Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 21
EIMREIÐIN] AÐALBLÁBER 21 Annars var alt svo undarlega hljótt, undarlega tómlegt og hljótt. Þegar vetur var genginn í garð, lá hann andvaka í skammdegismyrkrinu. Honum leið illa. Til hvers lifði hann? Að hveiju átti hann að hverfa, þegar voraði? Áður hafði veturinn aldrei vakið þá spurningu hjá hon- um. Hann hafði látið sér naegja, að dreyma um vor og sumar. Syngja og yrkja um það, meðan veturinn leið hjá. Nú snerti hann sjaldan hljóðfærið sitt. Því síður gat hann orkt. Ljóð og tónar, — alt hafði það þyrlast og þolið á burt með æskuást hans. Eins og lauf á hausti. Eins og farfuglahópur. Aldrei mundu önnur lauf vaxa á ný. Aldrei mundu farfuglar syngja framar — í hans landi. Það fann hann vel. Hvað átti hann að fá í staðinn? En þetta var barnaleg spurning. Átti hann ekki sjálfur að sjá sér fyrir verkefni? Var ekki nóg að starfa? Hann sneri huga sínum að þvi, sem hann sá að fylti aðra áhuga og gaf þeim viðfangsefni alment. En þar var ekkert, sem laðaði. Hann átti þar ekki heima. Starfið og stritið fór sína leið og hafði enga þörf fyrir hann, ekkert handa honum. Hvar átti hann þá heima? Hann var út- lægur úr landi æskudraumanna og á hinum mikla akri starfsins var ekkert hlutverk handa honum. Hugur hans fór óraleiðir, en var jafnnær, er hann kom heim á ný. Einhverju sinni vaknaði hann af fastasvefni undir morgun. Hann var hress og styrkur. Hafði sofið óvenju vel. Hugur hans tók þegar til starfa. Spurði og svaraði. Svo féll hann í létlan dvala, mitt á milli svefns og vöku. Hann sá myndir líða fram og hverfa. Er minst varði birti yfir og hann sá skýra mynd, er hvarf-ekki á eftir hinum. Hún stóð kyr í björtu ljósi. Það var lítill hluti af hlíðinni ofan við bæinn, sem hann hafði átt heima á, þangað til hann var fjórtán ára gamall. Klettar og runnar, hvað innan um annað, og lítill, fossandi lækur. Honum fanst að. hann heyra niðinn. Og það var bjartur sumar- morgun. Dögg á jörðu og sólskin yfir. Þetta var yndisleg mynd. Og það var sem henni fylgdi einhver ljúfur seiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.