Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 10
Kvikmyndalist GREIN (Framhald al 7. slðu). breyít var um stefnu í efna- hagsmálum, þ.e.a.s. árin 1960 til ’63. Á þessum árum hefur : gjaldeyrisstaða bankanna ... batnað um 1455 millj. króna. , Lántökur til lengri tíma en eins árs hafa numið 675 millj. kr., ■ og tekin hafa verið stutt vörukaupalán til allt a& eins árs að upphæð 441 millj. kr. Ef lántökurnar eru dregnar frá bata gjaldeyrisstöðunngr, hef- ur heildarstaðan gagnvart út- löndum á þessu fjögurra ára tímabili batnað um 339 millj. kr. Ef til samanburðar er tek- ið fjögurra ára tímabilið* 1955 til ’58, þá kemur í ljós, að ■ gjaldeyrisstaðan versnaði á þessu tímabili um 407 millj. kr. Lántökur til lengri tíma h en eins árs námu 1177 millj. ; kr. Ekki var þá leyft að taka I stutt vörukaupalán erlendis. Eitthvað hefur eflaust kveðið að slíku, en engar skýrslur eru til um þær lántökur. Heildar- staðan gagnvart útlöndum versnaði því á árunum 1955- 1958 um 1548 millj. kr. Það var einmitt þessi þróun, sem gerði stefnubreytinguna 1960 bráðnauðsynlega. . Hinn mikli greiðsluhaili !;| þessara ára hefur oft verið af- sakaður með miklum innflutn- ingi framleiðslutækja og mik- illi fjárfestingu. Hér er þó um rangar staðhæfingar að ræða. Á árunum 1955 til ’58 nam inn- ’ flutningur skipa og flugvéla 778 millj. kr., en á árunum 1960-’63 hefur hann numið : 1446 millj. kr. eða hefur m. j ö. o. verið næstum helmingi I meiri. Það er sömuleiðis al- ; rangt, að heildarfjárfestingin j hafi verið minni á árunum 1960 til 1963 en á jafniöngu skeiði hallabúskaparins. Miðað við verðlag 1960 hefur heild- f. arfjárfesting áranna 1960 til ' 1963 númið 9654 millj. kr. en heildarfjárfesting áranna ['■ 1955-’58 nam, miðað við sama íjj verðlag, 8327 millj. kr. eða jjí var m. ö. o. 1300 millj. kr. ;í j minni. Oft hefur verið á það II bent, að á undanförnum árum !: hafi ekki verið komið upp stórfyrirtækjum eins og Sogs- GYLFA virkjun og Sementsverk- smiðju, sem byggðar hafi ver- ið á hallabúskaparárunum. Miðað við núverandi verðlag og gengi mun heildarkostnað- ur Sogsvirkjunar og Sements- verksmiðju líklega vera um 450-500 millj. kr., og sést af því, að heildarkostnaður þess- ara framkvæmda er ekki nema lítill hluti hallans á árunum 1955-’58, að aukning innflutn- ings t. d. skipa og flugvéla hefur á síðara tímabilinu verið miklu meiri en nemur heild- arkostnaði Sogsvirkjunarinnar og Sementsverksmiðjunnar. Sú afsökun fyrir hallabúskapnum, áðúr en breytt var um stefnu 1960, að framkvæmdir hafi þá verið miklu meiri en eftir að breytt var um stefnu, fær því alls ekki staðizt. Sannleikurinn um þau efni, sem Tíminn hefur nú undan- farnar vikur farið með látlaus- ar blekkingar um, er augljós- lega sá, að þegar núverandi stjórnarflokkar tóku við völd- um í árslok 1959. iiafði um langt skeið verið alvarlegur greiðsluhalli í utanríkisvið- skiptum þjóðarinnar, hann hafði verið jafnaður með lán- tökum til alltof stutts tíma, en lánstraustið erlendis var í raun og veru þrotið. Það tókst á tiltölulega skömmum tíma að breyta þessum greiðsluhalla í greiðsluafgang og safna all- gildum gjaldeyrissjóði. Það mun ávallt verða ta!ið til merki legs árangurs af samstarfi þeirra flokka, sem nú fara með völd. í fyrra seig hins vegar því miður afmr á ógæfuhlið, og var þá greiðsluhalli í utan- ríkisviðskiptunum. Það er eitt aðalverkefni stjórnarvalda nú að eyða þessUm halla. Friður sá, sem fengizt hefur á vinnu- markaðnum næstu 12 mánuði, gerir það auðveldara en elia. í því er ekki livað sízt fólgið gildi hans