Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 45

Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 45
45 káki. Hann var manna andríkastur og ræöu hans brá oft fyrir fögrum og skáldlegum hugsjónum; en hann kunni þó vel aö meta þýðingu vinnunnar og blessun hennar, og hann gerði sér mikið far um að vekja hjá lærisveinum sínum ást og virðingu á hverju því starfi, sem þeir tóku sér fyrir hendur. Að ytri ásýnd- um var Tríer breiður og þéttvaxinn, en fremur lágur vexti. En þegar ég sá hann innan um fjölmenni, þar sem þúsundir manna hlustuðu hugfangnir á ræöu hans, sýndist mér hann bera höfuð og herðar yfir alt fólkið. Hann andaðist snögglega um árslok 1893. — Um sama leyti og skólinn í Vallekilde var settur á stofn, var hinn forni Rödding-háskóli fluttur til Askov, rétt fyrir norðan Askov-háskóli. landamærin nýju. Árið eftir (1866) voru 2 nýjir háskólar stofn- aðir, Testrup og Vrigsted, og voru þeir Nörregaard og Bágö, fornvinir Tríers, stofnendur Testrupháskóla. Allir þessir skólar hafa dafnað vel og standa nú með miklum blóma. Upp frá þessu fer skólunum sífjölgandi. 1867 eru 7 nýjir settir á stoín, 1868 6 og 1869 2. Nú munu vera í Danmörku eitthvað um 80 háskólar alls, en nokkrir þeirra eru hvorttveggja í einu, bæði búnaðarskólar og alþýðuháskólar. I kringum 6000 manns (karlar og konur), að- allega af bænda- og iðnaðarstéttinni, sækja árlega þessa skóla. Peir mæta nú ekki lengur mótspyrnu frá hálfu þjóðarinnar og stjórnarinnar, eins og fyrst framan af. Ríkissjóður ieggur þeim árlega mjög ríflegan styrk og í staðinn áskilur stjórnin sér aðeins

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.