur orðinn, getur ver- ið tafsamt að finna ákveðna bletti, sem sérstaklega þarf að leggja sig fram um að ná úr. Einfalt ráð er að þrœða með hvítum tvinna kringum blettinn áður en fatið hejur verið bleytt. Finnst blett- urinn þá án leitar. Ábyrgðarmaður: Þorsteinn Jónatansson Föstudagur 30. marz 1962 Verkamaðurinn — (7

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.