Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. ágúst 1962. 9 VISIR i Fjárveitingavaldið er hjá Alþingi. Fjárveitingavaldið er hjá Aiþingi. Aðalstarf Alþingis er að setja fjárlög. Engar greiðslur má inna af hendi úr ríkissjóði, nema Alþingi veiti heimild til þeirra. Af þessu leiðir það, að vanda þarf allan undirbúning og afgreiðslu fjárlaga, og síð- an þarf að fylgja fjárlögum sem bezt og forðast umfram- greiðslur eftir megni. Á þessu hefur oft orðið misbrestur. Stórfelldar greiðslur umfram heimildir fjárlaga hafa átt sér stað, án þess að brýna nauðsyn hafi borið til. Einkum hafa ríkis- stjórnir sleppt taumunum lausum, þegar tekjur hafa far ið fram úr áætlun. Núverandi ríkisstjóm hef- ur haft annan hátt á en áður tíðkaðist. Þótt sumar greiðsl- ur umfram fjárlög hafi reynzt óhjákvæmilegar, eins og þegar kauphækkanir verða á miðju ári, hefur þeirri meginstefnu verið fylgt, að fara eftir fjárlög- um sem samvizkusamlegast. Árangur þessarar viðleitni liggur ljós fyrir. Árin 1960 og 1961 hefur útgjöldum verið haldið innan ramma fjárlaga, þannig að bæði árin hafa út- gjöldin orðið nokkru lægri en fjárlögin gerðu ráð fyrir. Það viðhorf stjórnarvald- anna að fylgja fjárlögum sem bezt er mikilvægt atriði í stjórn þjóðmála og hefur á- hrif langt út yfir fjárstjórn- ina sjálfa. Tekjuafgangur. Eina heila árið, sem vinstri stjórnin sat við völd, árið 1957, varð tekjuhalli á ríkis- búskapnum. En hin tvö Gunnar Thoroddsen, IprniáEuráðherra: Að fylgja f járlögum heilu ár núverandi ríkisstjórn ar hefur orðið tekjuafgang- ur hjá ríkissjóði. Það er mikilvægur hlekk- ur í viðreisninni, að ekki sé halli, heldur afgangur hjá rík issjóði. Hefur það m.a. greitt fyrir söfnun gjaldeyrisvara- sjóðs. „Gagnrýni“ Tímans. Eftir að skýrt var fyrir viku frá afkomu ríkissjóðs árið 1961 hefur Tíminn helg- ,að því máli nokkra pistla. Þegar frá eru síuð hrópyrði hans og almennur vaðall, verða eftir tvö atriði, sem eiga að vera aðaluppistaða gagnrýninnar. Annað er það, að stjórnin hafi dregið lögboðnar og áfallnar greiðsl- ur til atvinnuveganna, einkum iandbúnaðarins, til þess að fá fallegri útkomu, _ hitt, að tekinn hafi verið í ríkis- sjóð gengishagnaður af út- gerðinni til þess að inna ríkisábyrgðagreiðslur af -höndum. r Allar niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur greiddar að fullu. Varðandi fyrra atriðið mun Tíminn eiga við niður- Tvær mánaðarbækur frá AB Almenna bókafélagið hefir sent frá sér tvær mánaðarbækur — fyrir júlí og ágúst — og eru báðar eftir íslenzka höfunda. Er hér um skáldsögu að ræða, og höfundarnir eru Stefán Júlíus- son og Gísli J. Ástþórsson — báð- ir kunnir menn sem rithöfundar og fyrir önnur störf sín. Heitir saga Stefáns Sumarauki en Gísla Brauðið og ástin. Gísli Ástþórsson | Skáldsagan Sumarauki er fimmta skáldsagnabók Stefáns Júliussonar, en þær fjórar, sem á undan eru komnar, hafa allar vak- ið mikla athygli, einkum Sólar- hringur, sem höf. hlaut verðlaun fyrir 1960 úr rithöfundasjóði Ríkis- útvarpsins. Sumarauki gerist í sveit á Suðurlandi og segir frá kynnum miðaldra skálds, Ála Ey- berg og Hildar Harðardóttur, 17 ára Reykjavíkurstúlku. Áli hefur í æsku flúið heimabyggð sína vegna misheppnaðra ástamála, farið