Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Síða 18

Eimreiðin - 01.01.1919, Síða 18
18 AÐALBLÁBEH [EIMliEIÐIS komst ekki lengur að. Sorgin, óblandin og hrein, var orðin einvöld í sál hans. Hann starði fram fyrir sig. Eitt og eitt tár læddist fram og féll. Sorgin bar hann i faðmi sínum lengra og lengra. Hann veitti enga mótstöðu framar. Það var eins og hann vissi aí djúpum friði, einhversstaðar lengst í burtu. Þangað myndi sorgin bera hann að lokum. Hann vissi ekki tii þess, að hann hefði viljandi gert rangt. »Viltu nú ekki berin, Steini minn?«, spurði Ása hálf- hikandi, þegar hún sá að hann var hættur að gráta. »Það eru alt aðalbláber«. Hann leit við. Nú tók hann fyrst eftir því, að hún sat þarna og hafði setið. Svo mundi hann eftir því, að hún hafði kallað á hann og neylt hann til þess að fara burtu af klöppinni. Og um leið fann hann, að það hafði ekki mátt tæpara standa. Það fór um hann hrollur. Hafði hann vissulega verið kominn á ílugstig með að taka af sér líiið? »— Það eru alt saman aðalbláber«, sagði Ása aftur og mændi á hann. »Blessuð litla frænka«, hvislaði hann og strauk kollinn á henni með kaldri hendi. Það glaðnaði yflr henni. Hún rétti honum berjafötuna. Hann mátti til að borða berin hennar. »Eru þau ekki góð«, sagði hún ánægð. »Jú«, sagði liann. Nú var hann aftur kominn inn í þessa undarlegu hugsanaþoku, sem byrgði alt. Ása leit ekki af honum. Henni þótti vænt um hvað hann borðaði mikið af berj- unum. Hann hélt áfram, án þess að vita af því sjálfur. »Þú ætlar reyndar að ljúka úr fötunni«, sagði hún og hló við. »Golt, gotl!« Hann sá að það var satl. Eitthvað, sem álti skyll við bros, fór yfir andlit hans. Hann rétli Ásu litlu tóma fötuna. »Nú hefir þú ekkert eftir handa mömmu og pabba. Þykir þér það ekki leiðinlegt?«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.