Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 1
XLIX. ÁRG. 36. TBL. Föstudagur 27. október 1967 Þrír forsetar: Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands íslands, Hannes Baldvinsson, forseti 10. þings Al- þýðusambands Norðurlands, og Tryggvi Helgason, forseti sambandsins 1947 til 1967. Alþýðusamband Norð- urlands 20 dra flO. þiugr þess haldið á Siglufirði 11111 sl. helgri Tíunda þing Alþýðusambands Norðurlands var háð á Siglufirði dagana 21. og 22. þ. m. Þingfulltrúar voru 36 frá 12 félögum, en alls eru nú i sambandinu 19 félög með um 4230 félagsmenn. Einnig sat forseti A.S.l. þingið. — í þingsetningarrœðu minntist forseti, Tryggvi Helgason, þess, að 20 ár eru liðin frá stofnun sambandsins, en það var stofnað á Akureyri 17. maí 1947. Þingforsetar voru kjörnir Hannes Baldvinsson frá Siglu- firði og Jón Karlsson frá Sauðárkróki, en ritarar Angantýr Einarsson, Akureyri og Kolbeinn Friðbjarnarson, Siglufirði. í upphafi þingsetningarræðu minntist forseti nokkurra forvíg- ismanna úr verkalýðshreyfing- unni á Norðurlandi, sem látizt hafa frá því níunda þingið var háð. Þá minntist hann þess, að 20 ár eru liðin frá stofnu sambands ins, rakti aðdraganda þess, að þessi samtök voru sett á laggirn- ar og gat helztu verkefna, sem fengizt hefur verið við á þessutn tveim áratugum. Einnig benti hann á, að nú þyrfti e. t. v. að endurskoða stöðu fjórðungs- sambandanna vegna þeirra skipu lagsbreylinga, sem verið er að gera á heildarsamtökum verka- fólks. Að þingsetningu lokinni flulti forseti A.S.Í.. Hannihal Valdi- marsson, snjallt ávarp. í skýrslu um starfið frá því síðasta þing var háð gat forseti þeirra mála, sem sérstaklega hef- ur verið unnið að. Þar voru kjaramálin og atvinnumálin auðvitað efst á blaði, en einnig sagði forseti frá hagræðingar- deild þeirri, sem AN hefur sett á fót í félagi við Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri og Verkalýðsfélagið Einingu. Forstöðumaður deildarinnar, lvar Baldvinsson, mætti á þing- inu og flutti þar erindi. Ennfemur skýrði forseti frá byggingu orlofsheömilásina að Illugastöðum, sem byggt er á vegum sambandsins. Hafa 10 orlofshús þegar verið reist þar og undirbúin bygging 5 til við- bótar. Fimm félög voru tekin inn i sambandið í þingbyrjun: Verka- mannafélagið Fram á Sauðár- króki, Verkalýðsfélag Austur- Húnvetninga, Blönduósi. Verka- lýðsfélag Grýtubakkahrepps, Verkalýðsfélag Presthólahrepps og Bílstjórafélag Akureyrar. Jón Helgason las og kynnti reikninga sambandsins fyrir síð- ustu tvö ár. Þeir sýndu rúmlega 200 þúsund króna hreina eign við síðustu áramót og voru ein- róma samþykktir. A laugardagskvöld flutti svo Björn Jónsson mjög ýtarlega og fróðlega ræðu um kjaramálin, rakti gang þeirra mála að und- anförnu og síðan, hvernig þau mál stæðu í dag og þá ekki sízt með tillíti til frumvarps þess um Frú Alvís í leikhújinu Fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyrar á 51. leikári þess taka íslenzkt leikrit til sýninga á útmánuðum, en enn er ekki af- verður á sunnudagskvöldið. —- ráðið, hvaða leikrit verður fyrir Sýndur verður sakamálagaman- valinu. leikur, enskur að uppruna, eftir Jack Popplewell, en þýddur af Sigurði Kristjánssyni, fyrrv. for- manni L. A. