Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 18
18 AÐALBLÁBEH [EIMliEIÐIS komst ekki lengur að. Sorgin, óblandin og hrein, var orðin einvöld í sál hans. Hann starði fram fyrir sig. Eitt og eitt tár læddist fram og féll. Sorgin bar hann i faðmi sínum lengra og lengra. Hann veitti enga mótstöðu framar. Það var eins og hann vissi aí djúpum friði, einhversstaðar lengst í burtu. Þangað myndi sorgin bera hann að lokum. Hann vissi ekki tii þess, að hann hefði viljandi gert rangt. »Viltu nú ekki berin, Steini minn?«, spurði Ása hálf- hikandi, þegar hún sá að hann var hættur að gráta. »Það eru alt aðalbláber«. Hann leit við. Nú tók hann fyrst eftir því, að hún sat þarna og hafði setið. Svo mundi hann eftir því, að hún hafði kallað á hann og neylt hann til þess að fara burtu af klöppinni. Og um leið fann hann, að það hafði ekki mátt tæpara standa. Það fór um hann hrollur. Hafði hann vissulega verið kominn á ílugstig með að taka af sér líiið? »— Það eru alt saman aðalbláber«, sagði Ása aftur og mændi á hann. »Blessuð litla frænka«, hvislaði hann og strauk kollinn á henni með kaldri hendi. Það glaðnaði yflr henni. Hún rétti honum berjafötuna. Hann mátti til að borða berin hennar. »Eru þau ekki góð«, sagði hún ánægð. »Jú«, sagði liann. Nú var hann aftur kominn inn í þessa undarlegu hugsanaþoku, sem byrgði alt. Ása leit ekki af honum. Henni þótti vænt um hvað hann borðaði mikið af berj- unum. Hann hélt áfram, án þess að vita af því sjálfur. »Þú ætlar reyndar að ljúka úr fötunni«, sagði hún og hló við. »Golt, gotl!« Hann sá að það var satl. Eitthvað, sem álti skyll við bros, fór yfir andlit hans. Hann rétli Ásu litlu tóma fötuna. »Nú hefir þú ekkert eftir handa mömmu og pabba. Þykir þér það ekki leiðinlegt?«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.