Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 27.10.1967, Blaðsíða 3
■' BLAÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS t NORÐURLANDSKJÖRDÆMI SJI • EYSTRA KITSTJÓRI og abyrgðarm. þorsteinn jonatansson PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. Skattheimta Skaltsvik hafa lengi verið landlægur sjúkdómur hér á landi, og þó er sýki þessi vafalaust ekki einangruð hér, heldur mun hún hafa stungið sér niður um allar jarðir. Talsmenn neyzluskatta bera skattsvikin mjög fyrir sig sem rök til þess, að beinir skattar séu lækkaðir, segja þeir, að eftir því sem beinu skattarnir séu lægri verði hvötin til undandráttar við framtal minni og jafnvel þó að einhverju verði áfram stolið undan, þá komi það minna að sök, ef skattarnir á það hefðu hvort eð væri verið lágir. En með því að innheimta skattana sefn neyzluskatta, þá komast engir hjá því að greiða, segja þessir vísu menn. Og rétt er það. Neyzluskattana greiða allir, enginn kemst hjá því. En það er ekki nóg, að skatlar séu greiddir, þeir þurfa líka að komast til skila á rétta staði. Sé skattur greiddur, en einhver milliliður stelur honum síðan áður en greiðslan kemsl í hendur hæjar eða ríkis, þá er verr farið en þó að enginn skatturinn iiefði verið greiddur. Talsmenn neyzluskattanna gleyma því nefnilega oft í ákafa sínum við að berja niður heinu skattana, að á milli greiðenda neyzluskattanna og skatthirzlunnar eru ýmsar smugur, sem greiðslurnar geta stöðvast í. Það hefur alla tíð verið vitað, að stór Jiluti af sölu- skattinum hefur glatast í meðíörum. Tilhneigingin til skattsvika er alveg eins og ekki síður til staðar hjá þeim, sem innheimta eiga söluskattinn fyrir ríkið, og þessi tilhneyging hefur vaxið við hverja liækkun skatts- ins. Hver króna, sem smásali svíkur undan framtali færir honum nú í vasann ekki aðeins álagningarpró- sentu lians, heldur einnig söluskattinn, og það er fljótt að safnast í álitlega upphæð, ef mikið „gleymist“, þeg- ar fram er talið. Þess er skemmst að minnast, að fyrirtæki í Reykja- vík var dæmt fyrir að haia skotið 10.2 millj. króna af framtalsskyldi sölu undan og þar með stolið um 700 þúsundum króna af innheimtum söluskatti. Lúðvík Jósefsson upplýsli í útvarpsumræðum fyrra fimmtu- dag, að annað fyrirtæki í Reykjavík biði dóms, kært fyrir að hafa stolið 7 milljónum króna af söluskalli. Eftir því ætti það að hafa stolið undan framtali yfir 100 milljónum króna. En þóll þannig náisl fyrir svikin hjá einu og einu fyrirtæki, þá sleppur meirihlutinn. Ástandið með innheimtu neyzluskattanna virðist því sízt hetra en með hina beinu skatta. En möguleikar eiga að vera fyrir hendi til nokkurr- ar leiðréttingar í háðum tilvikum. Beinu skattarnir rnyndu væntanlega innheimtast eitthvað hetur, ef staðgreiðslu skatta yrði komið á, Vinnuronnsóknandmskeið INSÍ Fyrsto ndimtieiöli tialdiö i Ib. Á sl. vetri hófst nýr þáttur í fræðslustarfsemi Iðnaðarmála- stofnunar Islands. Var hér um að ræða reglubundið námskeiða hald í vinnurannsóknum fyrir trúnaðarmenn verkalýðs og vinnuveitenda og eftir atvikum aðra, sem öðlast vilja kynni af vinnurannsóknatækni. I vetur hefur verið ákveðið að halda þrjú slík námskeið, og verður hið fyrsta haldið á Akur- eyri dagana 6.—18. nóv., en hin tvö síðari í Reykjavík, dagana 27. nóv. tii 9. des. og 12. lil 24. febrúar. Námskeiðin eru haidin á grundvelli samkomulags milli Alþýðusambands íslands, Fé- lags ísl. iðnrekenda, Vinnumála- sambands sainvinnufélaganna og Vinnuveitendsambands íslands, um leiðbeiningar um undirbún- ing og framkvæmd vinnurann- sókna, en samkomulag þetta var gert í desember 1965. Það hefur farið í vöxt, að vinnurannsóknir séu hagnýttar í íslenzku atvinnu- iífi, en markmið þeirra er, eins og segir í áðurnefndu samkomu- lagi, „að koma í veg fyrir óþarfa tímatap og finna hinar beztu vinnuaðferðir, jafnframt því, að mynda réttlátan grundvöll fyrir launaákvarðanir“. Þar segir einnig, „að vinnurannsóknir séu nytsamlegt og hentugt hjálpar- tæki til að bæta samstarfið um vinnutilhögun, vinnuaðferðir