Vísir - 14.11.1960, Side 4

Vísir - 14.11.1960, Side 4
 VfSIR Mánudaginn 14. nóvember 1960 jr Fhigfélag Isiands staBsstur eina véí síita í Grænlandi. Samningar undirritaðir um þetta nýlega. 9. þ. m. voru í Kaupmanna- liöfn-— undirritaðir samningar milli'FIugfélags íslands og hins íiýstofnaða flugfélags Grön-1 landsfly A/S um leigu á flug- Vél til innanlandsflugs í Græn- landi. Mun áhöfn og flugvél frá Flugfélagi íslands verða stað- ^ sett í Grænlandi frá áramótum Bð telja. J Síðastliðinn áratug hafa flug- vélar Flugfélags íslands verið tíðir gestir í Grænlandi og hef- Metafli við V.-Grænland. Allt bendir til þess, að met- afli verði á fiskveiðunum við Vestur-Grænland á þessu ári. Margir bátar eru þegar komnir heim til Noregs með 200 lestir af saltfiski, en 1700 krónur tnunu fást fyrir lestina til út- flutnirigs. Mest hefur aflast rétt íiorðari við Færeyingahöfn, og svo vel hefur gengið, að næst- Um allir bátarnir eru annað hvort komnir í heimahöfn eða eru á leið þangað. í sumar tóku fimmtán bátar þátt í veiðunum við Vestur- Grænlands, og er það nokkru ihærri tala en í fyrra. Þennan : góða árangur má að mestu leyti, þakka óvenjulega hagstæðu: veðurfari og litlum eða engum | ís. Flestir bátarnir munu fara tvær ferðir á Grænlandsmiðin . í sumar. Um þrjár fe’ ðir verð- ur varla að ræða, jafnvel þótt tíðin haldist eins góð og hing- öð til. (Fiskaren). ir flug þangað fyrir ýmsa aðila með tímanum orðið snar þáttur í stárfsemi félágsins. Nú má segja að nýr kapítuli hefjist, þar sem samið er um innanlandsflug með staðsetn- ingu áhafnar og flugvélar í Grænlandi í fyrsta skipti, en hið nýstofnaða danska flug- félag, Grönlandsfly A/S (Green land Air), meun í framtíðinni annast innanlandsflug þar í landi. Ákveðið er, að Skymaster- flugvélin Sólfaxi verði í Græn- landsfluginu og mun hún hafa aðsetur í Syðra-Straumfirði á vesturströnd Grænlands. Verkefni Sólfaxa verða að annast ferðir á vegum Banda- ríkjastjórnar, aðallega milli Syðri-Straumfjarðar og Kulu- suk, en einnig á öðrum leiðum. Samningur um þetta flug gildir fyrst um sinn í hálft ár, en Sólfaxi mun koma til Reykjavíkur mánaðarlega, enda fara allar skoðanir og viðgerðir á flugvélinni, utan daglegs eft- irlits, fram á verkstæði Flug- félags íslands í Reykjavík. Þórskaffi hefur nú starfað í 15 ár og haft „opið á hverju kvöldi“, eins og það er orðað í auglýsingum frá því. Hef- ir það 2 hljómsveitir er leika þar fyrir dansi til skiptis öll kvöld vikunnar. Fimm kvöld leikur þar hljómsveit Kristjáns Kristjáns- sonar eða „KK“-sextettinn, en söngvarar með sveitinni hafa verið Elly Vilhjálms og Þor- steinn Eggertsson. Hin kvöld vikunnar leikur hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar en söngvari er Hulda Emilsdótt- ir, sem hefur fjáð sívaxandi vinsældum fyíir ■ sinn ágæta söng og góðu framkomu á sviðinu. Auk þess sem fólk höfuð- staðarins hefur sózt mikið eftir að skemmta sér á Þórskaffi undanfarin ár, ekki sízt síðan starfsemin var flutt í hin glæsi- legu salarkynni í Brautarholti 20, eru menn utan af lands- byggðinni þar mjög €ðir gestir, sér til upplyftingar meðan þeir dvelja í bænum. Á meðfylgjandi mynd sést hluti af hinum vistlega veit- inga- og danssal Þórskaffis á- samt hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar, eins og hún var skipuð s.l. vor. Á miðri myndinni er dansstjóri „gömlu dansanna“, BaldUr Gunnarsson með dömu. Baldur er eldfjörug- ^ur dansstjóri og gætir þess að allir gestir hússins skemmti sér sem bezt, enda hefur hann mótast af lífsþrótti og gestrisni á hinu þjóðkunna Fossvalla- |heimili á Jökuldal. Harin er sonur Gunnars Jónssonar, bónda og gestgjafa er þar bjó í fjölda ára og var landskúnnur fyrir greiðvikni og gamansemi. Brattahlíð‘% nV ljóðabók. Heilbrigðir fætur eru undirstaða vellíðunar. — Látið þýzku Berkenstork skóinnleggin lækna fætur yðar. Skóinnleggstofan Vífilsg. 