Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 3
Friðsamleg sambúð er stefna Sovét 47 ára afmælis Sovét- ríkjanna var minnzt í gær, og hafði sovézka sendiráðið að vanda boð inni, Kom þar fjöldi manns og ríkti andi hinnar friðsamlegu sambúð- ar síðustu ára. Ljósmynd- ari Alþýðublaðsins tók myndina, er Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra heilsaði Nikolai Túpitsín, hinum gerzka ambassador. WWWimWMWWVWWWMWVWHVWVVWWWWWW Ólga enn í S-Vietnam Saigon, G. nóv. NTB-Reuter. Forsætisráðherrann í Suður- Vietnam, Tran Van Huong, hvatti I dag þjóðina til að styðja ríkis- stjórn hans. Samtímis þessu var stjórn hans gagnrýnd harðlega af mörgum aðilum. Fyrrum forsætis Lange ásakar Frakka Ottawa, 6. nóvember (NTB-Reuter). HALVARD LANGE, utanríkisráð- lierra Noregs, sagði á blaðamanna fundi í Ottawa í dag, aö ósamkomu lagið innan Atlantshafsbandalags- ins orsakaðist fyrst og fremst af afstööu Frakka til samvinnunnar innan bandalagsins. Hann sagði, að Frakkland hefði í mörgum þýð- ingarmiklum atriðum liaft allt aðra skoðun en til dæmis Noreg- ur og Kanada. De Gaulle virtist telja Atlantshafsbandalagið frem- ur gamaldags hernaðarbandalag er gæti komiö að' notum á stríðsárum en væri hins vegar ekki fært um aö vera pólitískt tæki, er gæti átt jákvæðu hlutverki að gegna á frið artímum. Lange sagði að alla á- lierzlu yrði að leggja á að vinna að mciri og nánari sainvinnu og sameiningu NATO-þjóðanna á sviði hernaðar- og stjórnmála. ráðherra Nguyen Khanh yfirhers- höfðingi varaði við því í dag, að hernaðárjafnvægi'ð gæti breytzt Kína til góða, ef ekki yrði fast á málunum haldið af hálfu Banda- ríkjamanna. Blöðin í Saigon ræddu um það í morgun hvort þeir ættu að gangast fyrir kröfu- göngum móti stjórninni. Þá gekk orðrómur um það í Saigon í morg- un, að margir af meðlimum hins háa Þjóðarráðs hefðu í huga að segja af sér. Formaður ráðsins — Nguyen Chu sagði af sér for- mennskunni í gær. Ráðið kom saman í morgun til að ræða afsögn hans. Forsætisráðherrann átti í morg Frh. á 13. síðu. Moskva, 6. nóv. (NTB-R), Hinn nýi kommúnistaleiðtogi, Leonid Bresjnev, aðal- ritari sovézka Kommúnistaflokks- ins, lýsti þvl yfir í dag, að Sovét- ríkin myndu halda fast við stefnu sína um friðsamlega sambúð þjóð anna. Samtímis þessu hvatti hann ákaft til meiri eindrægni og sam- vinnu hinna kommúnisku landa. Hann lýsti yfir stuðningi við þá stefnu Krústjov-ríkisstjómarinn- ar, að lialda alþjóðlega ráðstefnu kommúnistaflokkanna til að ræða hin misjöfnu sjónarmið og ágrein ingsefni, en jafnfrámt lagði hann áherzlu á þýðingu frelsis og jafn- réttis hvers og eins. Er litið á þau orð í Moskva sem útrétta hendi til Kínverja. í ræðu sinni lét hann og fleiri orð falla, sem í Moskva eru túlk- uð á þann veg, að Moskva vilji vopnahlé í deilunni við Peking. Orðum Bresjnev um að það væri heilög skylda flokksins og ríkis- stjórnarinnar að styrkja einingu hinnar kommúnísku alþjóðahreyf- ingar, var fagnað af miklum ákafa í hinum 6 þúsund manna fundar- sal. Meðal áheýrenda voru kom- múnistaforingjar 12 landa, þeirra á meðal stór kínversk sendinefnd undir forystu leiðtoga síns, Chou En Lai forsætisráðherra. Hann sat aðeins fimm sætum frá sæti, Bresjnev og hlýddi á ræðuna án þess að nokkur svipbrigði sæjust á honum. Fundur þessi fór fram í Kreml og var haldinn í tilefni þess, að 47 ár eru liðin frá Okt- óber-byltingunni á morgun, laug- ardag. Bresjnev sagði meðal annars í ræðu sinni, að í samskiptum sín- um við önnur lönd bæri Sovét- ríkjunum að ástunda grundvallar- lögmálin um hið alþjóðlega eðli öreigalýðsins, bræðralagshug- sjónina og jafnréttiskröfuna. Hið sósíalíska samveldi væri bandalag frjálsra og jafnrétthárra þjóða. Óréttlátt væri að þvinga upp á þetta samveldi reynslu einstakra þjóða þess. Árangur sá, sem náðst hefur í hverju landi fyrir sig, verður að liggja til grundvallar, þegar metin er sú stefna, sem fylgja skal, og ekki kreddufastar kennisetningar, sagði Bresjnev. Hann hélt því ákveðið fram, að það væri augsýnilega þörf