Alþýðublaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 8
i | i; í; i L > } i i í i I 'f I i i •i i Leikfélag Reykjavíkur: SJÓLEIÐIN TIL BAGDAD Leikrit í þremur þáttum eftir Jökul Jakobsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Tónlist: Jón Nordal Leikstjóri: Sveinn Einarsson SJÓLEIÐIN TIL BAGDAD eftir Jökul Jakobsson gerist í sama hverfi og Hart í bak fyrrum, lík- legast sömu götunni einhvers staðar í Vesturbænum. Landa- fræði leikjanna skiptir nú líklega minnstu. En fólkið í nýja leiknum er auðsjáanlega nákomið því í hinum fyrri og í sögum Jökuls. Öldungurinn Gestur Pálsson er til að mynda einhvers konar aígang- ur af fyrri körlum Jökuls, Anan- íasi í Gullbrúðkaupi og Jónatan í Hart í bak, og orðinn æðihrum- ur eins og von er tií. Signý er systir Árdísar í Hart í bak og Gunnu í skáldsögunni Dyr standa opnar; þetta eru allt tilbrigði einnar og sömu kvenlýsingar. Og þeir Halldór og Eiríkur halda á- fram og ljúka í bili lýsingu stráks- ins Láka sem hann nefndist í Hart í bak og hingað til hefur verið í sjónarmiðju í flestum verkum Jökuls. — Jökull Jakobs- son fæst jafnan við svipuð skáld- skaparefni, miðar staðfastlega að fullgildri skáldsköpun þeirra; Sjóleiðin til Bagdad er honum nýr áfangi á þeirri braut. Einhverjum kann að þykja þetta einhæfni. En einhæfnin er styrkur Jökuls hing- að til og sýnir staðfestu hans, þróunin sem fylgja má um verk hans með vaxandi valdi og skiln- ingi viðfangsefnanna einatt for- vitnilegri til þessa en verkin sjálf. Og nú hefur hann náð miklu full- komnari tökum á efnivið sínum en oftast áður, miklu meira valdi á listformi leikhússins. Sjóleiðin til Bagdad sýnir ótvírætt fram á það sem Hart í bak sannaði ekki öllum: að upp er kominn meðal vor leikritaskáld sem mikils má vænta sér af með fullum myndug- leik hans í leikhúsinu. Hart í bak var reyndar ekki tómur happ- drættisvinningur. ★ SIGRAÐUR LAKI. SIGNÝ. Strákurinn Láki hefur sem sagt hingað til verið aðal-viðfangsefni Jökuls Jakobssonar í ýmsum út- gáfum. Nú bregður svo við að þessari mannlýsingu virðist lokið og niðurstöður látnar uppi í mynd þeirra Eiríks og Halldórs, sem þeir fara með Helgi Skúlason og Steindór Hjörleifsson í Sjóleið- inni til Bagdad. Þetta eru hvort tveggja lokaðar, afmarkaðar manngerðir, heillegar og sam- kvæmar sér innan leiksins; sá tvískinnungur sem ein- att hefur lamað þessa persónu í meðförum Jökuls virðist yfirunn- inn við tvískiptingu hennar. í stað Láka er Signý nú komin í sjónarmiðju; leikurinn hverfist allur um þessa kvenlýsingu. Einn- ig hún, og leikurinn allur, nýtur sigursins yfir Láka;nú gætir ekki lengur þess stílklofnings sem með köflum dró máttinn úr Hart í bak, tvískinnungs draums og virkileika sem klauf og lamaði persónur Jökuls þar. Hér lánast honum fyrsta sinn samspuni í- myndunar og raunveru í persónu- sköpun sinni; hvort tveggja á sér eðlilega fótfestu í þeim veruleik sem leikurinn lýsir. Og þetta er tvímælalaust markverðasti áfang- inn hingað til í leikritun Jökuls Jakobssonar. En undarlegt er það að höfundurinn virðist ekki sjálfur gera sér meira en svo Ijósa grein