Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 7
Undanfarnar vikur hefur Tíminn hvað eftir annað prent- að nokkrar tölur upp úr Fjár- málatíðindum og síðustu árs- skýrslu Seðlahankans um gjald- eyrisstöðu og erlendar skuldir þjóðarinnar í árslok 1958 og árslok 1963. Af samanburði á þessum tölum dregur Tíminn þá ályktun, að aðstaða þjóðar- búsins gagnvart útlöndum hafi verið mjög svipuð í árslok 1958 og 1963. Blaðið segir, að sé hún sómasamleg núna, þá hafi hún einnig verið sóma H . samleg í árslok 1958 eða um það leyti, sem stjórn • Her- manns Jónassonar fór frá völd- um. Þegar núverandi stjórnar- flokkar hafi staðhæft það í ársbyrjun 1960, að róttækra efnahagsráðstafana væri þörf til þess að bæta ástandið í gjaldeyrismálum þjóðarinnar og jafna greiðsluhalla á utan- ríkisviðskiþtunum, þá hafi það augljóslega verið rangt, við- reisnin svo nefnda hafi verið gerð á röngum forsendum. Ef þeir sem skrifa um efna- hagsmál í Tímann halda sjálf- ír, að þeir fari hér með rétt mál, þá skortir þá svo mjög þekkingu og skilning á efna- hagsmálum, að þeir ættu al- drei um þau mál að skrifa. En ef þeir vita betur, þá er hér um enn alvarlegra mál að ræða. Eg skal engum getum að því leiða, hvor skýringin á þessum skrifum sé hin rétta. En ég skal fara nokkrum orðum um efni þess máls, sem hér er um að ræða. Því var aldrei haldið fram í sambandi við stefnubreyting- una í efnahagsmálum í , árs- byrjun 1960, að erlendar skuldir þjóðarinnar út af fyrir sig væru of háar. Á það var hins vegar bent, að um mörg undanfarin ár hefði verið halli í greiðsluviðskiptum þjóðarinnar við útlönd og að þessi halli hefði í alltof rík- inn mæli verið jafnaður með erlendum lánum til of stutts tíma. Vegna þess, hve er- lendu skuldirnar voru til stutts tíma, var greiðslu- byrði þjóðarinnar vegna þeirra orðin óhæfilega þung. Það var t. d. fyrirsjáanlegt, að vextir og afborganir af erlendum skuldum myndu á árinu 1961 nema hvorki meira né minna en 11% af öllum gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar. Áf þess- um sökum var tvennt höfuð- nauðsyn: Að breyta greiðslu- hallanum í greiðsluafgang — enda var enginn gjaldeyris- forði fyrir hendi í ársbyrjun 1960, og breyta samsetningu erlendra lána þjóðarinnar þannig, að þau yrðu til lengri tíma en áður var. Þetta voru meðal höfuðmarkmiða hinnar nýju stefnu í efnahagsmálum. Og þessi markmið hafa náðst. Eg hefi enga löngun til þess að gera hlut stjórnar Her- manns Jónassonar verri en réttmætt er. Hún náði góðum árangri á ýmsum sviðum og gerði margt vel. En henni mis- tókst það höfuðverkefni að halda þjóðarbúinu hallalausu gagnvart útlöndum og hafa hemil á verðbólgunni innan- lands. Um úrræði í þessum efnum reyndist því miður ekki samstaða í ríkisstjórninni, eins og Hermann Jónasson tók sjálfur skýrt fram, þegar stjórnarsamstarfið rofnaði. Það 'rofnaði beinlínis af því, að efnahagsvandamálin voru orðin óviðráðanleg og ekki samkomulag um, hvernig ráða skyldi fram úr vandanum. Ef hafði reynzt íslenzkum þjóð- arbúskap hagstæðara en nokk- urt annað ár um langt skeið og hins, að vorið 1958 voru gerðar skynsamlegar efnahags- ráðstafanir, sem ætlað var að vinna gegn hallanum, og tókst það um skeið. Hins vegar fór stjórn efnahagsmálanna úr böndum um haustið, og voru það einmitt fyrirsjáanlegar af- leiðingar þess, sem ollu sam- starfsslitum í ríkisstjóminni. En þær afleiðingar voru ekki komnar fram í gjaldeyrisstöð- unni um áramótin. í árslok 1958 vissu allir, sem það um engin vandræði hefði ver- ið að ræða í árslok 1958, hefði auðvitað verið ástæðulaust fyrir stjórnina að fara frá. í árslok 1958 var gjaldeyris- staðan að vísu hagstæð um 228 millj, kr. En í því er fólg- in mikil blekking að telja það söruiun þess, að ástandið hafi verið gott í gjaldeyrismálun- um. Allír, sem nokkra þekk- ingu höfðu og hafa á efna- hagsmálum þjóðarinnar, vissu þá og vita enn, að þessi gjald- eyriseign var algjörlega tíma- bundiö fyrirbæri, bráðabirgða- afleiðing þess, að árið 1958 vildu vita, að fyrirsjáanlegur var mikill greiðsluhalli árið 1959, miklu meiri greiðslu- halli en gjaldeyriseigninni í árslok 1958 nam. Þann greiðslu halla var ógjörningur að stöðva á því ári, þar eð hann var að verulegu leyti afleiðing á- kvarðana, sem búið var að taka. Þeir, sem benda á gjald- eyriseignina í árslok 1958 sem sönnun fyrir heilbrigðu efna- hagsástandi um þau áramót, eru annað hvort alls ófróðir um islenzk efnahagsmál á þeim tíma eða alveg blygðun- arlausir í málflutningi sínum. Eins og allir víta, varð það höfuðverkefni Alþingis árið 1959 að breyta kjördæmaskip- uninni. í því sambandi fóru fram tvennar Alþingiskosn- ingar. í efnahagsmálum gat hlutverk stjórnarvalda á því ári ekki verið annað en að af- stýra þeim vandræðum, sem yfirvofandi voru, þegar sam- starfið í stjórn Hermaims Jónassonar sundraðist, og leggja á þann hátt grundvöll að þeirri endurskipulagmngu efnahagsmálanna, sem nauð- synleg var. Þetta gerði og rík- isstjórn Emils Jónssonar. En það kom í hlut þeirrar sam- steypustjórnar ' Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksms, sem Ólafur Thors myndaði, að marka þá nýju stefnu, sem síðan hefur verið fylgt. Vilji ‘menn gera sér greín fýrir árangri þeirrar stefiiu í efnahagsmálum, sem fylgt er á nokkurra ára. skeiði, pá á auðvitað ekki að bera saman gjaldeyrisstöðu eða erlendar skuldir um einhver tvenn ara- mót, nema ástandið geti taíizt sambærilegt, en engan veginn er víst, að svo sé, eins og t. d. kemur glöggt fram, ef bor- in eru saman árslokin 1958 og 1963. Réttari mynd fæst með samanburði á breytingum á gjaldeyrisstöðu og lántökum á þeim tímabilum, sem menn vilja bera saman. Tölur eru til um fyrstu 4 árin, síðan Framhald á síðu 10. OPNUM i DAG NÝIA BENZlNAFGREIÐSLU # 1 * ^ ' sunnahanegin vi$ MIKLUBRAUT „Shell“ b-enzín rrseS I.C.A. „SheSS** smurningsoSíur. Ýmsar aðrar vörur til bif reiða. Olíufélðgið Skeljungur hl 'Bíí ALÞ?ÐUBLAÐIÐ - 27. júní 1964 y I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.