víða, gerzt frægt skáld og er nú aftur | kominn heim í sveit sína til sum- | arlangrar dvalar. Þar hittir hann fyrir hina 17 ára Hildi, sem er dóttir konunnar er hann unni í æsku. Er hún mjög lík móður sinni i útliti, en ber annars að öllu leyti skýr einkenni sinnar eigin kyn- slóðar. Leiða kynni skáldsins og hennar til óþægilegra vándamála. Sumarauki er viðburðarík saga um daginn f dag — æskulýðinn, Við- horf hans og tilfinningar, sem teflt er gegn viðhorfum og tilfinningum eldri kynslóðar. Bókin er 173 bls. að stærð. Brauðið og ástin er Reykjavíkur- saga, sem gerist rétt fyrir heims- styrjöldina sfðari. Aðalpersónurn- ar eru ungur blaðamaður og unn- usta hans, Birna Jónsdóttir, stúlka greiSslur á vöruverði og uppbætur á útfluttar land- búnaðarvörur. Niðurgreiðsl- ur voru áætlaðar 302,9 milljónir, urðu 305,8 millj., og voru greiddar af hendi að fullu á reikningsárinu. Út- flutningsuppbætur voru áætl aðar í fjárlögum 12 milljón- ir, en urðu 21 milljón og er Gunnar Thoroddsen »iubfí9 * nfgpoþ, ... _'r’ það, .stærsta umframgreiðsl- an á einum lið. Er það næsta furðulegt, að Tíminn skuli með þessar staðreyndir fyr- ir augum, leyfa sér þær fá- ránlegu fullyrðingar, sem að framan greinir. Stefán Júlíusson úr verkalýðsstétt og framarlega f verkalýðsbaráttunni. í sama mund og þau ætla sér að ganga í hjóna- band skellur á mikið verkfall. — Unnustinn neyðist til að rita í blað sitt magnaðar greinar gegn verkfallinu og foringjum þess og kemst fyrir þá sök í allóþægilegar kringumstæður, þó að nokkuð rakni úr að lokum fyrir aðstoð hins óviðjafnanlega Gríms, ritstjýra blaðsins. Brauðið og ástin sýnir lesandan- um inn í ýmsar stofnanir í borg- inni, þar sem hann hefur e. t. v. ekki verið kunnugur áður, svo sem ritstjórnarskrifstofur blaðanna, sem höf. þekkir harla vel. Bókin er bráðfyndin ,á köflum og spenn- andi, 241 bls. að stærð. Hver átti gengisgróðann? Þegar genginu var breytt, 4. ágúst, var til f landinu mikið magn af íslenzkum af- urðum, tilbúnum til útflutn- ings. Þær voru að mestu framleiddar við því kaup- gjaldi og verðlagi, sem hér gilti áður en hækkanir urðu. Þegar þessar vörubirgðir voru seldar og fluttar úr landi, fengust fyrir þær 13% fleiri íslenzkar krónur en áður, vegna gengisbreyting- arinnar. Áætlað er, að þessi gengisgróði nemi um 140 milljónum króna, þegar allar birgðirnar hafa verið seldar og greiddar. Hver átti þennan gengis- hagnað? Ef engin lagaákvæði hefðu verið sett um ráðstöfun hans, hefðu þeir aðiljar, sem voru eigendur útflutningsvara 4. ágúst, fengið þessa fúlgu. Oft var það tilviljun háð, hver orðinn var löglegur eigandi útflutningsvöru 4. ágúst. Sjaldan munu það hafa verið sjómenn, Stundum útgerðar- menn, frystihús, síldarverk- smiðjur, stundum útflutnings fyrirtæki, sem ýmist eru sölu samtök, hlutafélög eða ein- staklingar. Hefði sú regla verið látin ráða, að sá, sem var eigandi vörunnar 4. ágúst, hefði átt að eignast gengisgróðann af þeirri vöru, hefði það valdið réttlátri gagnrýni. Vörurnar voru að mestu framleiddar með eldra kaup- gjaldi og kostnaði. Oft hefðu það ekki verið framleiðendur, sem hagnað- inn hlutu, heldur útflytjend- ur. Misrétti hefði orðið milli framleiðenda innbyrðis. Einn var nýbúinn að selja