Alþýðublaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.10.1965, Blaðsíða 6
GLUGGINN________ Sann uppgötvaði halastjörnuna HALASTJARNAN Ikeya-Seki fór fram hjá sólinni á fimmtudag í síðustu viku. Með ferðum henn- ar fylgdust þúsundir áhuga- samra manna og stjörnufræð- ingar horfðu á hana í beztu óg sterkustu stjörnukíkjum, sem til eru á jörðinni. Amerískir stjörnu fræðingar hafa sagt, að hala- stjarnan sé sú athyglisverðasta, sem sést hefur síðan árið 1882. Hali stjörnunnar er 16 milljón kilómetra langur. í litlu húsi í Bentenshima í Japan, 300 km. frá Tokio, býr ung ur maður, Kaoru Ikeya. Hann er mjög stoltur yfir þvi, að hann var sá fyrsti, sem kom auga á halastjörnuna. Litla húsið, sem hann Ikeya býr í mundi ekki vera álitið mannabústaður í Norður- Evrópu, en í Japan er veðrið gott og íbúam'r eru sterkbyggð- ir og nægjusamir. Húsið stendur við Hamamako-sjóinn. Þess vegna er hafið, himininn og stjörnurnar mikíll hluti i lífi fjölskyldunnar, sem býr í litla húsinu, en þau eru sjö, Kaoru Ikeya, foreldrar hans, systir hans og þrír bræður. Kaoru hefur ætíð haft mikinn áhuga á stjömu- fræði og þegar hann var 13 ára las hann fyrstu bókina um stjörnurnar, og efni bókarinnar gagntók hann, því að hann þekkti stjörnurnar, þær voru hluti af lífi hans. Hann þurfti aðeins að líta upp í himininn, þá sá hann þær tindra. Eftir lestur bókarinnar jókst áhugi hans stöð ugt á stjörnufræði. Hann varð samt að hætta námi eftir gagn- fræðaskóla til þess að hjálpa fjölskyldu sinni fjárhagslega. Hann fór að vinna við að fægja píanó í verksmiðju, sem var að- ems fjóra kílómetra frá heimili hans, og þar vinnur hann enn. Áður en Kaoru hætti 4 skóia hafði hann sett sér það takmark, að hann vildi unngötva hala- stjörnu. Hann skrifaði þekktum stjörnufræðingi f Nagoya, hvort hann • gæti útvegað sér Þ'nsur í stjörnukíki, en stjörnufræðing- urinn svaraði honum og sagði, að það væri nú hægara sagt en gert að uppgötva halastjörnu, jafnvel þó að menn hefðu ákveð- ið það. Samt sem áður gat Kao- ru safnað saman um þúsund krónum til þess að kaupa linsur í stjömukíki. Það tók Kaoru Ikeya tvö ár að smíða stjörnu- kíkinn. Uppi á þakinu á húsinu þeirra er smáútsýnispallur og þar eru þrír stjörnukíkjar, sem Ikeya hefur smíðað sjálfur. Ike- ýa segist hafa smíðað kikjana samkvæmt því sem Newton kenndi, og segir að þeir ættu þá alde’lis að vera nógu góðir handa sér. Þarna uppi á pallinum litla hefur Kaoru Ikeya eytt mörgum nóttum í það að horfa á stiörn- urnar. Og aðfaranótt 2. janúar 1963 fór hann upp á pallinn með fyrsta kíkinn sinn. Hann beindi honum að Vatnsberamerkinu. Skynd!lega sá hann eitthvað, sem ekki átti að vera þarna sam- kvæmt stjörnukortinu. Það var eins og lýsandi strik á himnin- um. Hann starði á þetta ut.an við s;g og ör af gleði. Svo klifraði hann niður af pallinum, tók hiól- ið sitt og hjólaði niður á símstöð. Hann stóð fyrir utan hana, þeg- ar opnað var og hann sendi strax símskeyti til rannsóknastöðvar- innar í Tokio um að hann hefði séð halastjörnu. Svo fór hann til vfnnu sinnar í píanóverksmiðj- unni án þess að hafa orð á þessu við nokkum mann. Stjömurann- sóknastöðin