Alþýðublaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 3
Rjúpan stygg en! í stórum hópum Reykjavík, GO. Geysimikil rjiipnamergð er nú I í Þistilfirði og meiri en menn muna eftir áður á þessum tíma árs. Heyrst hefur að stærstu rjúpna hóparnr þar nyrðra þeki um hekt Mikið um suður- ferðir sjómanna Seyðisfirði —GB. GO. Bátur og bátur var að lóna á stað áleiðis á miðin í gærdag. Hér hefur verið landlega og margt skipa, en það léttir mikið á bæj arbragnum, að margar skipshafn ir fljúga suður í landlegunni og er algengt að 2 þéttsettnar rútur fari héðan til Egilsstaða á dag með sjómenn, sem ætla suður með flugvél. Talsverður snjór er kominn í fjöll og keðjufæri á Fjarðarheiði Um hana er hinsvegar svo mikil umferð að snjór á henni treðst jafnhraðan og hefur ekki orðið ó- fært ennþá. ara lands, en hitt kemur á móti I að rjúpan er ákaflega stygg og erfitt að komast í færi við hana Þrátt fyrir allan þennan fjölda fá beztu skyttur ekki nema um hálft hundrað rjúpna á dag og þykir það lítið miðað við mergð ina. Hópartnir fljúga upp með gassa, þegar skyttumar nálgast og mörgum tilfellum sitja þær eftir með sárt ennið, en enga rjúpu. Annars eru litlar fréttir ennþá Framhald á 10. síðu. Yfirmenn Lands- virkjunar ráÖnir Á fundi sínum 26. þ.m. ákvað stjórn Landsvirkjunar að ráða Halldór Jónatansson, lögfræðing, I sem skrifstofustjóra, Ingólf Ág- ústsson, rafmagnsverkfræðing,' sem rekstursstjóra og Dr. Gunnar Sigurðsson, byggingarverkfræðing j sem yfirverkfræðing Landsvirkj | unar. Enginn ráðinn á Litla Hrauni Reykjavík — GO. Umsóknarfrestur um embætti forstöðumanns vinnuhælisins á Litla Hrauni var auglýst laust til umsóknar nú fyrir nokkru. Um sóknarfrestur rann út í fyrradag og hafði þá enginn sótt inn. Núver andi forstöðumaður, Guðmundur Jóhannsson, hefur gegnt embætt inu um árabil, en lætur af störf um nú um áramótin. Mun með öllu óráðið hvað þá tekur við. Vistmenn á Litla Hrauni eru nú rúmlega 20, en 7 rými eru laus. Má þó búast við að þau fyll ist von bráðar, bví aðsókn er mik il nú upp á síðkastið, ekki síður en endranær. Mikið léttir það á Litla Hrauni að ungir menn, sem í fyrsta sinn eru dæmdir til refsivistar, eru nú yfirleitt sendir vestur á Kvía- bryggju í Grundarfirði, þar sem rými er fyrir 14 vistmenn. í fyrst unni var vinnuhælið þar vestra einkum ætlað barnsfeðrum, sem ekki standa í skilum með meðlög sín, en raunin hefur orðið sú að undanfarin ár hafa þeir verið í miklum minnihluta. Þannig hefur að einhverju leyti verið leyst það vandamál, að á Litla Hrauni var óhjákvæmilegt að ungir menn sem í fyrsta sinn tóku út refsivist, væru meira og minna samvistum við forherta af brotamenn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Mjög merkilegur fundur, segir þjóðminjavöröur Reykjavík — OÓ. Vopnin sem fundust á Grísa tunguheiði eru nú komin í vörzlu Þjóðmikjasafnsins og sýndi Kristján Eldjárn, þjóð minjavörður, blaðamönnum þau í gær. Kvað hann þennan fund mjög merkilegan, ekki eingöngu fyrir að finna atgeira hér á landi heldur einnig fyr ir að finna þrjá í einu á þess um stað, sem er mjög óaðgengi legur, en vopnin fuijdust í stór grýttri og brattri urð þar sem menn eiga sjaldan leið um, nema helst smalar og rjúpna skyttur. Erfitt er að segja um hvernig á þeim stendur þarna, en sennilegasta skýringin er að menn hafi villst af vegi og skil ið vopn sín þarna eftir. Vopnin eru mjög heilleg og liggur í augum uppi að þetta eru atgeirar, eða hellebred, eins og þau voru kölluð