Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 67

Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 67
227 Hvort þá mundi velkominn hann vera? Við mun liggja’, að hann það kaupi dýrt. Hann með sínum heiðna trú nam bera, Hitt er kristið allt og þegar skírt. Trúlíf nístir nýtt Ást sem ógras títt Sið með breyttum svo til ills fær stýrt. Ver með dætrum værum sefur blundi, Vakir að eins móðir, allt er hljótt. Hugul gesti hún þá fagna mundi, Hann í skrautherbergi leiddi fljótt; Mæt bar menjaskorð Mat og vín á borð; Að því búnu bauð hún góða nótt. Hvergi samt hann sinnti vistum góðum, Snæðing íirðist hann og veigar með; Lysting sú var fjærri ferðamóðum, Fleygðist óafklæddur hann á beð. Blund svo fjekk hann fest, Fáránlegan gest Þá að opnum ranni bera rjeð. kaup sitt, en á meðan rankar hún við sjer og lætur uppi hið sanna. Engu að síður sameinast þau í ást og jafnframt dauða, því fyrir teikn þau, er þau skiptast, einkum hárlokkinn, sem hann gefur henni, er hann dæmdur á vald undirheimaguðanna og bráðfeigur. Þá kemur móðirin að þeim, og veitir þá vofan henni þungar átölur og særir hana, að hún brenni jarðneskar leifar þeirra elskendanna eptir fornum sið, svo þeim veitist friður og henni sjer- staklega, því á henni hvíli sá dómur guðanna, að annars verði hún að ganga sem blóðsjúgandi vofa (Vampyr) frá einum ungum manni til ann- ars, og deyða hvern af öðrum. Með þessum hætti, að guðirnir fyrir munn vofunnar þvinga móðurina til að veita brúði og brúðguma heiðna útför, vinna þeir í þessu máli sigur, og sálir elskendanna hverfa til hins forna goðheims. Skáldið hefir sett sig á sjónarmið hinnar glæsilegu, lífs- glöðu forngrisku trúar, sem verður að hverfa fyrir kristindóminum með öll- um hans hryggðarblæ og krossfestingu holdsins, og i þeim anda eru mót- mælin gegn honum svo skörp. Kvæðið er þess eðlis, að svo hlaut að vera, og ber þess vel að gæta, ef það á að verða rjett skilið. Stgr. Th. 15*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.