2 Opið alla virka daga frá kl. 2—4,30. Nýlega barst mér í pósti frá1 Noregi Ijóðabók eftir Árna G. Eylands sem nefnist Brattahlíð. Það á ef til vill ekki við að skrifa ritdóm um hana þar sem upplag hennar er aðeins hundr- að og fimmtíu tölusett eintök, og kemur bókin því ekki á al- mennt sölutorg bókaverzlana.1 En vegna ágæti bókarinnar get eg ei orða bundizt, og það þvíj fremur sem eg hefi eigi séð hennar getið, og er þó margt lofað sem síður skyldi. Höfundinn, Árna G. Eylands, þarf ekki að kynna. Hann er alþjóð löngu kunnur fyrir rit sín um búvísindi, — svo og skáldskap sinn. Árið 1955 gaf hann út sína fyrstu ljóðabók og nefnist hún Mold. Sjálft bókar- heitið er táknrænt fyrir starf hans að ræktun lands og lýðs. En það er hvorttveggja, að Árni G. Eylands vill rækta bæði andann og efnið og því kafna bækúr hans ekki undir nafni, síður en svo. 1 Fyrir tveim árum kom svo út önnur ljóðabók hans og fær hún heitið Gróður. Við hana eiga framansögð ummæli einn- ig. Útgefandi þeirrar bókar var ísafoldarprentsmiðja h.f. Er því bók sú er hér um ræðir sú þriðja í röðinni á einum sex árum. Má því segja að skammt sé stórra högga milli. Sjálft bókarheitið „Bratta- hlíð“ er langsótt, en svo nefnd- ist landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi, en hann nam þar larid árið 985. Það getur líka verið ,,symbólskt“ samanber braglínur Matthíasar Jochums- sopar: „Ógurleg er andans leið, upp á „Sigurhæðir“, já, hún er mörgum erfið gangan sú. Lítum þá stundarkorn á kvæðiri sjálf, en rúmsins vegna verð qg að stikla á stóru. í slíáldinu Árna G. Eylands á isag^ lands og þjóðár mikil ítök, enda eru söguljóðin í drjjúgum meirihluta í þessari bók. — „Eldmessan“ er af- bragðsgott kvæði, bezta kvæði bókarinnar, og bezta kvæði höfundarins. Það tekur yfir hálfa örk (8 blaðsíður) og er því cf. langt til að birtast hér, en hinsvegar afleitt að slíta éitt og eitt erindi úr samhengi, þótt slíkt sé að vísu lenzka í voru landi. Kvæðið er ort um hina frægu eldmessu séra Jóns Stein- grímssonar, er fram fór að Klaustri (Kirkj ubæj arklaustri) hinn 20. júlí árið 1783, — eða með öðrum orðum á Þorláks- messu á sumri eftir fomu tíma- tali, en þetta var útúrdúr. Kvæðið Gammabrekka er gott kvæði. Manni kemur Matt- hías Jochumsson ósjálfrátt aft- ur í hug þegar Gammabrekka er nefnd, og hugurinn flýgur austur að' Odda á Rangárvöll- um o. s. frv. Það sem eg hefi út á þetta annars ágæta kvæði Árna G. Eylands að setja er það, að blæbrigði þess minna á visst kvæði eftir Jón Helgáson prófessor, og er höfundur ekki rainni maðui' fyrir það. Yfirleitt er Árni G. Eylands engu skáldi líkur nema sjálfum sér. Þá eru hér nokkur kvæði sem ort eru út af Njálu. Heita þau eftirtöldum nöfnum: Hildi- gunnur læknir, Kolskeggur og sættin, (þ. e. Flosi og Kári). Mér varð að orði er eg hafði lestri Njálukvæðanna: Er hér Grímur endurborinn? Eylands hann er kjarnaskáld. Árni G. Eylands velur sér á stundúmViyrkisefni úr forn- öldinni svo sém gerði Grímur Thomsen. í sumum tilfellum þau sömu, — Hildigunnur. Og í öðrum hliðstæð t. d. hjá Árna kvæðið: Sóli (þ. e. Erlingur Skjálgsson), hjá Grími kvæðið: Sigríður Erlingsdóttir af Jaðri. Þó kemst Árni með fullri sæmd frá því erfiða hlutverki. Brattahlíð er bók sem maður þarf oft að lesa. Kvæði eins og Þóra Hlaðhönd og Égill ríður á Álftanes (á Mýrum) sem er ort undir sönarhætti o. fl. bera höf- undi sínum órækt vitni um sögulega þekkingu fornaldar- manna og kvenna. Árni G. Ey- lands er verkinu vaxinn og með þessari bók tekur hann sæti á skáldabekk. Hann er meira skáld en hagyrðingur. Þó getur hann brugðið fyrir sig hring- hendunni; þessi er ekki slök: Lífið kallar, land og sker: legg á fjallið, efstu skörðin, Vatnahjallaveg eg fer vonum hallar norður í fjörðinn. Árni G. Eylands er Norðlend- ingur, mun hafa alizt upp að Hólum í Hjaltadal (að því lúta vísurnar Prentsmiðjuhóllinn)en er nú búsettur í Noregi. Fyrir nokkrum vikum lágu leiðir okkar saman af tilviljun. Eri þótt hann dvelji í útlegð er hugurinn heima á Fróni. Hann ann íslandi. Bókin er smekklega út gefin, hún er prentuð hér heima, blaðsíðutal hennar er 144, ;— eða með öðrum orðum níu ark- ir. Hún er í átta blaða broti og er bæði að innihaldi og frágangi dýrmæt eign þeim er meta kunna, vex í gildi með árunum og þá er vel. Hafi höfundur þökk fyrir bókina. Reykjavík, 14. nóvember 1960. Stefán Rafn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.