Alþýðublaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 7
(?>00000000000000000000000>000000<>0000000000000000< 0 Stefán Júlíusson: LOFTI Eitt atriði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er endur- skoðun skólamálanna. Þetta viröist nú vera eins konar kjör- efni á alls konar fundum og samkundum um landið þvert og endilangt. Álylctunum og samþykktum um þessi mál rignir bókstaflega yfir þjóðina. í stefnuyfirlýsingu rikisstjórn- arinnar er minnzt á nýskipan á yfirstjórn fræðslumálanna. — Það er orð í tíma talað, og sannarlega ekki vonum fyrr. Þótt mikið sé skeggrætt um skólamálin, liefur sárálitið verið minnzt á breytingu á þeim þætti þeirra, sem er einna mest aðkallandi, áður en lengra er haldið: endurskipu- lagningu yfirstjórnar fræðslu- málanna, sjálfs menntamála- ráðuneytisins. Fræðslumála- stjórmn, ráðuneytið og fylgi- stofnanir þess, er löngu orðin úrelt að skipulagi og starfstil- högun. Skipulag þessara mála kann að hafa verið harla gott upp úr áldamótum, en nú hef-. ur skipulagsleysið tekið við, og hlýtur það að lama fram- kvæmdir og há starfsmönnum á margan hátt. Menntamála- ráðuneytið þarf að stokka upp frá grunni. Kominn er tími til að skipta ráðuneytinu í tvennt: menning- ar- og vísindadeild og fræðslu- og uppeldismáladeild. Undir fyrrnefndu deildina heyrðu að sjálfsögðu allar menningar- og vísindastofnanir, sjóðir og söfn, mennincfarviðskipti við litlönd o.s.frv. En hin deildin færi með yfirstjórn állra skóla- uppeldis- og æskulýðsmála. — Sérstakur ráðuneytisstjóri stýrði hvorri deild. Hér verður fræðslu- og upp- eldismáladeildin lítillega gerð að umtalsefni. Embætti fræðslu málastjóra hyrfi við þessa ný- skipan, hann yrði sjálfkrafa ráðuneytisstjórinn, í daglegu sambandi við ráðherra. Stofn deildarinnar yrði fræðslumála- skrifstofan, enda er hún í eðli sínu ekki sjálfstæð stofnun og hefur ekki úrslitaváld. Starf- semi eins og fjármálaeftirlit skóla, námsstjórn, sálfræði- þjónusta, æskulýðsyfirstjórn og fleiri skyldar stofnanir, sem nú siarfa út um borg og bý, rynnu þá inn í sjálft ráðuneyt- ið, og hver sérfræðingur stjórn- aði sínum málaflokki. Ýmsum kann að finnast, að þessar breytingar á ráðuneyt- inu séu ekki svo þýðingarmikl- ar, þegar fræðslumálin eru krufin til mergjar, vegin og metin og skipulögð að nýju. En ef menn kynnast málum gjörla og líta raunhæft á hlut- ina, mun þeim fljótt skiljast, að margklofin yfirstjórn, sem mótazt hefur og þróazt við allt aðrar aðstæður en nú ríkja, getur ekki rækt störf sín sem skyldi. íslenzkt þjóðfélag er orðið samfélag nemandans. — Langflestir þegnarnir eyða hartnær öllum bernsku- og æskuárum sínum við nám í einhverri mynd, og sumir miklu lengri tíma. Eðlilega þarf gíf- urlegar fjárfúlgur til að standa undir kostnaði við alla þessa fræðslu. Það er því auðskilið mál, að yfirstjórnin verður að vera heilsteypt og hafa góðum sérmenntuðum mönnum á að skipa. Það er bæði fjárliags- leg og fræðileg nauðsyn, þegar fræðslumálin eru gerð upp, til- raunum komið á fót og nýjung- ar reyndar. Ekki er ástæða til annars en sami ráðherra fari með menn- ingar- og fræðslumálin. Niiverandi menntamálaráð- herra hefur mikið látið að sér kveða í menningar- og fræðslu- málum. Sérstaklega vitna ýms- ar lagasetningar í hans tíð um framsýni, áhuga og skllning. En hans þyrfti að njóta méira við í framkvæmdum laganna. Endurskoðun fræðslukerfisins er ekki aðalatriði, framkvæmd- in skiptir meginmáli, nýjungar og tilraunir innan skóla og fræðslustofnana og árvökult starf og leit að bættum kennslu háttum og aðferðum. í fram- tíðinni verður starf mennta- málaráðherra því ærið verk- efni einum manni. Forysta hans vcrður æ þýðingarmeiri og tímafrekari. Ríkisstjórnin ætti sem fyrst að taka þetta mál til rækilegrar athugunar. Það er meiri þjóð- arnauðsyn en margur hyggur. OOOOOOOOOOoO<vOOOOOOOOOOO< X>OOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOO< TILKYNNING FRÁ Sparisjóði Dalasýslu Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiptavin- um vorum, að hinn 30. október 1965 mun Búnaðarbanki Islands yfirtaka rekstrar- starfsemi vora í Búðardal. Jafnframt því, sem vér þökkum viðskipta- mönnum vorum góð viðskipti á undanförn- um áratugum, væntum vér þess, að útibú Búnaðarbankans í Búðardal megi njóta þeirra í framtíðinni. Sparisjéður DaiasýsEu. " 1 ‘ : - Öflug starfsemi Varðbergs sl. ár Aðalfundur Varðbergs, félags endurminningum sínum á sviði ungra áhugamanna um vestræna utanríkismála. samvinnu, Rcyk.javík, var haldinn Fundarstjóri aðalfundarins var fimmtudaginn 14. okt. 1965 í Þjóð Heimir Hannesson lögfræðingur leikhúskjallaranum. Á fundinum og fundarritari Gunnar Gunnars var flutt skýrsla fráfarandi stjórn son stud oeon. ar um starfsemi félagsins á sl. Stefán Jóh. Stefánsson skýrSi starfsári og Stefán Jóh. Stefáns í erindi sínu, sem flutt var áður. son, fyrrverandi forsætisráðherra en aðalfundarstörf hófust, m.a. frá og sendiherra sagði frá ýmsum Frh. á 10. síðu. BÚNAÐARBANKI fSLANDS opnar útibú í BÚÐARDAL laugardaginn 30. okt. 1965 Jafnframt yfirtekur bankinn starfsemi Sparisjóös Dalasýslu. Afgreiðslutími: Virka daga kl. 10 — 12 og 2 — 4 nema laugardaga kl. 10 — 12. Útibúið annast öll innlend bankaviðskipti. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. okt. 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.