fyrir þjóðarbúskap- inn í heild. SMÐHSTÖSIK Sætúni 4 - Sími 16-2-27 BíUloa er smnrðar Hjótt og veL Wíbb iU» tegsaúlr af KkuuoUa, (Framhald út opnu). gildishugmynda er áhrifameiri og hættulegri en sýningar á glæpum og öðrum ósóma." Þau ár, sem frá útkomu þessar- ar skýrslu eru liðin, styrkja þessa skoðun í öllum atriðum. Að hinu þurfum við svo engin vitni að leiða, að kvikmyndafram- leiðendur gera sig enn í dag seka um þá hluti, sem The Wheare committee deildi á. Það út af fyrir sig rýrir þó ekki möguleika kvikmyndarinnar til að teljast til listgreina, fremur en sorpblöð og bækur, léleg dægur- 1 tónlist, vesöl leikhúsverk og fram- leiðsla hæfileikasnauðra litaklístr ara, veldur því bezta, á þeim svið- um listsköpunar, fjörtjóni. Áhrifamagn kvikmyndarinnar er sannanlega margfalt stærra í snið- um en nokkurrar framangreindra listgreina, því að kvikmyndin sam- einar að vissu marki áhrifamagn þeirra allra f einu og sama formi. Leyfið mér, að ég endursegi hér orð J.M.L. Peters: Kvikmyndin virðist að skoðun hins almenna kvikmyndahússgests hafa svipuðu hlutverki að gegna og skáldsagan og leikhúsverkið. Þessi fjölmiðlun artæki öll veita honum tækifæri til að taka þátt i lífi annarra, hvar sem er í heiminum. Kvikmynda- tjaldið, sviðstjaldið, bókarkápan eru þröskuldar yfir til annars heims, ef svo má segja, þar fyrir innan getur maðurinn lifað öðru lífi um stund, tvöföldu lífi. En lestur bókar verður aðeins borinn saman við að lifað sé öðru innra lífi, því sú veröld, sem lýst er á bókum, er innri veröld, sem að- eins verður séð innri sjónum. Um sviðsmyndirnar er það að segja, að þeirra veröld getum við leitt ytri sjónum, en engu að síður;,er | áhorfandinn utan þeirrar verald- ar. Hann verður alltaf áhorfandi, hversu mjög, sem hann lifir sig inn í atburðina á sviðinu. Kvikmyndin orsakar tvennt. Hún sýnir okkur veruleika, sem er allt að því fullkominn, hún set- ur um leið áhorfandann tilfinn- ingalega í miðju þess lifs, sem er innan þessa raunveruleika. Og énn segir hann: Kvikmynd- in gerir okkur öll að heimsborg- urum. , Þessari umsögn er erfitt að ganga fram hjá og segir hún þó aðeins fátt eitt. Úr hvaða þáttum er nútíma kvik mynd gerð? Handriti, sem getur verið jafngildi bókar, myndum á hreyfingu, spm geta að nokkru sameinað kosti ljósmynda og mynd listar, sviðsbúnaði, innan húss, dýrð náttúrunnar, utan húss. Leik listamanna, sem hefur þann kost, að honum er hægt að breyta til síðustu stundar og sýna aðeins það bezta. Tónlist, leik með Ijós og skugga, þágnir, hljóð, myndbyggingu, klipp ingu, og enn er margt óíalið. Kvikmyndin er að miklu leyti samansett úr efnisþróðum hinna ýmsu viðurkenndu listgreina. Kvik m.vndin gefur margfalt fleiri tæki færi til skemmdarstarfsemi, til mistaka og aumkunarverðrar útr köniu, en möguleikamir til list- sköpunar eru líka að sama skapi meiri. Kvikmyndalistin er sjálfsagt sú líát, sem nútímafólk þarínast mest, skilur bezt og getur bezt fulinægt kröfum þess. Kvikmyndagerð er nú, að því er virðist, smám saman að færast nær því að verða list, listarinnar vegna. Þar sem áður var fyrst og fremst um staðreyndaframtalningu og-eða sögugerð að rasða, gera menn nú tilraunir, leita fyrir sér að nýjum formum, nýjum túlkunar aðferðum, endurnýja alla afstöðu sína til kvikmyndagerðar, og byggja .