Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 7
Aðalfundur Rœktunarfélags Norðurlands var haldinn að Hótel KEA á Ak- ureyri þ. 20. okt. sl. Á fundinum mættu, auk stjórnar félagsins, fulitrúar frá öllum sýslum fé- lagssvæðisins, en það nær yfir allt Norðurland frá N.-Þingeyj- arsýslu til V.-Húnavatnssýslu að báðum meðtöldum, eða 6 sýsl- ur. Auk þessara fulltrúa mættu fulltrúar frá Æfifélagadeild Ræktunarfélagsins á Akureyri svo og nokkrir ráðunautar og til- raunastjórar á sviði landbúnað- arins. Formaður félagsins, Steindór Steindórsson yfirkennari, setti fundinn og stjórnaði honum og bauð alla fulltrúa og fundargesti velkomna. Síðan ræddi hann um ýms mál varðandi starf Ræktun- arfélags Norðurlands í nútíð og framtíð. Að þessu loknu skýrði formaður frá, að félaginu hefði nýlega borist mikilvæg gjöf sem er alfræðiorðabókin Encylopa- edia Britannica í 24 bindum, var gefandinn hið enska útgáfu- fyrirtæki sjálft. I tilefni af þessu samþykkti fundurinn svohljóð- andi ályktun: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands, haldinn 20. októ- ber 1967, þakkar útgáfufélagi Encylopaedia Britannica þann höfðingsskap og vinsemd, er það sýndi R. N. með því að færa því alfræðiorðabókina að gjöf. Vænt ir fundurinn þess, að þetta megi verða stofn að vísindalegu hand- bókasafni, sem ómetanlegt er slíkri stofnun.“ Framkvæmdastjóri Rf. Norð- urlands, Jóhannes Sigvaldason, lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 1966, en það voru bæði reikningar félagsins sjálfs svo og reikningar Rannsóknar- stofu Norðurlands. Reikning- arnir sýndu rekstrarafgang hjá Ræktunarfélaginu, er nam kr. 33.592.50, en hins vegar varð rekstrarhalli hjá Rannsóknastof- unni kr. 109.005.26. Þessu næst flutti Jóhannes Sigvaldason greinagóða skýrslu um störf og rekstur Rannsóknastofunnar á árinu 1966. Skýrsla þessi bar með sér, að haustið 1965 höfðu borist alls 1780 jarðvegssýni úr öllum sýslum fjórðungsins nema V.-Húnavatnssýslu. Hafin var efnagreining þeirra í janúar 1966 og því lokið um miðjan apríl það ár. Niðurstöður voru sendar búnaðarsamböndunum, sem önnuðust frekari dreifingu, fyrir apríllok. Sumarið 1966 var unnið á rannsóknastofunni við ákvarð- anir á brennisteini, kalsíum o. fl. í jarðvegi. Auk þessa voru fram- kvæmdar tilraunir með brenni- steinsáburð úti á túnum hjá nokkrum bændum í Eyjaíirði og í S.-Þingeyjarsýslu. Niður- stöður þessara tilrauna birtust í 63. árg. Ársrits Rf. N1., en þær sýna m. a. að áberandi brenni- steinsskortur var á þeim svæð- um, þar sem tilraunirnar voru framkvæmdar. Haustið 1966 bárust ca. 2.150 jarðvegssýni, til rannsóknastof- unnar, af félagssvæðinu og hófst efnagreining þeirra í desember- byrjun. Á fundinum flutti Árni Jóns- son tilraunastjóri á Akureyri fróðlegt og athyglisvert erindi um KAL, og kom hann víða við. Hann benti á, að svo virtist sem kal í túnum væri vaxandi nú á síðari árum og væri mikil nauð- syn á að rannsóknir væru stór- auknar á þessu sviði. En jafn- hliða væri nauðsyn á að bændur væru ávallt við því búnir að geta tekið þessi kalsvæði, strax og kalskemmdanna yrði vart, og sá í þau fræi einærra fóðurjurta, er gætu gefið nokkra uppskeru á sama ári. Mál þetta var mikið rætt af fundarmönnum. Fundarstjóri benti á, að á að- alfundi Rf. Nl. árið 1966 hefði verið gerð ályktun í þessu máli, er var svohljóðandi: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands, haldinn á Akur- eyri 29. júní 1966, lítur svo á að kal í túnum sé eitt alvarlegasta vandamál, sem að íslenzkum landbúnaði steðjar og að reynsla undanfarinna ára hafi sýnt að engin önnur áföll valdi meira og tíðara fjárhagstjóni. Fundurinn bendir á