Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 74
154 þeirra á hann og rit hans. Efnið í mörgum af skáldritum hans er tekið úr íslenzkum fornritum og sérstaklega vakti skáldsaga hans »Ferðir Pjóðólfs íslendings« mikla athygli. Bókmentafélagið gerði hann að heiðurfélaga 1820 og þótti honum mjög mikið í það varið og svaraði með löngu kvæði, þar sem hann kallaði sig »Islands riddara«. Af því kvæði hefir Bjarni Thórarensen þýtt 6 fyrstu vísurnar og hina síðustu, en Steingrímur rektor Thorsteinsson hefir þýtt hinar allar, sem á milli lig'gja og birt alt kvæðið í »Skírni« 1905. Kvæði Fouqués svaraði Bjarni líka með hinu gullfallega kvæði sínu »Islands riddari« og er þýzk þýðing af því í ritgerð Poestions. í^ar er og prentað kvæði, sem Finnur Magnússon orti til Fouqué á þýzku, enda skýrt frá mörgu fleiru, til að skýra afstöðu Fouqués til íslands og íslendinga. Ritgerð þessi hefir því talsvert gildi fyrir bókmentasögu voru. V G. ISLANDSK KVÆGAVL heitir smáritgerð, sem dr. Valtýr Guðmundsson hefir ritað í »Tidsskrift for Landökonomi« 1908, 11. h., og er hún mestmegnis útdráttur úr ritgerð Guðjóns heitins Guðmundssonar »Nautgriparækt vor og nautgripafélögin« (í »Búnaðarritinu« 1908). Aftan við ritgerð dr. V. G. hefir ritstjóri tímaritsins og ritari Landbúnaðarfélags Dana hnýtt nokkrum minningarorðum um Guðjón sáluga, og harmar þar mjög þann missi, er landbúnaðurinn íslenzki hafi orðið fyrir við lát hans. V. G. JÓN SVENSSON; ET RIDT GENNEM ISLAND. Kobenhavn 1908. Margir hafa ritað um ferðir sínar á Islandi, en fáum hefir tekist að gera frá- sögnina eins alþýðlega, hugðnæma og aðlaðandi, eins og séra Jóni hefir tekist í þessari bók. Framsetningin er svo elskuleg og yfirlætislaus — nærri því barnsleg, að frá henni leggur eins og hlýjan yl til lesandans. Og auk þess að lýsing höf- undarins á landinu og íbúum þess er bæði skemtileg og svo einkar þýðleg, þá er hún þrungin af sonarlegri tilfinning, ást og lotning fyrir æskustöðvunum og ættjörð- unni, sem hann yfirgaf á barnsaldri og nú sá fyrst aftur eftir 25 ár. Bók hans er svo létt og látlaus, að hún er flestum öðrum líklegri til að ná tökum á dönskum lesendum og vekja hjá þeim góðvildarhug til Islands. Margir Islendingar mundu og hafa gaman af að lesa hana — og höf. á það líka sannarlega skilið, að landar hans styrktu viðleitni hans til að laða hugi útlendinga að íslandi, með því að kaupa rit hans. V. G. KAARLE KROHN: LAPPISCHE BEIfRÁGE ZUR GERMANISCHEN MYTHOLOGIE. Sérpr. úr »Finnish-Ugrische Forschungen«. Helsingfors. Prófessor Krohn sýnir hér, að Lappar hafa haft sagnir um og trú á Þór og jötna, og fengið orðin úr norrænu. Sömuleiðis Freyr veraldargoð og Njörðr. Kona fórs hjá Löppum er Ravdna, sama orð og raudna, raun, þ. e. reynir, og reynir er heilagur í Kalevala — eins og á íslandi til forna. ^ DANIEL BRUUN: ICELAND. Routes over the Highlands. Sprengisandur and Kjalvegur. Copenhagen and Rvík 1907. Með kortum og myndum og leiðarvísi á íslenzku; 102 bls. enskar, 16 íslenzkar, 118 alls. Daníel Bruun fékk 1000 kr. úr landssjóði til þessa bæklings, þ. e. 160 kr. fyrir örkina, og auk þess líka upphæð hjá hinu Sameinaða eimskipafélagi og Thore- félaginu, svo láta mun nærri, að hann hafi fengið 3—400 kr. fyrir örkina, því ís- lenzka ágripið aftan við verður naumast talið með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.