Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 7
I Miðvikudagur 1. ágúst 1962. VISIR 7 ■ jjv Sfefitöw*) Tízkus ýningarnar í París standa nú sem hæst. — Hin heims- frægu tízkuhús sýna hvert á fætur öðru hvað þau hafi að bjóða í hausí tízkufatnaði og skrá þai með eins konar lög tízk- unnar, sem síðan verð* ur farið eftir um allan heim. Hvarvetna er mik- ið um að vera. Öll húsin eru á síðustu stundu með suma nýstárlegustu kjólana og það er unnifi nótt sem nýtan dag. Löng og fjölbreytt sýning Stærsti viðbur&urinn eins og oft áður er sýningin hjá Dior. Ungur maður að nafni Marc Rohan stjórnar fyrirtækinu. Það var talið í fyrra að hann ætti við erfiðleika að striða vegna samkeppni hins gamla keppi- nautar hans. St. Laurent, en Bohan hefur staðið af sér öll ofviðri og kom hann nú fram með eina stærstu fatasýningu, sem nokkru sinni hefur verið haldin. Hann sýndi hvorki méira né minna en 200 mismunandi tízkuföt. Pegar safnið er svona stórt er nætt við að gestunum finnist það leiðigjarnt, en svo vel var til þess vandað að þessu sinni og fjölbreytnin svo mikil að litið er á þessa sýningu sem stórsigur fyrir Marc Bohan. Þrátt fyrir þennan sigur var lítið um það, að áhorfendur og sýningarstúlkur söfnuðust utan um teiknarann til að fagna hon Þessi kjóll með hlírum einkennandi fyrir Dior-sýninguna. um eins og oft er gert með koss um og ’Taðmlögum. Meistarinn sjálfur kom ekkert fram. Hann vár önnum kafinn bak við tjöld in og það var sama hvað fögn- uðurinn og lófatakið urðu mikil í lok sýningarinnar. Hann sat kyrr bak við tjöldin, enda var hann orðinn dauðuppgefinn. Hafði hann sjálfur hjálpað til við að laga kjólana á stúlkun- um. Auk þess varð hann fyrir þeim harmi fyrir einum mán- uði að kona hans fórst í bíl- slysi og er það aðalorsökin til þess, að hann vildi ekki taka þátt í neinum fagnaðarlátum. Systir forsetafrúar í heimsókn. Annars gerðist margt sögu- legt við sýningu Dior-hússins nú. Sérstaklega það að systir Jacqueline Kennedy forsetafrú- ar, Radziwil prinsessa var við- stödd tízkusýninguna. Hún er næstum eins falleg og forseta- frúin og glæsileg kona, sem skiptir mikið við Dior-tízkuhús ið. Þá gerðist það nú í fyrsta skipti að sjónvarpað var frá tízkusýningu Diors. Yfirleitt er mikilli leynd haldið yfir sýn- ingunum og líður heill mánuður þar til leyfilegt er að birta myndir af þeim. Eru samtök milli tízkuhúsa um þetta til þess að hindra samkeppni framleið- enda sem sauma ódýra kjóla. Sjónvarpað. En nú stóð nokkuð sérstak lega á. Sjónvarpsfélög þau sem annast útsendingu á sjónvarpi Framh. á bls. 10. Fyrsfu fízkumyndirnar frú Pior Eftir nokkra mánuði verða allar konur, sem vilja tolla í tízk- unni, komnar með „þrýstiloftshæla“. Telstar kallast þessi klæðn- aður. Síð blússa með litlum hnöppum og hliðarvösum. Síð blússa úr þverröndóttu efni, sem er algengt. Sléttur, svartur kvöldkjóll. Hálsklútur með skúf í sama lit og hatturinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.