Skólablaðið - 01.09.1919, Síða 12

Skólablaðið - 01.09.1919, Síða 12
140 SKÓLABLAÐIÐ eru þó airövitaS heröarlegar undantekningar. Þyríti nú þetta endilega svo að vera, væri þaS ekki álitlegt, aS fara aS lengja skólatímann. En svo vaknaSi jafnframt hjá mjer þessi spurn- ing: Er ekki eitthvaS öfugt og athugavert við þá skólament- un, sem ber þessa ávexti? Og jeg á hjer ekki eingöngu viö barnafræösluna, því leiSi og óbeit á náminu mun brenna við engu síSur í hinum svokölluSu æöri skólum. Sömu umkvört- unina, hefi jeg sjeS í útlendu tímariti, sem um kenslumál fjall- ar. Þar var nýlega borin fram þessi sama spurning, og komist aS þeirri niöurstööu, aS skólafyrirkomulagiiS þyrfti mikilla breytinga viö. ÞaS hefir víst veriö og er álit margra, aö helstu menning- arþjóðirnar hafi komiS skóla- og mentamálum sínum í mjög gott horf, og að ekki væri annaö en að fara til þeirra og læra af þeim. En hvaö skal segja um þá menningu, sem hefir þessa æöisgengnu styrjöld, sem nú geisar, á samvjsku sinni; eitthvað meira en lítiö hlýtur henni að vera ábótavant. Því er líka þannig variö, aSmeðalþessaraþjóöasjálfraheyrastnúfleiri og fleiri raddir, sem halda því fram, aö xnenningin sje komin út á hinar verstu villigötur, og aö alt skólafyrirkomulagiö þurfi bráörar endurskoöunar við. Nú fyrir nokkru hefir svo komiö fram ný stefna í uppeldismálum, en hún er vitan- lega ung enn þá og því lítiS reynd, en sú reynsla, sem fengin er, gefur hinar bestu vonir um ágæti hennar. Stefna þessi er kend við ítalskan kvenlækni, dr. M a r í u Montessori, sem hefir gert tilraunir meö kenslu smábarna nú i meir en io ár á alveg nýjum grundvelli. Af því að jeg var svo heppin síöastliöiö sumar, aS ná í bók, sem hún hefir skrifað um kensluaöferöir sínar, og sem mjer finst mjög til um, langar mig til aö gera stuttlega grein fyrir þeim. Jeg hefi þá trú, aö í þeim sje falið frækorn, sem betri og fegurri menning, en viö nú þekkjum, eigi aö spretta upp af. Bók þessi hefir þegar veriö þýddd á öll helstu mál heimsins, og allstaðar vakiö mikla athygli. Margir kennarar hafa feröast

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.