Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Side 46

Eimreiðin - 01.01.1898, Side 46
46 miklu fjölmennara. Það er ekki einungis það, að hverju sálar- ástandi er lýst með þeirri gætni, sem hver menntuð kona hefur mætur á, en það er einkum hún, sem hann lýsir, hennar máli, sem hann talar. Eins og svo má að orði kveða, að mæla megi æðri-menntun hverrar þjóðar á því, hve mörg forte-píanó leikið er á í landinu, þannig má og mæla æðri ábyrgðartilfinningu þjóð- anna á því, hvernig konunum líður á heimilunum. I hans rólegu, óskeikulu myndum frá dögum afa vorra, for- eldra vorra og sjálfra vor, allt til síðustu tíma, er mælikvarðinn lagður upp í hendurnar á oss; en vjer verðum að nota hann sjálfir; hann segir að eins frá. A dögum afa vorra var Noregur dálítið, þægilegt skrifstofuríki; voru þar háværir skipstjórar, feitir klerkar, allt-gleypandi lögfræð- ingar, sjóliðsforingjar, er fundu til sxn, svo sem væru þeir aðals- menn, dómarar og amtmenn með smákóngatilfinningum. Niðri á sjómannaheimilunum og upp í stórbubbasveitunum vóru heimilis- feðurnir af guðs náð nokkurs konar ættjöfrar. Svo fengum vjer dálitla stjórnfrelsisbót kringum 1840; en kringum 1860 varð hún fyrst hættuleg fyrir »hið veranda«; svo færðust skjótt afleiðingar hennar inn á svæði þjóðfjelagsskipunarinnar. Þegar svo bókmennt- irnar lögðu hönd á verkið og hjálpuðu stjórnarbaráttunni og undir- bjuggu hana með því, að draga úr þröngsýninu og rýmka sjón- deildai'hringinn í allar áttir.......það var ekki neitt smáræðis hreggviðri, sem þá dundi yfir; menn voru gerðir rækir úr fjelags- lífinu, ausnir hrópi og rógi, en yfir öllu saman svifu stói'mæla- strokur kirkjunnar! Og var það nokkur furða? Allir þessir menn voru sem sje rifnir upp úr óbifandi trú, þeirri trú, að »hið ver- anda« b'æði í stjórnarfari og þjóðfjelagsskipun hvildi á bjargföstum biflíugrunni. Meðan þessi viðureign var enn sem allra svæsnust, fór Jonas Lie með allra mesta sakleysissvip á bak við hina og inn í húsin. Hann var svo sem ekki að segja neinum frá því, hvaða eiándi hann ætti þangað. En hann kom út aptur með siði og hugsunarhátt frá gullöld »hins veranda«. Það voru ekki lökustu heimilin, sem hann sótti þetta til, það voru beztu heimilin. Og þegar vjer fengum að sjá, hvað það var, sögðum vjer ósjálfrátt: »En er þetta nokkuð, sem vert sje að varðveita?« Og rjett á eptir bættum vjer við: »Jú, — sumt er óneitanlega þó nokkurs virði og því verðum vjer að reyna að bjarga.« Þetta er sá heiður, sem lýsingum hans ber.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.