og launaákvarðanir, þegar vinnu- I kaffihléi ó sunnudaginn skcmmti Lúðrasveit Siglufjarðar fulltrúum ó þingi AN með leik sinum, og frú Silke Oskarsson söng nokkur lög með hljómsveitinni við mikla hrifninguviðstoddra. en núverandi fyrirkomulag lagt til hliðar. Einnig rnyndi slík innheimta koma sér betur fyrir flesta greið- endur. Innheimtu .söluskattsins þyrfti ekki síður að hreyta og þá þannig, að henni yrði komið á færri hendur og þangað sem auðveldara væri um eftirlit. Með innflutt- ar vörur ætti breytingin að vera mjög einíöld, skattinn á að innheimta af þeim við tollafgreiðslu, og þá á ekkert að fara á milli mála. Af innlendum framleiðslu- vörum ætti á sama hátt að innheimta skattinn um leið og vörurnar fara frá framleiðanda. Þar á að vera auð- veldara um eftirlit en hjá smásölunum. Með þessu fyrirkomulagi yrði sennilega að fella niður söluskatt af einhverjum greinum þjónustu, en í sama stað ætti að korna hæði fyrir ríkið og skattborg- arana, þó að skatturinn yrði eitthvað örlítið hækkaður almennt til að mæta því, sem niður íelli af skattstofn- inum. Heildarupphæðin gæti verið óbreytt. Enda mun líka reyndin sú, að skatturinn af ýmissi þjónustu hefur innheimzt verr en af nokkru öðru. Þessar og fleiri breytingar á skattheimtunni verður að gera. Það er með öllu ófært og óþolandi, að þeir, sem ekki vilja eða ekki hafa neina aðstöðu til að svíkja undan skatti, þurfi stöðugt að líða, og það stórkost- lega, fyrir syndir annarra. Bætt skattheimta gæti líka orðið til þess, að eitt ár liði án þess að ráðherrar þyrftu að vera andvaka við að finna upp nýja skatta. ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Föstudagur 27. október 1967 rannsóknir eru frainkvæindar og notaðar á réttan liátt“. Er í samkomulaginu beinlínis gert ráð fyrir því, að trúnaðarmönn- um starfsmanna í fyrirtækinu þar sem taka á upp vinnurann- sóknir, sé séð fyrir fræðslu og hagnýtri þjálfun, sem þörf er á til að skiija og meta vinnurann- sóknagögn og gera samanburð- arathuganir, en yfirferð nám- skeiðanna miðast við það. Þessi námskeið eru tveggja vikna heildagsnámskeið og þátt- taka takmörkuð við 16 manns hverju sinni. í lok hvers nám- skeiðs fá þátttakendur skírteini um þátttöku sína. Kennarar eru hagræðingarráðunautar sam- taka vinnumarkaðsins, en þeir hafa öðlast sérstök kennararétt- indi í vinnurannsóknum við Statens Teknologiske Institutt í Osló, sem hefur hliðstætt nára- skeiðahald með höndum í Noregi. Kennarar á fyrsta nám- skeiðinu, sem haidið verður á Akureyri, verða hagræðingar- ráðunaular frá Skrifstofu verka- lýðsfélaganna á Akureyri, Vinnu veitendasambandi íslands, Söiu- iniðstöð hraðfrystihúsanna og Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna. Væntanlegir umsækj- endur geta fengið nánari upp- lýsingar og umsóknareyðublöð hjá Iðnaðarmálastofnun íslands, Reykjavík og Ivari Baidvinssyni hagræðingarráðunaut, Skrif- stofu verkalýðsfélaganna á Akur- (Fréttatilkynning frá IMSÍ). ÁTTHAGAFJÖTRAR Ríkisstjórnin gerði tillögu um það í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1966 að taka upp farmiðaskatt, 1500 krónur á seldan farmiða. Gert var ráð fyrir, að skattur þessi færði ríkissjóði 25 millj. króna í tekjur. Frá þessari ráðagerð var þá horfið vegna andstöðu lands- manna við skattinn. Þess í stað var tekinn upp gjaldeyrisskattur, sem nú er ætlað að gefi 38 millj. króna tekjur í ríkissjóð á næsta ári. Farmiðaskatturinn er nú tek- inn upp á ný og nú 3000 krónur á seldan farmiða. Þessir tveir skattar af ferðalöguin Islendinga til annarra landa munu því færa ríkissjóði um 100 milljónir króna á næsta ári vegna þess að horfið var frá skattinum í des- einber 1965 í staðinn fyrir 30 milljónir króna, eins og þá var slefnt að. Til eru búhyggindi hjá ríkisstjórninni, þó að venjulega fari lítið fyrir þeim. En hundrað milljóna skattur á ferðir þeirra, er út úr landinu fara, nálgast átthagafjötra. , (Halldór Sigurðsson í út- varpsumræðum á Aiþingi). Verkamaðurinn (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.