Vísir - 14.11.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 14.11.1960, Blaðsíða 1
12 siður 12 síður 16. árg. Mánudaginn 14. nóvember 1960 258. tbl. NÝTA ÞARF BETUR VINNUAFL, HRÁEFNI OG FJARMAGN. 31t>ð því tsu's ttuku uy bœta fg'ttni Iviðslutm, Krusev geroi ao engu íréttina um að honum hefði veriö steypi af stóii, er hann tók sjálfur á móti Lio Shao tsi, forseta Kína, ■ cr sá hinn síðari kom á flugvöllinn í Moskvu. Krúsév er sagður ■ hafa sagt þessi orð við það tækfæri: — Jæja. hérna er é? þá. Síld uppi í landsteinum í Vestmannaeyjum. Bátar fengu 100-500 tn,—nokkrir sprengdu nætur og fengu ekkert. Frá fréttaritara Vísis. V estmannaey jum í morgun. Síld var alve? upp í land- steinum í gær við suðurenda Heimaeýjar við Brimurð Stakkaból 0? í Víkinni, og var mestur afli á bát 500 tn. Bát- arnir komu inn í gærkvöldi. 1 morgun var farið að hvessa og kominn austanstormur. Er eng- inn bátv.r á sió. Fara bátarnir á sjó þegar er gefur og er mikill hugur í mönnum. Það voru alls 38 bát- ar, sem voru á síldveiðum. Hug- inn var aflahæst.ur með 500 tn., sumir fengu um 250, en fjöltíinn með um 100, og enn voru nokkrir, sem sprengdu og fengu ekkert. Sildin er feit og góð. Hún hefur það af er verið fryst til beitu, en nóg hefur nú verið fryst í beitu til nota hér. Ford stækkar í Bretlandi. Ford-félagið ætlar að verja tugxun milljóna til umbóta í verksnúðjum sinum á Bretlandi. Stærstu verksmiðjur þess þar eru í Dagenham, Englandi. AIls mun félagið verja 70 milljónuxn stpd. til umbótanna. Bátarnir eru bæði með djúp- og grunnnætur. Þegar hún hverfur frá stendur hún djúpt og er erfitt að fást við hana, .en stundum er hún uppi í land- steinum. . ! í Haustsíldarveiði setur vax- I andi svip á athafnalífið hér i Eyjum. Það eru ekki nema 2—3 I ár, síðan farið var að veiða haustsíld hér, en þetta hefur farið mjög í vöxt og að margra ætlan mun haustsíldveiði verða mikið stunduð hér í framtíð- Pósilnienii fá ekki ..jólafrí." Brezkur alménningur fær póst borinn heim á jóladag svo sem verið hefur. Hefur póstmálaráðherra hafnað kröfum póstmanna um að eiga frí þennan dag til þess að geta verið heima hjá fjöl- skyldum sínum. Fundur var haldinn í Mál- fundafélaginu Oðni í ?ær, og flutti Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra framsöguræðu, langa o" ítarlega, sem hlaut ágætar undirtektir, oz tóku aokkrir til máls að henni lok- inni. í ræðu sinni ræddi fjármála- 'áðherra ýmsa þætti efnahags- málanna, 'og stefnt væri nú að því að stöðva verðbólguna og skapa atvinnu handa öllum við þjóðnýt störf. Nauðsyn væri á bættum vinnubrögðum og hag- kvmni til framleiðsluaukning- ar, svo og að gætt yrði ítrasta sparnaðar í ríkisrekstri. Þeir sem til máls tóku að lokinni framsöguræðu, voru Egill Hjörvar, Jóhann Sigurðs- son, Guðm. H. Guðmundsson, Guðjón Hansson og Sigurjón Bjarnason. ■ Á fundinum var gerð eftir- farandi ályktun, sem samþykkt var samhljóða. Fundur haldinn í Mál- fundafélaginu „Óðni“, félagi sjálfstæðisverkamanna og sjó- manna, ályktar eftirfarandi: Leggja ber áherzlu á, að frjálslynd og víðsýn efnahags- stefna sé ávallt ríkjandi í þjóð- félaginu, svo að framleiðsluaf- köst þjóðarinnar geti fullnýtzt, og meira verði til skipta fyrir landsmenn alla. í því sambandi bendir fundurinn á: Að lögð verði á það höfuð- áherzla, að næg atvinna sé tryggð hverjum vinnufærum manni við þjóðnýt störf. Að verðbólgan verði stöðvuð, og kaupmáttur launa aukinn, svo að tryggt sé að dagvinnutekjur ávallt nægi til framfærslu með- alfjölskyldu. Gin- og klautaveiki í Englandí. Gin- og klaufaveiki breiðist út á Englandi. Er útbreiddust í Norfolk, Suffolk og víðar á Englandi og þefur orðið vart á. Skotlandi. Þá telur fundurinn nauðsyn að nú þegar sé