Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 54
134 fé fyrir að halda fyrirlestur í Carnegie Hall í New York, en læknirinn hans hefði bannað sér að fara yfir Atlanzhaf. Ýmsar hressingar voru nú á boðstólum og sá ég þá börn hans og barnabörn. Par var Björn, hinn frægi leikhússtjóri og leikandi, og Einar, sem hefur verið mörg ár í Kína og stendur fyrir ýmsum hlutafélögum, og Dagný, sem gift er á Pýzkalandi, en ekki Bergljót. íslenzk eru nöfnin. Einn af sonarsonum hans, heitir Björn Björnstjerne, og er hann svo gerður á sál og líkama, að öllum þykir hann vænlegur til afreka. Björnson stakk upp á, að við gengjum um skóginn, þangað til komið væri að miðdegisverði. Fór Erlingur bóndi og kona hans með okkur. Björnson var fjörugur og frár á fæti og lék við hvern sinn fingur. Hann talaði um alla heima og geima; en eitt var það, sem hann vildi ekki tala um: Hvað hann væri að skrifa. Hann kvaðst aldrei segja neinum neitt af því. Pað væri reyndar leikrit. Hann sagði, að landsmálsflokkurinn hefði reynt að brúka íslenzkuna móti sér. Ég sagði, að »málmaður« hefbi sagt mér í Kristianíu, að ræður Björnsons móti þeim út um landið hefðu vakið athygli á málinu, gert þeim meira gagn en skaða. Hann sagði, að þeir vildu gera Noreg að forngripasafni, sem menn ættu að standa og glápa á, eins og tröll á heiðríkju. íslendingum væri bezt að hírast hjá Danmörku, þangað til þeir hefðu nóg bolmagn sjálfir; en annars væri sér lítt kunnugt um það mál. Hann fengi bréf úr öllum áttum viðvíkjandi frelsis- hreyfingum, t. d. frá Rúmeníu í dag, og gæti ekki ginið yfir öllu, þó hann væri allur af vilja gerður. Við gengum fram á þverhníptan hamar, sem slútti fram yfir ána, sem rennur eftir dalnum. Par sagði hann sögu af tóu, sem hrapaði ofan hamarinn í eltingum við kind, og beið þar bana. Mér datt í hug vísa hans: »Og ræven laa under birkerod« osfrv. Hann sat þegjandi um stund á bekk fram á hamarsbrúninni og horfði út yfir dalinn. Datt mér þá í hug mynd sú af honum, sem náttúran sjálf hefur smíðað í Guðbrandsdalnum, og fylgir hér ljósmynd af henni í Eimreiðinni. Ef nokkur maður er lifandi ímynd Noregs og Norðmanna, þá er það þessi maður. Að nefna hann, er að bregða upp merki Noregs. »Haltu svo fram stefnunni, ef þú vilt hitta Norðmannakonung,« sagði Hákon Aðal- steinsfóstri á Storð. Eví er ekki að leyna, að sumir Norðmenn vildu stofna norskt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.