Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 13
Fyrir nokkrum dögum bilaði bifreið norður í Axarfirði, ekki langt frá Ásbyrgi. Þetta var Volkswagen frá Bílaleigunni Bílum í Reykjavík. Sá, sem hafði bifreiðina á leigu, hringdi hingað suður og bað um hjálp. Bílaleigan brá skjótt við og á heldur óvenjulegan hátt. Hún sendi flugvél sérstaklega, með bifvélavirkja, til að gera við bílinn. Lendingarskilyrði voru örðug, vegna þess hve flugbrautin var illa merkt. Varð flugmaðurinn að gera tvœr atrennur til lend- ingar áður en hann gat lent. Þá voru liðnir um það bil 4 klukkutímar frá því leigjandi hringdi suður í bílaleiguna. Miðvikudagur 1. ágúst 1962. V'SIR Þeim leiðist á Korsíku eftir taugaœsandi œvintýr í Alsir Höfum ávallt fyrirliggjandi hin heimsfrægu sænsku postulíns hreinlætistæki frá IFÖVERKEN. Mjög hagstætt verð. Helgi Mognússon & co. HRAFNISTA DAS. Starfsstúlkur Starfsstúlkur óskast í borðstofu Hrafnistu. Upplýsingar í símum 35133 og 50528. Starfsstúlka Stúlka eða kona óskast sem fyrst. VEITIN G AHÚ SIÐ LAUGAVEG 28B Það virðist greinilegt, að mönn- um útlendingahersins franska leið- ist, síðan hann var fluttur frá Alsír. ítölsk yfirvöld skýra til dæmis frá þvf, að síðan 6000 manna sveit úr útlendingahernum var flutt til Korsíku, hafa hermennirnir gert til raunir til stroks á hverri nóttu. Reyna þeir að komast yfir til ítölsku eyjarinnar Razzoli, en á milli er sjö mílna breitt Bonifacio- sundið. Margir eru engan veginn fadrír ofm áð komast alla leið en gera sér vonir um, að ítalskir fiski- menn bjargi þeim. ítalir selja mennina ekki í hend- ur Frakka, heldur afhenda þá sendi ráðum viðkomandi ríkja, svo að hægt sé að senda þá heim. Sumir liðhlauparnir hafa verið ákærðir fyrir innbrot f Sardiníu, og aðrir eru sagðir hafa gengið í lið með útilegumönnum, sem hafast við í fjöllunum á Sardiníu. Ein af ástæðunum fyrir þvf, að mennirnir strjúka er sú, að þeim leiðist í herbúðunum á Korsíku eftir æsilegt líf í Alsír, svo og að þeir vita, að útlendingaherinn á sér ennga framtíð eftir uppreisnir hershöfðingjanna í Alsír. 68 skip Eitt stærsta útgerðarfélag heims, Wilh. Wiihelmsens, hefur fyrir skemmstu gefið út skýrslu urn rek- sturinn á síðasta ári. Félagið á nú 69 skip, sem eru samtals 786,800 lestir deadweight, og tekjur af þeim urðu á síðasta ári 507 milljónir norskra króna, eða á fjórða milljarð, sé reiknað í íslenzkum krónum. ,Er það því drjúgum meira en ríkissjóður fs- lands innheimtir árlega. Hagnað- ur á síðasta ári, áður en afskriftir höfðu farið fram en skattar allir greiddir, nam 86,5 millj. norskra króna eða meira en hálfum mill- jarði ísl. króna. Fljófandi kirkja við Japan Norska trúboðið hefir látið smíða fljótandi kirkju í borginni Osaka í Japan. Ætlunin er, að skip þetta, sem er 90 lestir og ætlað til trúboðs- starfa, enda ,í þvf kirkjusalur eða kapella, verði haft í förum með ströndum Japans, og verði mönn- um á ýmsum stöðum boðið að taka Hreinsum vel — Hreinsunt fljótt Hreinsum allan fatnað - Sækjum — Sendum Efnalaugin LINDIN HF. Hafnarstræti 18. Skúlagötu 51. Sími 18820. Simi 18825. Kynnið yður kosti BALASTORE. Tilbúið til notkunar fyrir hvaða glugga sem er. Fæst nú í öllum stærðum frá 40—260 cm. Hæð allt að 200 cm. Kristjón Siggeirsson h.f. Laugavegi 13 . Sími 13879 VÍSI vantar börn tií útburðar á eftirtöldum stöðum: VOGUM RÁNARGÖTU ' ----7-------1------------------- TILKYNNING Frá 15. september n. k. mun almenningi gefast kostur á að taka á leigu frystihólf í húsi voru, en jafnframt mun enginn varningur verða tekinn til geymslu af einstaklingum á annan hátt. Það eru því vinsamleg tilmæli vor til þeirra einstakl- inga sem nú eiga matvæli geymd í frystigeymslum vorum, án þess að samið hafi verið um geymsluna, að þeir tilkynni oss hið fyrsta hvort þeir óska eftir að taka frystihólf á leigu frá 15. september, en sæki að öðrum kosti það sem þeir eiga geymt, fyrir lok ágúst- mánaðar. Sænsk-ísienzkn frystihúsið PARNALL Sjálfvirki þurrkarinn þurrk- ar heimilisþvottinn hvemig sem viðrar. Aðalumboð: Raftækjaverzlun íslands h.f. Útsala i Reykjavík: Smyrill Laugavegi 170. Sími 1-22-60

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.