Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 6
skautasvæðið á Frá aðalfundi Skautafélags Akureyrar sem ráðist verði í að byggja hér Framh. af hls. 5. ingagerðum um leiguna, svo hefja mætti framkvæmdir. En nú var komið nýtt hljóð í strokk- inn hjá Kísiliðju-mönnum, og færðust þeir nú undan að semja á fyrri grundvelli. Nú vildu þeir blanda saman í lóðasamningana væntanlegum hluta Húsavíkur- bæjar í skatttekjum sölufélagsins og af vörugjöldum. Um síðir tókst samkomulag um að leiga á 10 árum stæði að mestu undir fjármagnskostnaði lána til 15 ára, sem næmu 60% framkvæmdakostnaðar, en 40% ríkisframlag yrði greitt í byrjun framkvæmda. Einnig var í sam- komulaginu ákvæði um breyt- ingu á leigu ef lánin yrðu geng- istryggð eða vísitölubundin, og ennfremur ef framkvæmdakostn- aður yrði hærri en áætlað var myndi leigan hækka að hluta. Þá lofaði Húsavíkurbær að vörugjöld af kísilgúr yrðu ætíð í lægsta gjaldflokki. En því var hafnað að taka með í reikning- inn væntanlegar skatttekjur við ákvörðun leigunnar, enda lá ekkert fyrir um það, hvað hlut- ur Húsavíkur yrði stór í þeitn. Megin röksemdir samninga- manna Húsavíkurbæjar, undir forustu fyrrv. bæjarstjóra, gegn því að blanda saman vörugjöld- um og skatttekjum í samningum um lóðaleigu, voru þær, að nauð synlegt yrði að gera kostnaðar- sama uppfyllingu að hafnar- garðinum, að utan, og jafnvel að breikka hann vegna stöðugr- ar útskipunar kísilsins í öllum veðrum. Einnig það að vegna stóraukinnar umferðar þungra ökutækj a við aðflutning kí$il- ins yrði að leggja nýja og trausta götu gegnum bæinn og fram á höfðann, sem kosta mundi milljónir króna. Báðar þessar framkvæmdir gætu beðið um árabil, ef ekki kæmi til starf- semi Kísiliðjunnar. Var þetta mjög í samræmi við þær óskir, sem fram höfðu komið frá aðil- um Kísiliðjunnar h.f., bæði ís- lenzkum og amerískum, en það kom glöggt fram í öllum samn- ingunum, að íslendingar þurftu að fá samþykki þeirra amerísku jafnharðan á gerðum sínum, og heitir nú undirgefni tækniað- stoð, á fínu máli, í samskiptum við Johns Mansville. Eitt fyrsta verk núverandi bæjarstjóra átti að vera að ganga frá, á lögfræðilegan hátt, þessum samningum við Kísiliðj- una og hefja síðan framkvæmdir að þeim loknum og fengnu fjár- i magni. Ætla mætti að mál þetta (• hefði verið auðsótt og létt á \ örmum, en það var fjarri því og 1 öðru nær. Samningagerð hefur J engin orðið, framkvæmdir hafn- i ar með vísitölutryggðum lánum í til 9 ára fyrir öllu framkvæmda- ? fénu, þótt leigan hafi verið mið- i uð við 60% lán til 15 ára og auk f þess greiðslu 40% ríkisframlags , 6) Verkamaðurinn við byrjun framkvæmda. Nú geta allir séð, hvernig þessi endemis ráðsmennska blasir við, og hverjar efndir ríkisvaldsins eru í þessu máli, og þá ekki síð- ur, hvernig snillingunum í nú- verandi bæjarstjórnarmeirihluta hefur til tekizt. Mennirnir, sem hrósuðu sér af að vera innundir hjá ríkisvaldinu, og básúnuðu það út um síðustu bæjarstjórn- arkosningar hvílíkt happ það yrði að gera slíkt einmuna lið að leiðarljósum bæjarins. Húsvíkingar spyrja nú, hvort þeir, sem skattborgarar, eigi að greiða með þessum framkvæmd- um og hvort afleiðingin verði til þess að herða svo að fjárhag hafnarinnar, að ekki verði mögulegt að ráðast í frekari hafnarframkvæmdir um árabil. Það hlýtur að vekja furðu það fyrirhyggjuleysi bæjar- stjóra, sem vökumanns bæjar- stjórnarmeirihlutans og lögfræð- ings hans, að láta hlunnfara sig svo í þágu erlends auðhrings. Húsvíkingar hljóta að krefj- ast þess að málin verði lögð ljóst fyrir, og þeir fái að vita, hvernig staðið er að málum þeirra. Menn verða t. d. að vita hvort væntanleg leiga nemur að- eins um helming af þeim árlega kostnaði, sem bærinn þarf að inna af hendi vegna þess fjár- magns sem fór í Kísilskemmu- uppfyllinguna eða hvort leigan hefur verið endurskoðuð í sam- ræmi við aukinn fjármagns- kostnað. Einhver hula er yfir þessum hlutum, sem ekki spáir góðu. Ath.: Orðið fjármagnskostn- aður, sem notað er í greininni, er samheiti það, sem Seðlabank- inn notar yfir vexti og afborg- anir. Vélfrysta dagskrá Aðalfundur Skautafélags Ak- ureyrar var haldinn 9. okt. sl. í Iþróttahúsinu, Akureyri. Kom þar