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir, og er þetta 14. verkið, sem hún setur á svið fyr- ir L. A., en 15 ár eru síðan hún fyrst setti leik á svið fyrir félag- ið. Leikendur eru átta: Þórhalla Þorsteinsdóttir, Marinó Þor- steinsson, Þórey Aðalsteinsdótt- ir, Guðlaug Hermannsdóttir, Saga Jónsdóttir, Jón Kristins- son, Sæmundur Guðvinsson og efnahagsmál, sem nú liggur fyrir Alþingi. Hrakti Björn m. a. mjög skilmerkilega fullyrðingar Gylfa Þ. Gíslasonar þess efnis, að kaup máttur launa hefði stórukizt á stjórnarárum viðreisnarstjórn- arinnar. Benti Björn á, að sam- kvæmt þeim skýrslum, sem fyrir lægju og hvorki hefðu verið vé- fengdar af fulltrúum verkafólks né vinnuveitenda, þá væri kaup- máttur tímakaupsins nú hinn sami og hann hefði verið 1959, en það væri í rauninni minnk- aður kaupmáttur launa,því að nú væru dagvinnutímarnir færri. Einnig flutti Tryggvi Helga- son á laugardagskvöldið fram- Arni Valur Viggósson. Gísl Eftir áramótin hefjast æfingar á leiknum Gísl eftir Irann Brendan Behan. Leikstjóri verð- ur Eyvindur Erlendsson, sem ný- legalauk , leikstjórnarnámi í Sovétríkjunum með mjög lof- samlegum vitnisburðum. Þá er einnig ráðið, að Arnar Jónsson kemur norður og fer með aðal- hlutverkið. Þá hefur verið rætt um að söguræðu um atvinnumál í Norðurlandi. Frumvörpum til ályktana um bæði þessi mál var vísað til nefnda og annarrar umræðu. Á fundi á sunnudaginn voru síðan ályktanir um bæði þessi mál samþykktar einróma, einnig nokkrar fleiri tillögur, reglugerð fyrir orlofsheimilið og fjárhags- áætlun. Umræður um ýmis þessarra mála urðu fjörugar, einkum um kjaramálin, og var augljóst, að fyrir öllum fulltrúum var það mál málanna að launakjörin Framhald á bls. 8. Loks hefur félagið til athug- unar að setja barnaleikrit á svið í vetur. Aðalfundur Leikfélags Akureyrar var hald- inn fyrir nokkru og ný stjórn kjörin, þannig skipuð: Jón Kristinsson, formaður, Marinó Þorsteinsson, varaform., Sæmundur Guðvinsson, gjaldk. Kjartan Olafsson, ritari. Jarðpbngin í Stráhafjalli Síðastliðinn laugardag var lokið við að steypa veginn eftir jarðgöngum þeim, sem gerð hafa verið gegnum Strákafjall við Siglufjörð, og munu göng- in verða formlega opnuð til um- ferðar næstu daga. Þetta eru lengstu jarðgöng, sem gerð hafa verið vegna veg- arlagningar hér á landi og ger- breyting til hins betra í sam- göngumálum Siglufjarðar. Hér eftir verður Siglufjörður í veg- arsambandi mikinn hluta ársins, en hefur aðeins verið það yfir hásumarið. En verulega skortir á, að svo vel hafi verið gengið frá göng- um þessum, sem þarf. Aðeins hefur verið steypt hvelfing nokk- urs hluta þeirra, en á löngum köflum, þar sem ekki hefur verið steypt er sífellt grjóthrun. Vatns agi er mikill í berginu og því engin von til þess að hrunið stöðvist nokkurn tíma nema steypa eða stálþak verði sett til varnar. Þá er það Siglfirðingum mik- ið óhagræði að enn má heita veglaust að göngunum Siglu- fjarðarmegin. Er því líkast að gleymst hafi að gera þennan veg- arspotta, en væntanlega verður hið fyrsta bætt úr því. í GEGNUM FJALLID. — Fulltrúar 6 10. þing AN ó leið til Siglufjarðar. Fremstir ganga Jón Pólsson fró Dalvík, Björn Hermannsson og Tryggvi Helgason fró Akureyri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.