Alþýðublaðið - 15.10.1965, Side 15

Alþýðublaðið - 15.10.1965, Side 15
Mikil atvinna á Eskifirði Eskifjörður, MB — ÓTJ. HÉR cr norðan kaldi og hráslaga legt, en hefur ekki snjóað1 ennþá. Mikið fjör hefur verið í atvinnu lifinu, og nokkur niannaskortur gert vart við sig þegar mest gekk á. Töluvert er af aðkomufólki, en það hefur ekki alltaf nægt til. Verksmiðan hefur fengið um 208 þúsund mál til bræðslu, 41 þúsund í salt og 43 þúsund til frystingar. fþréttafréttir... B'rh. af 11. síðu. Ungverjarnir sigruðu í fyrri leiknum með 10—2 og fara því í aðra umferð með 16—2 saman- lagt. ★ LVERPOOL vann Juventus, Ítalíu 2—0 í síðari leik félaganna í Evrópubikarkeppni bikarmeist ara. ítalarn.ir unnu fyrri leikinn 1—0 og Liverpool fer í aðra um- ferð. ★ RÚMENÍA, sem er núveranö; heimsmeistari í handknattleik kvenna lék tvo landsleiki við Sovét ríkin nýlega. Rússar sigruðu í báð- um leikjunum 5—4 og 8—6. KJarvaisstaðir,.. Framhald af 2. síðu. samþykkt samhljóða á fundi sín- um í dag ályktun, sem færð var til bókar á þessa leið: „Lagðir fram tillöguuppdrættir Hannesar Davíðssonar arkitekts að myndlistarhúsum á Mikla- túni, en um er að ræða tvær að- albyggingar ásamt tengibygg- ingu til sameiginlegrar þjónustu fyrir starfsemi þar og almenn- ingsgarðinn. Samþ. Borgarráð samþykkir, að Reykja- víkurborg gangist fyrir bygg- ingu sýningarhúss myndlistar- manna, skv. nánara samkomu- lagi við myndlistarmenn (vest- ari byggingin ásamt tengibygg- ingu) og standi fyrir byggingu sýningarhúss, sem sérstaklega verði ætlað til sýninga á verkum Jóhannesar S. Kjarvals listmál- ara (eystri byggingin), og verði byggingarnar tengdar nafni hans”. Stuðningur hvers okkar um sig og ályktun borgarráðs um bygg- ingu sýningarhúsa myndlistar er á þessum tímamótum gerð Jóhann- | esi Kjarval til heiðurs, en í fullri I hreinskilni sagt, gerð jafnframt af eigingjörnum ástæðum, í eigin þágu, til þess að við og eftirkom- endur okkar megum njóta listar hans og þeirra ávaxta, sem af henni spretta. Samkvæmt þessari ál.vktun er það ætlunin, að þau málverk eftir Kjarval, sem Reykjavíkurborg á þegar, og borginni áskotnast síð- ar, verði stöðugt til sýnis til að gefa borgarbúum, landsmönnum öllum og gestum kost á að kynnast list Kjarvals. Og það er von okkar og trú, að slík Kjarvalssýning í tengslum við sýningar upprenn- andi og mótaðra listamanna sam- tíðarinnar megi verða íslenzkum listum skjól og stuðningur til vaxt ar og þroska. Þeir Kjarvalsstaðir, sem hér munu rísa á Miklatúni, andspænis minnismerki Einars I Benediktssonar, munu verða prýði | höfuðborgar og lands, — í senn mönnum aðdráttarafl til að njóta listar og aflvaki til að skapa list. Einar Benediktsson kvað: Að þræða sinn einstíg á alfarabraut að eilífu er listanna göfuga þraut, að aka seglum á eigin sjó, einn, meðal þúsunda fylgdar. Jóhannesi Kjarval hefur tekizt þetta. Það hefur vafalaust kostað hann þjáningar og fórnir, en von- andi einnig gleði og fullnægingu. Óg nú er list meistarans hverjum íslendingi nátengd og eilíf upp- spretta fegurðar og lífstrúar, og maðurinn sjálfur okkur öllum ó- gleymanlegur. Við þökkum Jóhannesi Kjarval listaverkin, en fyrst og fremst vilj- um við á þessari stundu sameinast í óskum þúsundanna, að maðurinn Jóhannes Kjarval og allt, sem hon- um er kært, megi njóta heilsu og ’ hemingju, gæfu og guðs blessunar. J Með þessum orðum lýsi ég þvi l yfir, að þessi sýning Kjarvalsmál- , verka er hafin. Bifreiéaeigendur sprautum og- réttum Fljót afgreiðsla Bifreiðaverkstæðið Vesturás hf. Síðumúla 15B, Sími 35740. Hjélbarðaviðgerðir OPID ALLA DAGA (LÍKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FRÁ KL. 8 TXL 22. Gúmmívinnustofan h.f. Sklpholtl 35, Reykjavík. Simar: 31055, verkstæðið, 30638, skrifstofan. BRIDGESTONÍ veitir aukið öryggi í akstrl. BRIDGESTONBJ ávallt fyrirliggjandi. \ GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir. Gúmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-0-84. Síaukin sala sannar gæðin. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR MADE IN U.S.A „Camel stund er ánægju stund!w Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN. Eigiö | Camel stund Istrax í dag! t i i f f t « « ( t t ALÞYÐUBLAÐIÐ - 15i október 1965 |S

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.