Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 26
Tölvumál janúar 1990 Ágœtar aðferðir hafa verið þróaðar til að bera framgartg verkefna saman við gerðar áætlanir. Guðni Guðnason tölvunarfræðingur, íslenska álfélaginu. Einkatölvu- notkun hjá ISAL. Ekki má gleyma því heldur að komin er ný kynslóð affólki sem starfar við að búa til nýjan hugbúnað og notendur sem lært hafa á tölvur og kunna að nota þær. verkefnið. Eins sjálfsagt og þetta hljómar, þá virðist þetta oft gleymast í hita leiksins. Við höfum reyndar mýmörg dæmi úr öðrum greinum um það hvemig tíma- og kostnaðaráætlanir fara úr böndunum vegna breytinga á verktímanum. Annað sem gjaman virðist skorta er nægilegt eftirlit. Oft á tíðum em lagðar fram góðar og vandaðar áætlanir í upphafi, en þegar verkið Hér fer á eftir gróft yfirlit yfir þá tölvuvæðingu sem átt hefur sér stað í hluta framleiðslukerfis ISAL þ.e. þeim hluta sem tilheyrir Steypuskála og Rannsóknastofu. Yfirlit þetta er á engan hátt tæmandi fyrir allt tölvukerfi IS AL heldur mun ég einblína á þann hluta kerfisins sem byggist svo til einvörðungu á notkun einkatölva. Tölvuvæðing þessi á sér forsögu allt til byrjunar árs 1987 þegar fyrstu þreifingar áttu sér stað og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það kerfi sem hélt áður utanum framleiddan málm hjá IS AL var kerfi sem skrifað var um og eftir 1980 og byggðist á IBM S/36 tölvu. Það kerfi sá um að taka við innslætti pantana og útprentun svokallaðra gæðamatsvottorða. IBM S/36 tölvan annaðist einnig allt það er við kom bókhaldi og viðskiptahluta tölvukerfis ISAL. Hvers vegna var ráðist í endurgerð málmbókhaldkerfis? Fyrst og fremst voru það auknar kröfur viðskiptavinarins sem kröfðust framsetningar á framleiðslugögnum á margvíslegu formi, niðurstaðna á tölvutæku 26 er komið vel á veg þá er oft fátt um svör þegar verkefnisstjórinn er spurður um stöðu verkefnisins. Ágætar aðferðir hafa verið þróaðar til að bera framgang verkefna saman við gerðar áætlanir. Þessar aðferðir hafa m.a. þann kost að tiltölulega einfalt og fljótlegt er að nota þær, a.m.k. ef þeim er beitt reglulega allt firá upphafi verkefnisins. Forsenda fyrir því er að gerðar hafi verið góðar og sundurliðaðar áætlanir fyrir verkefnið þegar í upphafi. formi, á disklingum, pappír eða jafnvel með beinni sendingu í gegnum símalínu. Eins og allir vita verða kröfur viðskiptavinarins að verðaþjónusta seljandans. Það má leiða að því haldbær rök að einkatölvan hafi flýtt mjög fyrir því að tölvukerfi ýmissa fyrirtækja sem byggðu sína tölvuvinnslu á miðlægri tölvuvinnslu og miðlægum tölvudeildum voru endurskoðuð. Lítumádæmi: Stjómandinn er óánægður með gamla kerfið, finnst breytingar ganga seint og illa, kaupir einkatölvu og töflureikni. Þar með gerist stjómandinn hinn dæmigerði “Geri það sjálfur “ notandi. Fleiri og fleiri bætast í þann hóp þar til í óefni er komið. Sömu upplýsingar eru skráðar inn á mörgum stöðum? Hvað gerist ef viðkomandi hættir eða flyst til í starfi? Þar með opnast augu manna fyrir nauðsyn á endurskipulagningu. Ekki má gleyma því heldur að komin er ný kynslóð af fólki sem starfar við að búa til nýjan hugbúnað og notendur sem lært hafa á tölvur og kunna að nota þær líkt og menn munduðu reiknistokkinn hér forðum

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.