Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 28
28 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [EIMREIÐIN unni og plánetunni. Af þessu leiddu stjörnumeistararnir mikla lærdóma. »það var fyrir mennina, að guð lét frumefnin myndast úr engu, og fyrir mennina reisti hann á sex dögum þessa stórfenglegu höll. Maðurinn er sköpunarverksins djásn og prýði. í honum er saman á einum litlum stað alt, sem í heiminum er til — hann er smáheimur (mikrokosmos) — og guðs eigin mynd. »En úr því að maðurinn innifól öll heimsins efni, þá varð hann líka að hafa grófasta efnið, jarðefnið, og þvl varð bústaður hans, ekki hinn æðsti himinn, heldur hin lága jörð. Til þess að jörðin skyldi verá sæmilegur bú- staður fyrir manninn, bjó guð hana skrúði Paradisar, svc> að jafnvel englar á bimnum litu með öfund á fjöllin og dalina, skógarrunna og spegilvötn, sem ljós dagsins og skuggar næturinnar léku yfir og lituðu með purpura morgunsins, gulli sólarinnar og silfri mánans. Og höllin er svo úr garði gerð, að hún sjálf bendir mönnum á tign- arstöðu þeirra i heiminum og ríki guðs. Hvert sem mað- urinn fer, hefir hann ávalt hádepil hvelfingarinnar beint yfir höfði sér. Alheimskúlan hefir ávalt manninn í mið- depli sinum. Hringdans stjarnanna er leikur honum tit sóma. Sólin og tunglið eru til þess að lýsa honum og gleðja hann. »Fyrstu mennirnir lifðu alsælir i þessari Paradís — — — — Heimurinn var eitt óslitið samræmi. Að vísu var mismunur anda og efnis til. En enginn munur ills og góðs var fram kominn. En svo stóð þó ekki lengi. »Lncifer, þ. e. ljósberinn eða Morgunstjarnan hét hinn æðsti allra engla, fursti serafanna, augasteinn skaparans. Að hreinleika, valdi og tign var hann öllum æðri, a5 þrenningunni sjálfri undanskilinni. Enginn veit hvernig það gat orðið, en þessi hái andi varð hrokafullur og öf- undsjúkur. Hann vildi steypa guði og setjast sjálfur í hásæti almættisins. Englar úr öllum flokkum flæktust inn i þetta ráðabrugg. Og þegar merki var gefið, streymdi ótölulegur sægur af andaverum neðan frá lægri himnun- um upp til eldhiminsins og sameinuðust seröfum, kerúb-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.