að rann- sóknir á eðli kalsins og ástæðum hljóti að verða svo umfangsmikl ar og margþættar, að nauðsyn sé að einn eða fleiri sérfræðing- ar geti helgað sig þeim eingöngu. Hann beinir því þeirri eindregnu áskorun til stjórnar Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins að hún feli þessar rannsóknir nú þegar sérstökum sérfræðingi, og verði hann staðsettur þar sem aðstæður geta orðið sem beztar, bæði með tilliti til rannsókna og tilrauna á kalsvæðunum sjálfum og vinnu á rannsóknastofum. Fundurinn beinir þeirri ósk til fj árveitingavaldsins að það geri Rannsóknarstofnun land- búnaðarins þetta fært með því að auka fjármagn til hennar eða veita sérfj árveitingu til kalrann- sókna.“ Þessu næst ræddi fundurinn um möguleika fyrir því að ráð- inn væri til starfa hagfræðiráðu- nautur fyrir félagssvæði Rf. Nl., og í því efni var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að fela stjórn félagsins að kynna sér möguleika á ráðningu hagfræði- ráðunauts, er starfi á félags- svæðinu og senda tillögur sínar varðandi málið til búnaðarsam- bandanna fyrir næsta aðalfund þeirra.“ Að lokum ræddi Þórarinn KULDASKÓR LEÐURVÖRUR H.F. Strandgötu 5 Sími 12794 TEAK í 0 RVALI Hagstæfrt verð. PÓSTHÓLF 246 . SlMI (96)21300 . AKUREYRI MEGRUHARKEX UROKKBRAUD KREMKEX NÝLENDUVÖRUDEILD HROSSAKJOT df niísldtraðu 1 HEILUM OG HÁLFUM SKROKKUM. kr. 33.00 pr. kg. í FRAMPÖRTUM, kr. 30.00 pr. kg. í LÆRUM, kr. 37.00 pr. kg. SALTAÐ: Vs tn. kr. 750.00; '/4 tn. kr. 1.450.00 og U> tn. kr. 2.850.00. Sævar Hallgrímsson, Goðabyggð 18 Sími 1-28-68 Auglýsið í Verkamanninum Haraldsson um nauðsyn á að aukin yrði laxa- og silungsrækt í ám og vötnum hér á félagssvæð inu með það fyrir augum, að veiðarnar gætu þá orðið veiga- meiri og almennari búgrein fyr- ir sveitirnar heldur en nú er. Mál þetta var mikið rætt og með áhuga fyrir að hægt yrði uð hefja framkvæmdir hið fyrsta í þessu efni. — Að umræðum loknum var samþykkt svohljóð- andi tillaga: „Aðalfundur Rf. Nl. 1967 lel- ur mikla nauðsyn á að hér norðanlands yrði stofnuð og starfrækt klak- og eldisstöð fyrír silung og lax í líkingu við þá, sem nú er starfrækt í Kollafirði. Fundurinn felur stjórn Rf. Nl. að leita eftir samstöðu sýslufé- iaga, búnaðarsambanda, fiski- ræktarfélaga og einstaklinga í Norðlendingafjórðungi um fram kvæmd málsins.“ Fleiri mál reyndist ekki, tím- ans vegna, fært að taka til um- ræðu. Stjórn Ræktunarfélags Norð- urlands skipa nú: Steindór Steindórsson, formaður. Jóhannes Sigvaldason, framkvæmdastjóri og Jónas Kristjánsson, rneðstjórnandi. Messoð [ Akureyrarkirkju kl. 2 e.h. á sunnudaginn kemur. (450 ára minning siðabótarinnar) . Sálmar nr. 518 - 24 - 413 - 419 - 203. P. S. Frá Sjálfsbjörg. Spilað verð- |yj ur á Bjargi, Hvannavöllum 10, laugardaginn 28. okt. 'OIÍWj k| g 3o e. h. Góð verð- laun. - Músik á eftir. - Verið dug- leg að mæta. — Nefndin. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur fund föstudaginn 27. okt. kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. — Mætið vel og takið kaffi með. Stjórnin. Hjartanlega þakkar Kvennadeild Slysavarnafélagsins öllum bæjar- búum fyrir góðan stuðning og hjálp við hlutaveltu félagsins síðastliðinn sunnudag. - Nefndin. Aðalfundur Alþýðubandalagsins, Akureyri, verður í Alþýðuhúsinu mánudagskvöldið 30. október kl. 8.30. Skemmtisamkoma á vegum Alþýðu- bandalagsins verður í Alþýðu- húsinu laugardagskvöldið 4. nóv. Þar verða að nokkru sömu skemmtiatriði og voru á kjör- dæmishátíðinni í Skúlagarði í sumar, en fleiri bætast við, m. a. syngur Tónakvartettinn frá Húsa- vík. Föstudagur 27. október 1967 Verkamcðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.