fyrir alþjóðlega ráðstefnu kommúnista- flokka. Tilgangur slíkrar ráð- stefnu og einkunnarorð væri sam- heldnin milli flokkanna á grund- velli Marxismans, Leninismans og hins alþjóðlega eðlis öreigalýðsins og hin sameiginlega barátta kom- múnista til hins mikla marks. — Sovét-flokkurinn-vill gera allt það sem í hans valdi stendur til að þessi samheldni geti fengizt, sagði hann. Dauðadómun- um var framfylgt Pretoria, 6. nóv. NTB-AFP. HINIR þrír dauðadæmdu Afrík- anar og frelsissinnar, Mini, Khay- ings og Okabu voru í dag teknir af lífi I aðalfangelsinu í Pretor- iu. Voru þeir dæmdir til dauða liinn 16. marz í ár af dómstóli í Port Alfred eftir að liafa verið sekir fundnir um að hafa drep- ið vitni nokkurt, er átti að gefa skýringu I máli gegn meðlimum hinnar bönnuðu sjálfstæðislireyf- ingu Afríska Þjóðarþingið. — U Tliant aöalritari SÞ, páfinn, Sov- étstjórnin og margar ríkisstjórnir og félög víða um heim höfðu beðið Verwoerd forsætisráðherra um að breyta dauðadómnum. Hæstirétt- ur vísaði þessum beiðnum liins vegar á bug. Þá var í dag hinn 27 ára gamli hvíti kennari John Harris dæmd- ur til dauða fyrir að bera á sér sprengju. Sprengja þessi sprakk síðar og olli dauða margra manna. Harris kveður það ekki hafa verið ætlan sína að gera neinum mein með sprengjunni, Hann er af ev- rópskum uppruna. BRESJNEV Bresjnev sagði í ræðu sinni, að óvinir kommúnismans vildu gjarn- an nota óeininguna innan hinnar alþjóðlegu kommúnistalireyrfing- ar sér til framdráttar en hin kommúnísku ríki hefðu sjálf myndað aðallínu sína á Moskvu- fundunum árið 1957. Ályktun sú, er gerð var árið 1960, setur þaff skilyrði, að höfð séu samráð til aff fjarlægja ágreiningsefni og vinna saman að myndun einnar ákveð- innar stefnu. Sovétleiðtogarnir eru þeirrar skoðunar, að slík ráð- stefna sé nú og framvegis bezta leiðin til þess að fjarlægja á- greiningsefni. Bresjnev lagði áherzlu á frelsi og jafnrétti hinna kommúnisku landa. Ekkert sósíalskt land er eitt, hvort sem það er nýtt eða gamal*. Þau liafa sameiginlega hagsmuni, svipuð þjóðfélagskerfi og sameiginlega þörf til að verj- ast kapítalismanum, sagði Bresj- nev að lokum. París, 6. nóv. (NTB-AFP). ALÞÝÐUDAGBLAÐIÐ í Peking, sem er málgagn kommúnistaflokks ins og ríkisstjórnarinnar, segir 1 leiðara í dag í tilefni 47 ára af- mælis októberbyltingarinnar, að deilan milli Kína og Sovétríkjanna sé aðeins smádeila, sem unnt eigi að vera að losna við mjög skjót- lega, að því er segir I frétt frá fréttastofunni Nýja Kína. Fer Peron senn til Argentínu? Madrid, 6. nóv. NTB-AFP. Juan Peron, fyrrverandi forseti Argentínu, mun í næstu viku halda með mikilli leynd frá Spánl, þar sem hann hefur nú dvalizt um nokkurra ára skeið, síðan hann hrökklaðist frá völdum — til ná- grannalands Argentínu, sennilega Uruguay. Er þetta haft eftir á- reiðanlegum lieimildum I Madrid. Frá nágrannalandi þessu mun hann síðan hvetja argentísku þjóðina til þess að veita sér stuðn ing til þess að komast til valda á ný. Pólitískir fréttaritarar í Madrid benda á, að Peron hafi lýst því yfir opinberlega að haiin muni halda til heimalands síns fyrir ára mót. Heimildir, sem eru í nán- úm tengslum við Peron, segja, að aðstæður í Argentínu séu mjög heppilegar fyrir afturkomu for- setans nú. Meirihluti liðsforingja í her landsins, var spurður með mestu leynd nýlega, sagði — að hann myndi ekkert aðhafast, ef Peron kæmi til landsins á ný. —. Myndu þeir ekki snúast geg* Peron, hverjar skipanir sem þeir svo fengju. Gordon-Walker fær þingsæti Lundúnum, 6. nóv. (NTB-Reuter). EINN af þingmönnum brezka Verkamannaflokksins í neðri málstofunni, Reginald Sor- ensen, hefur samþykkt að taka á móti aðalstign og flytj ast upp í lávarðadeildina til þess að gefa utanríkisráð- herranum Patrick Gordon- Walker tækifæri til þess að verða kjörinn í þingsæti í neðri málstofunni. Kom þetta frá góðum heimilduin í dag. WMIWUUWUWMWMWUWM! ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7. nóv. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.