Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 10
Húsgögn á 1000 fermetrum 1 Höfum opnað húsgagnaverzlun að LAUGAVEGf 26 Glœsilegt húsgagnaúrval á tveimur hœðúm LAUGAVEGI 26 — SÍMI 22 900 Ferðabók Ólafs Ólaviusar Reykjavík, 5. nóv. — ÁG. ÍIT er koniin hjá Bókfellsút- gáfunni Ferðabók eftir Ólaf OI- avius, íslending, sem lengstum var búsettur í Danmörku. Er bók- in rituff um þriggja sumra ferffa- lag Ólafs til íslands á árunum 1775-1777, og rannsóknir, sem hann gerffi þá. Steindór Steindórs son frá Hlöffum hefur þýtt bókina. í bókinni er meðal annars greint frá landshögum í norð- vestur, norður og norðaustur- sýslum íslands á fyrrnefndu tíma bili. Einnig eru í henni ritgerðir Ole Henckels um brennistein og brennisteinsnám og Christian Zieners um surtarbrand. í formála, segir þýðandi, að ÓI- afur þessi hafi fæðst á Seyðis- firði, vestra árið 1741. Var hann Ólafsson, en latiniseraði nafn sitt síðar að lærðra manna sið. Ingi björg, s.vstir Olaviusar var amma Jóns Sigurðssonar forseta. Olav- ius brautskráðist úr Skálholtsskóla og réðst til læknanáms hjá Bjarna Pálssyni, landlækni 1762. Hann hóf Háskólanám í Höfn 1765. — Bachalársprófi í heimspeki lauk hann 1768. Olavius ritaði mikið og stundaði útgáfustarfsemi. Lang- mest verka Olaviusar var ferða- bók sú, sem nú er komin út. í lok formálans segir þýðandi: „Skerfúr sá, sem Ólafur Olavius hefur lagt til íslandsmála á tíma- bilinu, þegar þjóðin er að rakna við eftir langan svefn, er svo Sir Alec bjartsýnn á afstöðu Kinverja Sir Alec Douglas Home, fyrrum forsætisráðherra Breta sagffi í ræffu í London I dag, aff Kínverj- ar mundu fyrr eða seinna styðja þá skoffun Rússa, aff komast mætti hjá styrjöld. Hann sagði, að smám saman mundu leiðtogarnir í Moskva hafa j sameiginlegra hagsmuna að gæta : ásamt Bretum og Bandaríkja- mönnum varðandi nauðsyn þess, að friðsamlegt og tryggt ástand ríki í heiminum. merkur, að nafn hans má geym- ast meðal annarra þeirra, sem ruddu brautina til viðreisnar ís- lands á 18. öld.” Bókin er 330 blaðsíður á stærð, öll hin vandaðasta í útgáfu. LR sýnír Framhald úr opnu. tvö. Leikendur eru Helgi Skúlason og Guðmundur Pálsson. Leiktjöld eru efti|r St^einjþór Siguilðpson. Thor Vilhjálmsson þýddi. Sveinn Einarsson gat þess, að nú yrðu teknar upp á ný sýningar á leik Jökuls Jakobssonar, Hart í bak Verður það þriðja leik- árið og næsta sýning sú 195. í röðinni. Starfsfræðsla Framhald af 5. síffu. Starfsfræðsludagur Suðurlands er fyrst og fremst ætlaður ungl- ingum og fullorðnu fólki á Suður- landi en reykvísku æskufólki og aðstandendum þess er einnig vel- i komið að sækja þessa fræðslu en ýmsir þættir hennar verða tæpast kynntir á starfsfræðsludögum í Reykjavík. | Bílar ganga milli Selfoss og j Hveragerðis og milli Selfoss og I Eyrarbakka og Stokkseyrar. —■ j Aðgöngumiðar að þeim fást í Iðn- skólanum á Selfossi. i Starfsfræðslan hefst'með hátíð- j legri aVhöfn í Selfossbíói kl. 13. I Má gera ráð fyrir að alls verði I hátt á annað hundrað manns við störf á þessum degi. Onnur útgáfa Framhald af 7. síðu ur gefið út vinsælar unglinga- bækur. Er sú saga byggð á ferða- lagi höfundar suður til Kanaríeyja. Bókin er 85 bls að stærð, myndir eftir Þórdísi Tryggvadóttur. Þá hafa blaðinu borizt tvær þýddar sögur frá ísafold. Er önnur nýtt bindi, hið tólfta, í ritsafni Jack Londons sem forlagið gefur út, og nefnist þessi saga í lang- ferff meff neistanum. Hin sagan er Guro eftir Anitru-— sem mun vera dulnefni norsks höfundar. Stefán Jónsson námsstjóri hefur þýtt báðar sögurnar sem eru 298 og 220 bls. að stærð. SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. AlþýÖublaÖið Sími 14 900. vantar unglinga til að bera hlaðið tu áskrif enda í þessum hverfum: Bergþórugötu Melunum Högunum Laufásveg Rauðarárholti Afgreiðsla Alþýðublaðsint Síml 14 900. mzm 'j 10 7. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.