Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 11
Norðmenn burstuðu Hrefna Pétursdóttir (Val) fær óblíða meðferð hjá sænsku vörninni og dómarinn dæmir vitakast. HIÐ UNGA og lítt reynda lið Finna var auð'veld bráð fyrir leik vant lið Norðmanna. Það tók ekki langan tíma fyrir Norðmenn 'að ná yfirhöndinni, þeir skora hvert markið á fæ.ur öðru án þess að Finnar fái rönd við reist og fyrr en varir er kominn hálfleikur og staðan er 7:0 fyrir Norðmenn. í seinni hálfleik hélt markaskriða Norðmanna áfram með auknum hraða, þeir skoruðu þá 9 mörk en Finnar komust á blað og skoruðu tvisvar. Lið Norðmanna lék á margan hátt mjög skemmtilegan handknatt leik, þó lítil mótstaða Finna drægi nokkuð úr ljóma sigursins. Vafa- lítið verður leikur Norðmanna við I^ni úrslitaleikur mótsins, því þessar þjóðir eru tvímælalaust sterkastar. Staðan ÍSLAND 2 H 0 13:12 3 NOREGUR 1 10 0 »6: 2 2 DANMÖRK 1 01 0 8: 8 1 SVÍBJÓÐ 1 00 1 4: 5 0 FINNLAND 1 00 1 2:16 0 |jy ✓ islðnd sigrar á heimavelli ÍSLAND-SVÍÞJÖÐ 5-4 VEÐURGUÐIRNIR voru ekki hliðhollir handknattleiksstúlkun- um í gærkveldi þegar Norðurlanda mót kvenna hófst. Hellirigning var meðan á setningarathöfn stóð og rýrði það mjög þá hátíðlegu stund. Gísli Halldórsson setti mót ið með ágastri ræðu, þar sem hann ræddi tilgang íþróttanna. Að lok inni ræðu Gísla lék Lúðrasveit Reykjavíkur þjóðsöngva Norður- landanna og var það nokkuð lang dregin athöfn í hellirigningu. Fyrsti leikur mótsins var milli Svíþjóðar og íslands. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann, en mjög slæmt veður háði keppendum þó mjög, einkum í fyrri hálfleik. íslenzku stúlkurnar tryggðu sigur í þessum fyrsta leik íslenzks kvennaliðs á heimavelli með 5 mörkum gegn 4. Leikurinn byrjaði heldur illa, Sigríður Sig. átti hörkuskot innan á stöng, en knötturinn hrökk út. Sannarlega mikil óheppni fyrir ísland, því for ysta þegar í byrjun hefði vafalítið tryggt mun stærri sigur. Svo eru það Svíar sem taka forystu í leikn um, þaér skora fyrst úr víti og skömmu síðar með hörkulangskoti sem Rut markvörður réð ekki við. Fyrsta mark íslands skorar Sig- riður Sig. úr víti og síðan er það Sigrún úr Kópavogi, sem jafn ar með hörkuskoti í þverslá og inn í netið. í seinni hálfleik taka ís- lenzku stúlkurnar forystuna (3:2) og er þar að verki Sigurlína úr F. H., sem skorar af línu eftir ágæta sendingu frá Sigríði Sig. Svíar jafna úr viti sem Rut tókst ekki að verja. Enn tekur ísland foryst una og Sigríður Sig. skorar af löngu, lúmskt skot neðst í horn- ið og markvörður Svía ræður ekki við skotið. Enn á ný jafna Svíar og er þar að verki Gerd Jonssen. Sigurmark ið skorar svo Sigríður Sigurðard. og enn með langskoti, sem mark vörður Svía fékk ei ráðið við. Fleiri urðu mörkin ekki og skömmu seinna blæs hinn snjalli danski dómari Knud Knudsen til Framh. á bls. 4 Sigurlína úr F.H. sltorar 3. mark Islands í leiknum gcgn Svíun?., Island breytti 2-6 í 8-7 ÍSLAND-DANMÖRK 8-8 DANIR máttu þakka forsjóninni fyrir að merja jafntefli 8:8 gegn islenzka kvennalandsliðinu. Þetta verður að teliast alveg frábært af rek, því Danir eru taldir meðal beztu þjóða heimsins í kvonna- handknattleik. Þannig urðu þeir nr. 2 í síðustu Heimsmeistara- keppni, sem fram fór í Rúmeníu árið 1962. Þá er þess og að gæta, að íslenzku stúlkurnar komu þreyttar í leikinn gegn Dönum, liöfðu leikið gegn Svíum fyrr um kvöldið. • Leikurinn byrjaði vel fyrir ís- land, þær skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins, en Danir ná þó fljótt und irtökunum og forystunni. Komust þeir upp í 6:2 áður en fyrri háLÞ’ leik lauk. íslenzku stúlkurnar áttu oft dágóð tækifæri, en frá bær markvarzla hjá Dönum bjar.y aði því að ekki urðu úr mörk. i byrjun seinni hálfleiks bjuggusi fæstir við, að íslenzka liðið gæti snúið leiknum sér í hag. Flestir bjuggust við ósigri. En stúlkurn- ar voru á öðru máli, því fljótlega minnka þær bilið í 6:4, en þá auka Danir við (7:4). Sylvía úr F. H. minnkar aftur bilið í tvö mörk (7:5). Siðan skorar Sigríður Sig. úr -víti (7:6) og bilið er aðeins eití Framh. á bls. 4 »imir wrrin« ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. júní 1964 ££

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.