fyrir raunverulegri stöðu jSignýjar í leiknum. Einfalt dæmi jþess er formáli leiksins um örlögip sem óneitanlega virðist utang^rna í munni Halldórs, þrátt fyrir jprýðilega framsögn Stein- dórs íljörleifssonar, en hefði, að breyttti breytánda, sómt sér mæta vel af vörum Signýjar. Eða jafn- vel móður hennar sem er skop- færð skuggamynd Signýjar og ör- laga hennar, steingerving, af- skræming þeirra — en í sömu náttúrlegu afstöðu til Signýjar sjálfrar og skuggi hennar á veggnum. Signý er hin eina sem liíir örlög í þessum leik. En hlut- verkið er furðu dræmt og hikandi skrifað; konunni er lýst, útlínur hennar dregnar, staða hennar skil- greind; en síðan er eins og höf- undur megni ekki að auka mynd hennar lífi, leggja henni lifandi mál á tungu, sanna hana þeirri sönnun sem ein dugir á sviðinu. Þessi óskýrleiki hygg ég að sé veigamesti ágallinn á Sjóleiðinni til Bagdad og komi æ betur í ljós við nánari skoðun verksins. Og Guðrún Ásmundsdóttir sem fór mjög fallega og smekkvíslega með hlutverk Signýjar megnaði ekki að yfirvinna hann á eigin spýtur sem varla er von — en sem að- eins það gæti gert úr þessu verki minnisverðan, verulega markverð- an skáldskap. Eins og höfundur skilst nú við það virðist það með einhverju móti óútkljáð, ekki nema hálf- samið, því lýsir ófullnuð staða Signýjar í þungamiðju leiksins — og leifarnar af Jónatan í gervi gamla mannsms sem engin þörf virðist hér og mundi hverfa í end anlegri, fullnaðri leikgerð. ★ TSJEKHOV OG VESTURBLÆRINN. „Maðurinn vill virkileika. Og það er eins og ólánið sé eini virki- leikinn.” Þetta eru lykilorð að Sjóleiðinni til Bagdad, lýrisk heimspeki verksins í hnotskurn. Hún á mjög augljóslega rætur að rekja til Antons Tsjekhovs eins og að sínu leyti sú orðræðuaðferð sem Jökull er að ná valdi á í þess um leik þar sem samræðunni er fremur ætlað að miðla hugblæ en lýsa framvindu, sá samspuni óhöndlanlegs draums og ólán- legs veruleika sem hann leitast við að staðhæfa á sviðinu. Það þarf einurð til að ganga í skóla með þessum h.ætti. Sjóleiðin til Bagdad ber því vitni að ein- urðarleysi bagar ekki Jökul; hann hefur hagnýtt sér skólalærdóminn vel. Hér nýtur hann miklu meiri sviðskunnáttu en fyrr, staðbetri leikhúsþekkingar; og hér er stíll hans að sama skapi fágaðri og fjölbreyttari. Fyrirmynd Tsjek- hovs virðist greiða honum leiðina að sínum eigin upprunalega efni- við, hjálpa honum að afmá agn- úa og grófgerð sem áður spilltu verki hans, leiða honum hans eig- ið fólk fyrir sjónir í skírari birtu en áður. En kjarninn í verki hans er hans eiginn og óháður lærdómi og fyrirmynd svo sem væntanlega mun koma betur í ljós með fyllra valdi hans á þeim stíl sem hér er enn í deighi og mótun. Þegar fyr- irmynd Tsjekhovs verður horfin frá verki Jökuls munu eiginleg áhrif hans koma í Ijós. ★ FRUMRAUNIR. FYRIRHEIT. Engum getum skal ég leiða að því hve mikinn þátt Sveinn Ein- arsson leikstjórl muni eiga í end- anlegri mynd Sjóleiðarinnar til Bagdad. En sýnilegt er það að Inga Þórffari Helgi Skúlason og Valgerffur Dan. 8 29. okt. 1965 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.