Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 8
L.ISTAHÁTÍÐ er lokið. í fyrsta sinni hefur kvikmyndagerð opin- berlega verið talin til listgreina á íslandi. Þann skilning hlýtur að mega leggja í þá ráðstöfun að sýna að lokum hátíðarinnar, en þó inn an ramma hennar, íslenzka kvik- mynd, svo og aöra, sem hlotið hef- ur hin mikilvægustu verðlaun manna, sem eru áratugum á undan okkur í skilningi á kvikmynda- gerð. Þessi atburður ér mikilvægur og merkilegur áfangi í listasögu okk- ar í eðli sínu, ef ekki á annan hátt. Kvikmyndagerð á ekki langa þróunarsögu að baki, svo sem er um bókmenntir, málaralist o. s. frv. Hún er afsprengi tuttugustu aldarinnar framar öðrum listum — ef við eigum þá að vera sammála' um að nefna list, þegar við ræð- um kvikmyndir. Okkúr er það eiginlegt að öðl- ast seint og illa nýjan skilning á gamalgrónum hugtökum. í hugum þessarar þjóðar, sem alizt hefur tví mælalaust upp við þann skilning á kvikmyndum, að þær séu og eigi að vera skemmtitæki fyrir fjöld- ann, sem ekki veiti annað en and- artaks ánægjukennd, skilji ekki annað eftir í sálinni en nokkurs- konar matarást á fyrirbærinu, er kvikmyndin enn fjarri því að hafa öðlast þegnrétt sem listgrein. Vissulega hafa staðið harðar deilur með öðrum þjóðum um list- gildi kvikmynda, bent hefur verið á annmarka framleiðslunnar, auðg- unarsjónarmið framleiðendanna, verksmiðjuvinnubrögðin, en það hafa þessar umræður átt sam- merkt með öðrum líkum gegnum aldirnar, að ýmsir þeir, sem hæst hafa hrópað um léttvægi kvik- myndagerðar, hafa takmarkaðan skilning liaft á því starfi og grund vallarlögmálum þess, auk þess, sem þeir hafa sýnt furðulega af- neitun við að gera far um að kynna sér það, sem bezt hefur verið gert og hlotið hefur viður- kenningu þeirra, sem vísari hafa verið. Kvikmyndagerð, afsprengi tækni aldarinnar, er flókið fyrirbæri, sem ekki verður afgreitt með fá- um orðum, svo að fólk skilji það til nokkurrar hlítar. Þessum dag- blaðsþætti er ekki heldur ætlað neitt slíkt hlutverk, en aðeins að benda á nokkur atriði, sem varða bátt kvikmyndarinnar á lífi nú- tímafólks. Sagt er: Öll mikil list er ein- föld. Slíkt er reginfirra og blekk- ing. Á yfirborðslegan hátt getur hinn næmi einstaklingur öðlast vissa fullnægju við athugun sér- hvers þess verks, sem höfðar til eiginda hans sjálfs, án þess að þar sé um að ræða verk, sem hefur sammannlegt gildi — öll mikil list er sammánnleg, hefur alþjóð- legt gildi, -er byggð upp af mörg- um þáttum, þar sem fegurðin er einn, snjöll hugsun er annar, rök- rétt samhengi er hinn þriðji, verk- tækni er hinn fjórði, hlutlægt og hugíægt helzt í hendur í fullkomnu samræmi. Getur kvikmyndin fullnægt slík- um skilyrðum? Áður en lengra er haldið skul um við gera okkur með nokkrum orðum grein fyrir veröldinni í dag Sú veröld, sem við þekkjum í dag, er aðeins að einu leyti sú, sem var fyrir tilkomu kvikmynd- arinnar, fyrir tilkomu tveggja heimsstyrjalda, fyrir tilkomu tækni byltingar. Ytra form hennar er lítt breytt, fegurð náttúrunnar óbreytt, fegurð himins, hafs og moldar. Allt annað hefur í raun og veru tekið stökkbreytingum, þó ef til vill fyrst og fremst hugræn við- brögð mannsins við véröld sinni_ umheiminum, sem aftur eru afleið ing af endurskipulagningu þjóðfé- laganna. Eitt helzta einkenní þeirrar end- urskipulagningar er það, að heild- irnar innan þjóðfélagsins verða sí- fellt st'ærri, bændaþjóðfélög breyt ast í borgaþjóðfélög. Með tilkomu slíkra þjóðfélaga verða líka til fjöl miðlunartækin, blöð, útvarp, kvik myndir og nú síðast sjónvarp. Segja má, að þessi þróun hafi haft í för með sér þróun í lífi ein- staklinganna, sem í fljótu bragði virðist stangast á, en gerir ekki, ef nánar er að gáð. Alkunn er sú staðreynd, að hvergi verður einstaklingurinn meir einmana en í borgum, hvergi er honum liættara við smæðar- veiklun, hvergi kemst hann nær því að glata andlegu sjálfstæði sínu frammi fyrir þrúgandi valdi þeirra aðstæðna, sem myndast hafa eða hann telur hafa myndast. Hitt er líka jafn ljóst; stétta- munur hefur minnkað stórkost- lega, einstaklingurinn hefur feng- ið meira vald í hendur í gegnum stéttafélög, stjórnmálahópa o. s. frv. Klerkar, atvinnurekendur, ver aldlegt vald sýslumanna og ann- arra embættismanna er ekki leng- ur eins nálægt og ógnandi og fyrr. Þetta hefur svo meðal annars aft ur haft það í för með sér, að spurningin um valdið er meira um deild en fyrr. Menn hafa lært að efast. Menn hafa lært að tortryggja valdið og láta það opinberlega í Ijósi. í því sambandi þarf aðeins að minna á samband foreldra og barna, kennara og nemenda, verka manna og vinnuveitenda o. s. frv. ITALÍA: Ævli Og enn verðum við að bæta við: Þegar slíkar breytingar verða á því, sem menn álíta skyldur við þjóðfélagið, þegar slíkar breyting- ar verða á allri þjóðfélagslegri og einstaklingslegri viðmiðun, hlýtur að koma að því, að liugmyndir manna um mikilvægi alls sem er breytist, gildishugmyndir breytast í grundvallaratriðum. Sú bylting, sem af hlýzt veldur upplausn og niðurrifi fyrst í stað, menn grein ir á um markmið og leiðir. Þjóð- félagið verður sjálfu sér sundur- þykkt, menning þess verður ósam- stæð, frumstæð í ytri formum, unz aftur fæst jafnvægi — eða allt hrynur í rúst. Um þetta allt er ísland hið sjálf- sagðasta dæmi. Veröld tuttugustu aldarinnar samansiendur af þjóðfélögum, sem eru hvert af öðru að vakna til byltingar ,á sviðum þjóðfélagslegr- ar skipulagningar og einstaklings- viðhorfa. Jafnframt hafa þjóðir. heims flutzt svo miklu nær hver annarri BANDARl'KfiN: Elmer Gantry (Richard Brooks) g 27. júní 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ EFTIR HÖGNA EGILSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.