Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . Fimmtudagur 6. júní 1963 SKBBæE' Myndsjáin sýnir í dag nokkr- ar myndir úr einum nýjasta barnaskólanum, sem fyrir nokkru var að ljúka starfsári sínu. Þær eru úr Laugalækjar- skóla, sem stendur rétt við gömlu Sundlaugamar. í honum voru í vatur 625 nem endur sem gengu undir próf og þar voru nú í fyrsta sinn útskrif- uð 12 ára börn með barnaprófi. Skólastjórinn Guðmundur Magn ússon gat þess í skólaslitaræðu að 95 nemendur hefðu lokið barnaprófi. Nokkru áður en skólanum lauk efndi barnakór skólans til skemmtunar í skólanum fyrir IHÝJASTA foreldra og aðra velunnara kórs- ins. Stjórnandi kórsins var skólastjórinn. Undirleik önnuð- ust tvær 12 ára stúlkur úr kórn- um, þær Edda Erlendsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Myndirnar sem hér birtast voru teknar á þessari skemmt- un. Þær sýna hinn fjölmenna kór skólans, áheyrendur sem eru mestmegnis foreldrar skóla- bamanna og eina skólastúlkuna, Sigríði Guðmundsdóttur, 12 ára, sem leikur á píanó. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.