fram- leiðsluna við gamla genginu. Annar seldi fám dögum seinna og fekk 13% hærra verð, þótt vara beggja væri framleidd á sama tíma og framleiðslukostnaður sá sami. Ef ríkisstjórnin hefði látið það afskiptalaust hvert þessi gengishagnaður rynni, myndi ýmsum aðiljum hafa fallið i skaut gróði að ástæðulausu, og ójöfnuður skapazt milli manna. Að öllu þessu athuguðu þótti rétt að ráðstafa gengis- gróðanum þannig, að hann kæmi atvinnuvegunum, fyrst og fremst útgerðinni, að góðu gagni. Nú standa sakir svo, að mörg atvinnufyrirtæki, sem fengið hafa lán með ríkis- ábyrgð, hafa ekki getað stað- ið í skilum, og ríkissjóður orðið að Ieggja út stórfé vegna þeirra. Ákveðið var að stofna Ríkisábyrgðasjóð, er stæði undir áföllnum ábyrgðum og að ráðstafa meginhluta geg- ishagnaðarins á þann veg í þágu atvinnuveganna, að hann rynni til þess að greiða áfallnar ábyrgðarskuldir vegna þeirra. Skýringar Síldar- útvegsaefadar í tilefni blaðaskrifa sökum sölt- unarbannsins hefir Síldarútvegs- nefnd tekið saman eftirfarandi skýringar á þeirri ákvörðun sinni að stöðva alla síldarsöltun nema sérverkun. Á fundi sínum hinn 27. þ.m. ákvað Síldarútvegsnefnd að stöðva alla síldarsöltun frá miðnætti þann sama dag, að undanskildum eftir- stöðvum af sérverkaðri síld. Gripið var til þessa úrræðis, vegna þess að þegar höfðu verið saltaðar um 55 þús. tunnur cut- sildar umfram sölusamninga, þar af tvo síðustu dagana um 23 þús. tunnur, þrátt fyrir það að Síldar- útvegsnefnd hafði þá sent út til- kynningu til saltenda um að full- saltað væri upp í fyrir fram samn- inga og áframhaldandi söltun væri á ábyrgð og áhættu síldarsalt- enda. S*1 Jarútvegsnefnd hafði boðið tii Sovétríkjanna 100 þús. tunnur af cutsíid og samningaumleitanir farið fram milli fulltrúa aðila um fjögurra vikna skeið, án þess að nokkur árangur næðist, þar sem fulltrúar kaupenda léðu ekki máls á að kaupa meira magn en 78 þús. tunnur og aðeins fyrir sama verð og f fyrra. Hins vegar hafði verð á cutsíld til annarra helztu kaupenda verið i hækkað verulegu frá fyrra árs | verði, þótt verðið, sem þeir greiddu i í fyrra væri hagstæðara fyrir ís- lenzka framleiðendur en Rússlands : verðið, miðað við tilkostnað. Áframhaldandi söltun þýddi að allar horfur væru á, að eftir tvo daga yrði búið að salta að fullu ; upp í þá samninga, ser.i Sovétríkin höfðu léð máls á að gera. Horfur á viðbótarsamningum við aðra að- ila eru óvissar og ekki um að ræða nema takmarkað rr.agn. Nefndin taldi að ekki væri fært að salta meira magn af óseldri cutsíld að svo stöddu, en umrædd- ar ca. 55 þús. tunnur. Á undanförnum árum hefur aldr- ei verið um eins mikið magn af óseldri cutsíld að ræða sem nú. Af biturri reynslu hafa Islending- ar forðazt að framleiða mikið magn af óseldri saltsfld. Má segja, að teflt hafi verið á tæpasta vað með því að salta svo mikið magn af óseldri síld, þar sem markaðsmögu leikar eru jafn takmarkaðir og nú, ekki sízt þegar veiðihorfur eru mjög góðar og allar líkur til að auðvelt verði að saLa á skömmum tíma það viðbótarmagn, sem takast kann að selja umfram þá síld, sem þegar hefur verið söltuð upp í væntanlega samninga. (Tilkynning frá Síldarútveg nehiv.;.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.