Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 2
--------- A sjónskífunni IDJA sendir mótmæli til Alþingis Á stjórnar og trúnaðarmannaráðsfundi í Iðju, félagi verksmiðjufólk á Akureyri, sem haldinn var í fyrri viku var eftirfarandi samþykkt gerð og samstundis send alþingi: „Stjórnar og trúnaðarmannaráðsfundur haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, þann 17. okt. 1967, mótmælir harðlega þeim harkalegu ráðstöfun- um, sem ríkisstjórnin hefur gert með því að afnema niðurgreiðslur á lífsnauðsynjar almennings, sem veld- ur því að þær stórhækka í verði til neitenda, án þess að launabætur komi í staðinn. Telur fundurinn að þessi ráðstöfun sé alger röskun á grundvelli þeim, er launasamningar almennt í land- inu hafa byggzt á um mörg undanfarin ár. Þessar ó- svífnu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru í alla staði ó- verjandi og þeim mup harkalegri, sem þær leggjast með ofurþunga á lægst launuðu stéttir þjóðfélagsins, sem sízt geta undir þeim risið, en munar sáralitlu fyrir þá tekjuháu og efnameiri í landinu. Hafi ríkisstjómin verið í þörf fyrir auknar tekjur í ríkiskassann, hefði hún að sjálfsögðu átt að ganga fast að skattsvikurum og öðrum þeim, er rakað hafa saman fé á dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Fundur- inn vill ennfremur benda á, að ráðstafanir þessar fela einnig í sér stórhækkuð útgjöld bæjar- og sveitarfélaga, sem koma fram í hækkuðum útsvarsgreiðslum almenn- ings þegar á næsta ári. Þar sem hér er um að ræða mestu og harkalegustu árás, sem gerð hefur verið á lífskjör almennings fyrr og síðar, skorar fundurinn á alla þá alþingismenn, sem nú sitja á löggjafarþingi þjóðarinnar að beita á- hrifum sínum til þess að sú fyrirætlun ríkisstjórnarinn- ar um lífskjaraskerðingu nái ekki fram að ganga.“ Barnaverndorfélags Akureyrar ILLA FÓR með útgerðina hjá sunnanmönnum, sem tóku vél- bátinn Ásmund GK 30 á leigu. Þeir komust að sömu niðurstöðu og ríkisstjórnin, að ábatasamara væri að gera út á brennivín en þorsk. í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er áætlaður 692.500.000 króna rekstrarhagnaður af á- fengis- <>g tóbakseinkasölunni, en í sanfa frumvarpi eru ýmsar skatttekjur af útgerð landsmanna áætlaðar samtals kr. 35.460.000. og í sama frumvarpi er gert ráð fyrir ýmsum geiðslum vegna sjávarútvegsins að upphæð alls 492.522.000 krónur. En þeim reikningsglöggu út- gerðarmönnum syðra hefur sézt yfir það, að enda þótt ríkið græði vel á brennivíni, genever og öðrum sterkum drykkjum, þá verða anzi mörg Ijón á veginum, ef einstáklingar ætla að gera sér hið sama að gróðavegi. Á Is- landi eru það aðeins ríkiskassinn og kassar fáeinna veitingahúsa, sem græða mega á hinum dýru veigum, öllum öðrum er ætlað að tapa á þeim. Og það er alveg sama, hverjir setzt hafa í ráðherrastólana, hvað miklir dýrkendur frjálsrar verzlunar, sem þangað hafa kom ið, þá hefur engum þeirra hug- kvæmzt að gefa verzlun með á- fengi frjálsa.Kannski heldur ekki við því að búast, að nokkur sá komist í ráðherrastól, sem er svo óábyrgur að hann vilji kippa ör- uggustu stoðinni undan rekstri ríkisbúsins. Ef við svo lítum aðeins alvar- legum augum á fjármálarekstur ríkisins, þá sjáum við hversu mikilvægar ríkinu eru brenni- vínstekjurnar. Þær nema miklu hærri upphæð en öll útgjöld rík- isins vegna aðalatvinnuvegsins. Og háa skatta tekur margur á sig að greiða með brennivíns- kaupum. En skyldi ekki geta far- ið svo eitthvert árið, þegar ráð- herrarnir verða í vandræðum með að finna upp nýjan skdtt, að þeim hugkvæmist að leggja nefskatt á þá, sem ekkert styrkja ríkið með brennivínskaupum. Það er aldrei að vita upp á hverju ráðherrar finna. SMYGL hefur lengi viðgengizt hér á landi og orðið stöku manni mikil gróðalind. En bí- ræfni þessarra Ásmundar-út- gerðarmanna sýnist hafa gengið út yfir öll takmörk. Þó að áfeng- issmygl í smáum stíl gangi fyrir sig, þá er ekki hægt annað en telja það fádæma heimskuflan að hyggjast smygla tugum tonna. Jafnvel þótt ekki hefði orðið uppskátt í upphafi, þá gat varla hjá því farið, að upp kæmu svik um síðir. BÆJ ARSTJ ÓRN ARMENIN af Akureyri voru í heimsókn hjá hæjarstjórn Reykjavíkur í þess- arri viku og komu