í Norð ur-Evrópu og voru algeng á 16 öld. Talið er víst að þau hafi verið borin mikið hér á landi á þessum tíma, þótt aðeins einn atgeir hafi fundist hér áður, og ;r hann á Þjóðminjasafni. Það vopn fannst árið 1870 í Vatns skarði. Er það mun verr farið en atgeirarnir sem fundust á Grísatunguheiði. Þjóðminjavörður sagðist ekki treysta sér til að tímasetja þessa atgeira nákvæmlega að svo stöddu, en nær öruggt má telja að þeir eru frá 16 öld frá dögum Jóns Arasonar, eða Magnúsar prúða. En höfðingjar á þeim tímum höfðu gjama sveitir vopnaðra manna í sinni þjónustu, þótt vopnaburður væri almennt lagður niður. Atgeirarnir þrír eru af sitt hvorri gerð, þótt um samskon ar vopn sé að ræða. Sköftin fylgja tveimur þeirra og eru undarlega lítið fúin, en skaft hins þriðja fannst ekki. Óhætt er að fullyrða að atgeirarnir eru smíðað’r í vopnasmiðjum erlendis. Þeir eru alls ekki smíði búhags manns, heldur fagvinna. Á einum þeirra er stimpill vopnasmiðsins. Er hann m.iög gremilegur og ef vopnfróðum manni tekst {að þekkja hann er auðvelt að kom ast að hvar atgeirinn er smíð aður óg hvenær, en þessi vonn voru alaengustu bardagatæki fótgönguliða í Evrópu á sínum tíma. Vera má að við nánari rann sókn finnist merki vopnasmiða á hinum atgeirunum einnig. Það er á stærsta atgeirnum sem stimpillinn fannst, er hann 233 sm. á lengd með skafti og er það áttstrent. Hitt skaftið er styttra og mjórra, enda oddur og blað heldur minna. Eins og sagt liefur verið frá var það Davíð Guðmundsson, sem fann vopnin þegar hann var á rjúpnaveiðum. Lét hann Hjört Tryggvason í Húsavik vita af fundinum og gerðu þeir þjóð minjaverði viðvart og fóru þeir á staðinn, að beiðni lians og náðu í gripina. Leituðu þeir mjög vandlega á staðnum bar sem atgeirarnir fundust og um hverfis hann en fundu ekki fleira markvert og livergi rák ust þeir á þriðja skaftið. Telja þeir að snjór liggi miög lengi á jörðu þarna. og mun það eiga sinn þátt í að hve vel vontvn hafa varðveitzt. Skömmu eftir að beir héldu til bvpgða kinf*di niður snjó á Grísatunguheiði og verður ekk' um frekari leit að ræða í vétur og iafnvel ekki Framhald á 10. síðu. Atgeirarnir, sem fund ust á Grísatunguheiði. Smith neitar að ræða við leiðtoga blökkumannanna Salisbury, 28. október. Forssetisráðherra RócLesíu, lan Smith lýsti því yfir í dag, að hann ekki mundi sctjast við samninga- borð með leiðtogum blökkumanna í Ródesíu. Hann hélt því fram að þeir virtu ekki stjórnarskrána. Kvaðst Smith margoft hafa sagt þetta áður, og hefði engin breyt- ing orðið á afstöðu hans til þess- ara mála. Smith gaf þessa yfirlýsingu sam tímis því, sem Harold Wilson for- sætisráðherra Breta ætlaði að fara að ræða við leiðtoga blökku- manna um þann vanda, sem fyr- irhuguð sjálfstæðisyfirlýsing Ró- desíu hefur þegar skapað. Til þessa j hefur Wilson ekki tekizt að fá i blökkumannaleiðt. til að lýsa yfir j stuðningi við stjórnarskrána frá j 1961, þar sem þeir telja að hún hafi í för með sér að yfirráð hvítra manna muni haldast í Rhódesíu. Þeldökkir íbúar Ródesm eru fjórar milljónir, en hvítir I land inu eru 217 þúsund. Brezka stjórn in er þeirrar skoðunar, að landið verði að fó stjórnarskrá með á- kvæðum um að er fram líða stund ir þá verði það meirihlutinn sem stjórni, en ekki minnihlutinn eins og nú er. Wilson og Smith snæddu há- degisverð í dag hjá brezka lands- stjóranum í Ródesíu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. okt. 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.