fram, að starfið sl. ár var með öflugasta móti og má þar minna á, að skautamenn frá Reykjavík komu í heimsókn og kepptu hér í „íshockey‘ og var það í fyrsta sinn að slík keppni fer fram við utanbæjarlið. I tilefni af heimsókn þessari gaf Sjóvá, Akureyri, veglega bik- ara til bæjakeppni í „íshockey“ milli Akureyrar og Reykjavíkur. Samþykkti aðalfundurinn þakk- ir til Sjóvá fyrir gjöf þessa og lét í ljós þá von, að keppni um grip- inn gæti hafist sem fyrst, jafn- vel á því starfsári, sem nú er að hefjast. Aðalviðfangsefni aðalfundar- ins voru lagabreytingar í sam- ræmi við þær fyrirætlanir félags- ins að útvíkka starfsemi sína, þannig að félögum gefist kostur á að stunda fleiri íþróttagreinar en skautaiðkanir. Er þá um leið gert ráð fyrir, að sérstakt skauta- ráð taki til starfa innan vébanda I.B.A. á næsta starfstímabili, í samræmi við samþykktir síðasta ársþings I.B.A., og mun það þá eðlilega yfirtaka að miklu leyti þau mál, sem sérstaklega varða skutaiðkanir. Er það í samræmi við skipulag íþróttahreyfingar- innar í landinu í heild. Má í því sambandi minna á vélfryst skautasvæði, sem al- mennur áhugi virðist fyrir að verði næsta íþróttamannvirki, á Akureyri, þegar lokið er nú byggingu skíðalyfLunnar í Hlíð- arfjalli. 1 stjórn Skautafélagsins næsta tímabil voru kosnir: Ingólfur Ármannsson, formaður, Björn Baldursson, aðstoðarformaður, Kristján Ármannsson, ritari, Vilhelm Agústsson, gjaldkeri og Orn Indriðason, spjaldskrárrit- ari. Ilísitölytrjiigiiu... Framhald aj 4. síðu. Væru slíkar leiðir farnar undanbragðalaust, telur þingið, að fyllilega yrði unnt að halda lífskjörum ó- } skertum og bæta þau, samfara aukinni verðmæta- sköpun atvinnuveganna. Þingið hafnar því algerlega þeirri kjaraskerðingarleið, sem nú virðist eina úrræði stjórnarvalda og telur það skyldu verkalýðshreyfingar- innar að berjast gegn henni og hindra framgang henn- ar með öllu því afli, sem samtökin ráða yfir. Hugsan- legri samþykkt framlagðs frumvarps um efnahagsað- gerðir telur þingið, að samtökum launafólks heri að svara með tafarlausum launahækkunum, sem á hverj- um tíma jafni kjaraskerðinguna að fullu. Felur þingið stjórn Alþýðusamhands Norðurlands að fylgjast nákvæmlega með fyrirhuguðum samninga- viðræðum A.S.I. og ríkisstjórnarinnar og að samræma aðgerðir verkalýðsfélaganna á Norðurlandi, ef við- unanleg lausn fæst ekki í þeim viðræðum. Þá lýsir þingið yfir þeirri skoðun sinni, að náist slík lausn ekki hljóti vinnustéttirnar að knýja fram gerhreytta efnahagsstefnu, sem taki fullt tillit til hags- muna þeirra. SKKANING ATVINNULAUSRA KARLA OG KVENNA fer fram lögum samkvœmt dagana 1., 2. og 3. nóv. n. k. í Vinnurniðlunarskrifstofu Akureyrar í Strandgötu 7, //. hœð. Akureyri, 20. október 1967. VINNUMIÐLUN AKUREYRAR Sírnar 1-11-69 og 1-12-14 :: \ \ ) TILKYNNING TIL VERKAFÓLKS OG ATVINNUREKENDA Þar sern útlit er fyrir ófullnægjandi atvinnu verkafólks á félagssvæði Verkalýðsfélagsins Einingar mun félagið meðan svo stendur á, beita til fulls forgangsréttarákvæðum, sem í gildi eru samkvæmt samningum við atvinnurekendur. — Eru atvinnurekendur því varaðir við að ráða til sín verka- fólk, sem ekki nýtur forgangsréttar samkvæmt sanmingum og er lagt fyrir alla trúnaðarmenn félagsins á vinnustöðuin að tilkynna skrifstofu félagsins, ef út af því er brugðið. — Verkfólk, sem enn stendur utan félagsins, en á rélt á að gerast félagar er eindregið hvatt til að ganga frá félagsréttindum sínum svo að komizt verði hjá óþægindum. Verkalýðsfélagið Eining. NAMSKEIÐ í vinnnrannsóknum fyrir trúnaðarmenn verkalýðs- og vinnuveitenda i VINNU- RANNSÓKNAMÁLUM verður haldið á Akureyri dagana 6.—18. nóv. n. k. Þetta verður heilsdagsnámskeið, sem mið- ast við að gera þátttakendum kleift að skilja og meta vinnu- rannsóknagögn og gera smanburðarathuganir. Umsóknarfrestur er til 1. nóv. n. k. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar lælur í lé Ivar Raldvinsson, hagræðingarráðunautur, Skrifstofu verkalýðs- félaganna, Strandgötu 7, Akureyri (sími: 1-15-03 og 2-15-20). iðnaðarmAlastofnun íslands Skipholti 37, Reykjavík — Sími 8-15-33/34 Föstudagur 27. október 1967

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.