bæjarstjóri og Reykjalín í útvarpið að segja fréttir. Þar sagði bæjarstjóri m. a., að fjárhagur bæjarins væri góður, þegar litið væri til lengri tíma. Þetta orðalag hefur ýms- um gengið illa að skilja. Kannski hefur maðurinn átt við það, að hagur bæjarins hafi verið góður einhverntíma fyrir mörgum ár- um síðan, og mun rétt vera. En ekki bendir margt til þess, að hagurinn sé góður í dag. Til þess að hægt væri að halda áfram að Jeggja götur í bænum varð að ieggja á nýtt gjald, og yfirdrátt- ur á hlaupareikningi bæjarins hjá Landsbankanum mun ekki í annan tíma hafa orðið hærri. Þá lét bæjarstjóri bara vel af atvinnuástandi. Kannski er það mannlegt að bera sig vel og virðingarvert að vila ekki, en atvinnuhorfur í Akureyrarbæ geta ekki talizt glæsilegar á þess- um haustnóttum. Það er næstum sama hvert litið er, alls staðar virðast horfur á samdrætti og jafnvel ástæða til að óttast að nokkur fyrirtæki, sem veitt hafa allmörgum atvinnu, gefist hrein- lega upp. Þannig hefur hlaðið t. d. heyrt, að fyrirtækið Möl og Sandur hafi sagt upp öllum sín- um starfsmönnum. Er orsök þess vafalaust að öðrum þræði sú, hve mjög byggingaframkvæmdir í bænum hafa minnkað. Þá hef- ur eftirvinna víðast verið felld niður og jafnvel þó að því sé ekki bót mælandi, að menn þurfi að vinna mikla aukavinnu, þá er sannleikurinn sá, að flestum hef- ur verið nauðugur einn kostur að vinna þá aukavinnu, sem boðizt hefur, til að geta séð sér og sínum farborða. í SÍÐASTA BLAÐI var að því vikið hér á síðunni, að hlutverki Sósíalistaflokksins í íslenzkum stjórnmálum væri lokið og ekki væri lengur hægt að ræða um þau samtök sem stjórnmála- flokk. I gær var blaðinu skýrt frá því, að formaður Sósíalista- flokksins, Einar Olgeirsson, hafi verið á Akureyri um síðustu helgi og hefði hann þá sagt, að hann teldi, að á þingi Sósíalista- flokksins næsta ár ætti að sam- þykkja að leggja hann niður. Verkamaðurinn fagnar þess- ari frétt. Það er alltof mikið gert að því í okkar landi að halda lifandi að nafninu til félögum og samtökum, sem lokið hafa sínu hlutverki, en árangur af slíku verður aðeins sá, að sóa starfs- kröftum, sem annars staðar gætu orðið að góðu liði. I umræddu tilfelli hefur Al- þýðubandalagið tekið við starfi Sósíalistaflokksins, og hefði nú þegar átt að vera búið að ganga frá þeim formsatriðum að Al- þýðubandalagið tæki einnig við málgagni Sósíalistaflokksins og flokkurinn hætti störfum. Til- vera hans og starfsemi nú er að- eins til ruglings og sóun starfs- krafta. Minjasafnið er opið ó sunnudögum kl. 2—4 e. H. Tekið ó móti skóla- fólki ó öðrum tímum eftir samkomu- lagi. Sími safnsins 1-11-62, sími safnvarðar 1-12-72. Amtsbókasafnið er opið alla virka daga kl. 2—7 e. h. GÓÐIR Akureyringar! Næsta laugardag er fyrsti vetrardagur, árlegur fjáröflunardagur barna- verndarfélaga um land allt. Síð- degis þann dag munu börn knýja dyra hjá ykkur og bjóða bókina Sólhvörf og merki dagsins. — (Bókin mun þó eitthvað seld dagana á undan). Undanfarin ár hafa þessir ungu sendiboðar mætt mikilli velvild, og bæjar- búar hafa fúslega lagt fram mik- inn skerf til góðs málefnis. Um leið og við þökkum þessa lið- semd ykkar, vonum við að þið sýnið sömu fórnarluna og höfð- ingsskap þetta sinnið. Mörgum hefur fundizt mikill fengur að barnabókinni Sól- hvörf og þar var fundið gott lestrarefni fyrir hina ungu. I ár hefir Indriði Ulfsson skólastjóri annast efnissöfnun í bókina, og er það næg trygging fyrir því, að vel sé valið. I bókina skrifa ýmis, sem lagið er að ná eyrum barnanna og veita þeim hollt veganesti. Oft hafa færri fengið hókina en vildu. Störf Barnaverndarfélags Ak- ureyrar er óþarft að kynna. Það hefir um árabil starfrækt leik- skólann Iðavöll, og margir eru þeir orðnir, sem af eigin raun hafa kynnzt því hversu mikil- vægu hlutverki sú stofnun gegnir í bæ okkar. Með framlagi ykkar, lesendur góðir, hjálpið þið til þess, að svo megi áfram verða. Guð gefi ykkur góðan vetur. F. h. Barnaverndarfél. Akureyrar BIRGIR SNÆBJÖRNSSON. NÆRFATNADOR! ULLARNÆRFÖT ísl. og erlend SÍÐAR BUXUR 1/2 ERMA SKYRTUR Settið kr. 100.00 HERRADEILD 2) Verkamaðurinn Föstudagur 27. október 1967

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.