Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 44
44 LJÓSIÐ [KIMREIÐIN Hún hrökk við. Parfir hinnar liðandi stuhdar kröfðust hennar til starfa. Hún mátti ekki láta kvíðann svifta hana skyldutilfinningunni. »Jú, eg skal kveikja, börnin mín; þið hafið verið svo góð«. Helga lagði sofandi barnið í rúm þeirra hjónanna og tendraði síðan ljógið. Svo tók hún rokkinn sinn og fór að spinna. En eftir andartak var rokkurinn þagnaður og hún hafði lagt höndur í kjöltu sér og horfði út í bláinn. Hugurinn hvarflaði til mannsins hennar og drengsins, sem voru að heyja baráttuna við hríðina — baráttu upp á líf og dauða. Henni fanst hún þurfa að reyna eitthvað til að bjarga þeim. Að fara út væri barnsæði. Að reyna að kalla væri ekki til neins; það mundi ekki heyrast langt í þessu veðri. En —. Hún stóð á fætur. Hugsunin flaug eins og elding gegn um huga hennar: Að kveikja ljós og láta það standa í skeinmuglugganum. Hann vissi fram að sjónum. Ekki var ómögulegt, að það sæist ofurlítinn spöl, þótt hríðin væri dimm. Reyna mætti það. Hún tók litla vegglampann, kveikti á honum, gekk siðan fram í skemm- una og setti ljósið á borð fast við gluggann. En þá tók hún eftir því, að héla var á glugganum og hindraði birt- una að leggja út. Hún mátti til að þíða héluna. Hún hraðaði sér inn og sótti heitt vatn. Það gekk fljótt að þíða héluna af glugganum. En hann lagði jafnóðum aftur. Það var auðséð að var grimdarfrost úti. Hún varð að standa þarna og þiða jafnóðum héluna, ef Ijósið ætti að sjást út. En það var voðakalt þarna frammi í skemm- unni. En hún hirti ekkert um það, þótt hún findi, hvernig kuldann Iagði um fæturna og upp fótleggina. Hvernig hann lauinaðist undir treyjuermina, upp handleggina og inn á brjóstið. Helga var farin að skjálfa. Skjálftakippirnir hristu hana alla, hóstinn fór að aukast og hún fór að flnna til stings undir hægra herðablaðinu. Hún hafði fundið til hans nokkrum sinnum fyr um veturinn, þegar henni hafði orðið kalt eða hún hafði reynt mikið á sig. Hún fór að hugsa um að fara inn og hætla við þetta. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.