þó á fenginni reynzlu ald- arinnar. Fleiri og fleiri leitandi listamenn / fara út af hinni troðnu slóð og í stað þess að færa það fram, sem fólk er vant að sjá og vill sjá tvegna þess að það er vant því), hjóða beir áhorfendum sínum í för um sinn eigin heim, heim lista- mannsins, sem leitar að pert'ónu- legri tjáningu innan flóknasta list forms veraldar. Sjónvarpið er smám saman að taka við hinu forna hlutverki kvik mvndarinnar, eins og við bekkt- um það flest fyrir fáum árum, én það þýðir ekki að kvikmvndin hafi runnið sitt skeið á enda. Hitt er líklegra að fram undan sé nýtt blómaskeið í sögu kvikmyndalist- arinnar. . Hér á landi er það enn aigengt, að um menn fari hrollur, er minnzt er á list, ef til vill á kvikmvndin ekki svo litla sök á því. í sali kvikmyndahúsanna hér, sem ann- ars staðar, hafa menn eetað sótt -dægrastyttingu, innihaldslausa, þannig gerða, að fyrir engu burfti að hafa, nema því einu að jórtra tyggigúmmíið sitt, ponkornið og súkkulaðið og útiloka hverja heila hugsun. En þetta er að breytast. Á ör- skömmum tíma höfum við nú að undanfömu fengið inn í landið margar kvikmyndir, sem eru byggð ar á listrænni viðleitni. Þá braut verður að halda. Enginn skyldi forðast bessar kvikmyndir. Það þarf ef til vill örlítið átak í fyrsta skirhi til að gaumgæfa slíka mynd eft.ir doða Jiðinna ára, en síðan verður það mönnum margföld nautn og á- nægja. Eiít verðum við þó að varast. Við verðum að koma í veg fyrir það, svo sem unnt er, að svningar góðra mynda og aðsókn að þeim verði einhvers konar tízkufyrir- brigði, en á því bryddar nú þegar. Og annað verðum við að gera. Við verðum sem allra fyrst að taka upp fræðslu um kvikmyndina og allt, scm henni viðkemur. Við eig- um að byrja með slLka fræðslu strax á barnaskólaaldri og innteiða hana í skólakerfið eins og margar þjóðir hafa nú þegar fyrir löngu gert. Með því stuðlum víð að því að næsta kynslóð forðist fallgryfjur kvikmyndagerðarmanna, hsfi heil- brigð sjónarmið gagnvart list „ þeirra, fari mýkri höndum um menningararfleifð okkar en okkar kynslóð hefur gert, um leið og hún öðiast þroska !il að aðhæfast flókn um heimi, sem ekki einasta gerir tilkail til okkar sem einstakiinga, heldur einnig sem lieimsborgara. Vegaþjónusta FÍB (Fjramhald af 2. síðu). mestu helgarnar í sumar verði starfrækt vegaþjónustu bifreið með talstöð á Austfjörðum og hef ur það ekki verið gert áður. Þá er í ráði að auka vegaþjónustu í grennd við Akureyri. Skuldlausir félagsmenn FÍB fá viðgerðarþjónustu og aðstoð á veg um úti í allt að eina klukkustund ókeypis, og einnig ef þarf að draga bifreið skemmri leið en 30 km. — Fyrir viðgerðir á verkstæðum, sem hafa opið um helgar þurfa félags- menn. að borga eins og aðrir. í fréttatilkynningu frá FÍB seg- ir að félagið hafi mikinn hug á að efla vegaþjónustuna en til þess að svo megi verða, þurfi félags- mönnum að fjölga. Skrifstofa fé- félagsins er að_ Bolholti 4. HðrÖnandi stefna (Framhald af 5. síðu). Asíu á síðustu stundu. Kosninga baráttan í Bandaríkjunum muni á næstu mánuðum vsrða háð á víg völlum Suðaustur-Asíu. Cabot Lodge fyrrum sendiherra hafi fært styrjöldina mel sér heim frá Sai- gon. Hinn fyrrverandi forseti þess ráðsins hafi flutt bandarísk innan ríkismál með sér til Víe nam. (Eigil Steinmetz) (Framhald af 6. sí3u). Torsten N.kson utanríkisráðherra bar málið einnig upp í heimsókn sinni til Moskvu í maí 1963. Og máiið var lag. fyrir Gromyko ut- anríkisráðherra þegar hann var i Stokkhólmi til að undirbúa heim sókn Krústjovs. Nú verður Krústjov sjálfur að svara spurningunni, sem fyrir hann verður lögð: Hvar er Wallen berg: Hvað kom fyrir hann? Er hann enn í sovézku fangelsi? T rúlofiítisrNringar Fliót afereiðsla Sendum aeen nóstkröfu. Guðm. Þorsteinsson j pul!smiður Bankasrræti 12 27. júní 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.