Tölvumál - 01.02.1995, Side 8

Tölvumál - 01.02.1995, Side 8
Febrúar 1995 Siðareglur Skýrslutæknifélags íslands Góðir siðir teljast: - að koma heiðarlega fram við viðskiptavin, seljanda búnaðar, vinnuveitanda, launþega, keppinauta, samstarfsaðila, opinbera aðila eða almenning í landinu og hvorki skaða viljandi né notanda vafasama starfshætti; - að dreifa ekki upplýsingum sem veittar eru í trúnaði eða misnota þær; - að virða höfundarétt, vörumerki, einkaleyfi og annan huglægan rétt; - að upphefja ekki sjálfan sig á kostnað annarra og taka tillit til annarra; - að beita ekki illkvittni eða röngum ásökunum; - að hlíta lögum og reglum um viðskiptahætti; - að taka ekki við þóknunum eða fríðindum frá þriðja aðila nema samþykki verkkaupa komi til, þegar unnið er sem verktaki eða ráðgjafi. Æskilegt er talið: - að auka færni sína sem mest á hverjum tíma; - að auka orðstír félagsins; - að miðla af faglegri reynslu sinni á vettvangi félagsins. Samþykkt á aðalfundi 1992 Ný stjórn Skýrslutæknifélags íslands Aftari röð frá vinstri: Heimir Sigurðsson, varamaður; Bjarni Ómar Jónsson, féhirðir; Haukur Oddsson, formaður; Þórður Kristjánsson, meðstjórnandi; GuðniB. Guðnason, varamaður. Fremri röð frá vinstri: Svanhildur Jóhannesdóttir, framkvœmdastjóri; Laufey Erla Jóhannesdóttir, skjalavörður; Laufey Asa Bjarnadóttir, varaformaður, Douglas Brotchie, ritari. 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.