í Tókíó sendi síðar um daginn út staðfestingu á þessu, og rannsóknastöðvar um allan heim staðfestu, að um hala stjörnu væri að ræða, og að Ike- ya hefði verið sá fyrsti, sem tók eftir henni. Halastjörnunni var gefið nafnið Ikeya 1963. Blaða- menn og ljósmyndarar streymdu að litla húsinu í Bentenshima og kvikmynd var gerð um fátæka drenginn, sem alltaf var að 'horfa á stjörnurnar. En Kaoru Ikeya hélt áfram að vinna í píanó verksmiðjunni og hann hélt á- fram að horfa á stjörnurnar. — Svo 1964 uppgötvaöi hann enn aðra halastjörnu og 19. septem- ber s. 1. upplifði hann enn þá hinn mikla atburð, þegar hann fyrstur kom auga á halastjörn- una, sem fór fram hjá sólinni nú um daginn. Halastjarnan fékk nafnið Ikeya-Seki, þar sem annar Japani, Seki, tilkynnti um hala- stjörnuna stundarfjórðungi eftir að Kaoru Ikeya hafði tilkynnt um hana. Og síðan hafa stjörnurann- sóknastöðvar um allan heim fylgzt með ferðum halastjörnunn Framhald á 10. síðu. Halastjarnan, Ikeya-Seki. £ 29. okt. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Langþráð barn Litli drengurinn á myndinni geispaife stórum og finnst heimurinn ekkert sérstaklega merkilegur, en móðir hans er óumræðilega hamingjusöm. Hún heitir Britt Louise Eiriksson og býr í Stokkhólmi. í ágúst 1964 eignaðist hún sjöbura, eftir að hún hafði fengið um nokkurn tíma hórmónasprautur við ófrjósemi. Börnin dóu öll innan fárra klukkustunda eftir fæð inguna. En Britt vildi endilega halda áfram að fá hormóna- sprautur, og fyrir þremur vikum síðan rættist draumur henn ar um barn, þegar hún eignaðist lítinn son. <xx>ooooooooooooooooooooooooooooo< spurðar voru, svaraði því til að hún svæfi nakin. Flestar vildu heldur sofa í náttkjólum heldur en náttfötum, því að — eins og þær sögðu — þá væru þær meira „sexy”, og slíltt hlýtur auðvitað að hafa ákaflega mikið að segja í Frakklandi. □ Framleiðendur náttfata í Þýzka landi hafa miklar áhyggjur af sölu framleiðslu sinnar, þar eð svo margar þýzkar konur vilja heldur sofa naktar heldur en í náltfötum. Árið 1963 eyddi hver kona að með altali 240 krónum á ári til nátt- fatakaupa, en 1964 ekki nema 140 krónum. Þegar þetta fréttist til Frakklands, hóf franskt blað strax að kynna sér, hvernig ástandið í þessum málum væri í Frakk- landi. Þar seldist náttfatnaður kvenna fyrir um 1500 milljónir króna, og þó að þessi tala segi ekki til um kaup einstakra kvenna, kom það í ljós, að ein kona af hverjum fimmtán, sem □ Maður nokkur, sem var í þriggja ára fengelsi í Oregon fyrir ir brot á siðferði yfirgaf nýlega fangelsið og var þá orðinn kven kyns. Með tveimur uppskurðum og ýmsum hormónalyfjum var manninum breytt í konu sam- kvæmt eindreginni ósk hans sjálfs. Einn af yfirmönnum fangelsins gaf þær upplýsingar, aö orðið hefði verið við ósk mannsins, vegna þess að hann liafði sterk kvenleg einkenni og talaði með hárri sópranrödd. Ög fanginn sem heitir nú Hanna segist vera ákaf- lega hamingjusöm(samur). Hún hefur flutzt á nýjan stað, þar seni enginn þekkir hana, liefur fengið sér vinnu og byrjar nýtt líf, í ýtar- legri merkingu þeirra orða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.