hafin skipulögð starfsemi að aukinni hag- kvæmni í atvinnulífinu i þeim tilgangi að örva framleiðslu- starfsemina, nýta betur vinnu- afl, hráefni og fjármagn til þess að auka og bæta framleiðsluna. Til tryggingar því, að fram- leiðsluaukningin leiði til raun- verulegra kjarabóta, telur fundurinn nauðsyn, að launþeg- um sé fenginn réttur til ihlut- unar um rekstur og stjórn at- vinnutækja með samstarfsnefnd um launþega og vinnuveitenda og hafnar verði þegar athugan- ir á því að fá vinnuveitendur til viðræðna, og samkomulags í því efni. Þá telur fundurinn, að stefna beri að því, að ákvæðisvinnu- fyrirkomulag verði upp tekið í öllum þeim starfsgreinum, sem jtiltækilegt þykir. Til þess að Iflýta því, að ákvæðisvinnufyr- irkomulagið verði sem víðtæk- ast bendir fundurinn á, að nauð synlegt sé í náinni framtíð að skapa skipafélögum og fram- leiðendum útflutningsafurða nauðsynlega aðstöðu til út- og’ uppskipunar á vörura á sama hátt og tíðkast í hafnarborgum erlendis. Þá vill fundurinn benda á, />ð áthugaðir verði allir mögu- leikar á þxí, að érlent fjármagn verði fengið inn í landið til þess að skapa skilyi'ði til auk- ins stóriðnaðar í landinu, og' telur að það sé þjóðinni nauð- syn að fjölhæfa iðnað sinn svo sem kostur er á í framtíðinni. Þá leyfir fundurinn sér að beina því til ríkjandi stjórnar- valda, að unnið verði að út- Framh. á 2. síðu. Hörmulegt slys í morpn. Hvellhetta springur við andlit drengs og særir hann stórlega. Hörmulegt slys varð í morg- un í húsi einu hér í bænum, er drengur sem var að fikta við dynamithvellhettu og sprengju þráð, stórslasaðist í andliti. j Atburður þessi skeði klukk- an rúmlega 8 í morgun og var drengurinn, sem er 13 ára gam- all þá einn í herbergi sínu. Fólkið í íbúðinni vissi ekki fyrri til en það heyrði fyrst all- háan hvell innan úr herbergi drengsins og strax á eftir ang- istaróp. Þegar fólkið kom inn í herbergið lá drengurinn í nátt- fötunum á gólfinu, særður í andliti og rænulítill, en gat þó Lá við stórslysi í Ölfiisi. Skólabíll með hóp af börnum valf effir ofsaharðan árekstnr. Síðdegis á föstudaginn lá við stórslys austur í Ölvusi þegar hópferðabifreið með skólabörn- um og hlaðinn vöruflutninga- bíll rákust á. Barnakennari í Hveragerði var að flytja börn heim til þeirra úr skólanum og ók 28 sæta bifreið, sem notuð er til að flytja börnin í og úr skóla. Var kennarinn á leið suður Hjalla- hverfið og með honum 13 börn í bílnum og einn fullorðinn. Þegar bíllinn kom þar upp á lága hæð, blindaðist ökumaður af sólinni, sem skein be.int í augun, En í sama vetfangi kom vörubifreið .með saltfiskhlass upp á hæðina að sunnan og Framh. á 2. síðu. stunið upp einni setningu: ,,Ég fann það úti.“ Drengurinn var fluttur í sjúkrabifreið í slysavarðstofuna og þaðan strax í Landspítalann. Þegar Vísir spurðist fyrir um líðan hans voru læknar enn í óðaönn að gera að meiðslunum og kváðust á þessu stigi ekki geta sagt um hversu mikil þau væru. Lögreglan var kvödd á stað- inn og þar fann hún rafmagns- þráðarhönk ásamt hvellhettu, sem notaðar eru almennt við sprengingar. Lá þetta á gólfinu fyrir framan rúm drengsins og’ þar var enn fremur vasaljósraf- hlaða. Setningin, sem drengurinn sagði þegar komið var að hor.- um þykir benda til þess að hann hafi fundið þetta einhvers staðar úti, enda vissu aðstand- endur hans ekki til að þetta hafi verið til í húsinu. Síðan hefur hann tekið til að fikta við þetta hættulega „leikfang" með þeim afleiðingum að hvellhett- an hefur sprungið við andlit hans. Mætti þetta hörmulega slys verða öðrum börnum til aðvör- unar og jafnfram ábending til foreldra og annarra fullorðinna að vara börn við hvers konar sprengiefni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.