Vísir - 21.08.1962, Page 3

Vísir - 21.08.1962, Page 3
Þriðjudagur 21. ágúst 1962. VISIR Ðillonsliús var þéttsetið laugardag og sunnudag, úti og inni. Það mun vera einasti veitinga- staður borgarinnar, sem hefur útiveitingar. Á laugardaginn voru gefin saman brúðhjón í Árbæjarkirkju, en það fer nú mjög í vöxt að þar gangi menn í heilagt hjóna- band. Brúðhjónin heita Oddný Bergþórsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Séra Bjami Sigurðsson prestur að Mosfelli i gaf saman. Borgin okkar átti 176. af- mælisdag sinn á laugardaginn var, 18. ágúst. Að því tilefni var boðið upp á fjölskrúðuga laugardagsdagskrá á útivistar svæðinu við Árbæ, en eins og kunnugt er, hefur Árbæjar- safn tekið upp á þv£ nýmæli að hafa glímu- og þjóðdansa- sýningu til skiptis á laugar- dögum kl. 5 á sýningarpalli á túninu. Að þessu sinni var hvort tveggja, Þjóðdansasýn- ing undir stjóm Sigríðar Val- geirsdóttur og glímusýning undir stjórn Harðar Guð- mundssonar, en Lúðrasveitin Svanur lék íslenzk lög á und- an, stjómandi Þórir Sigur- bjömsson. Aðsókn mátti heita góð eftir veðri, því að það brá til vætu eftir hádeg- ið. Á sunnudaginn var hins vegar mikill mannf jöldi sam- ankomin á Árbæjartúni og fólk naut þess óspart að hvíla sig upp við ihnandi töðusætin á túninu í góðviðrinu. Af- mælisdeginum lauk á þann á- nægjulega hátt, að gefin voru saman brúðhjón í gömlu kirkj unni. 1 Glíma og þjó í Arbæ 9

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.