Vísir - 06.06.1963, Page 9

Vísir - 06.06.1963, Page 9
V1SIR . Fimmtudagur 6. júní 1963. 9 Hagur kvenna hefur stórbætzt Eitt af megineinkenn- um viðreisnarinnar er sú staðreynd, hversu hún hefur látið til sín taka á breiðum grund- velli og á ólíkum svið- um. Flestar stéttir og flokkar manna hafa not- ið margvíslegra umbóta. Og þá jafnt karlar sem konur. f þeim tilgangi að afla nánari frétta af mál efnum kvenna og hvað áunnizt hafi á þeim vettvangi, hefur Vísir snúið sér til Auðar Auð- uns, alþingismanns. Auður er eina konan, sem möguleika hefur á a8 komast á þing að kosningum loknum, og verður því óbeinlínis fulltrúi kvenþjóðarinnar á löggjafar- þingi. Hefur hún og raunar gegnt því hlutverki um langan aldur, og á sfðasta kjörtfmabili sat hún ásamt annarri konu, Ragnhildi Helgadóttur, einnig fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. „Það þarf auðvitað ekki að taka það fram“, sagði Auður, „að á sfðasta kjörtfmabili, hafa stórfelldar umbætur átt sér stað í málefnum kvenna, bæði f mál- um sem snerta þær beinlínis, og eins öðrum sem hafa almennt gildi og hafa þannig áhrif á kjör kvenna. Er hægt að minna á f því sambandi launajafnrétti, breytingar á lögum um réttindi og skyldur hjóna, húsmæöra- orlofið, skattalækkanir, auk al- mannatrygginga mæðrastyrki og fjölskyldubætur og alla þá miklu löggjöf f menningar og skólamálum, sem konur kunna bezt að meta“. ALMANNATRYGGINGAR Með breytingunum á lögunum um almannatryggingar fengu mæður mjög aukna styrki. Bamalífeyrir var hækkaður um 43% og fjölskyldubætur með bömum hækkuðu mjög m. a. hækkuðu fjölskyldubæturnar með 4 börnum á 1. verðlags- svæði um 252% og á 2. verðlags svæði um 369%. Ekkjubætur við dauðsfall maka hækkuðu úr kr. 19.200 í kr. 106.517. Nú em greiddar bætur með hverju bami kr. 3077.00 en áður vom engar bætur greiddar með , tveim fyrstu bömunum. Svo 1 mætti lengi telja, þótt þess þurfi ekki, því þessar hækkanir hafa konur sjálfar orðið varar við. HÚSMÆÐRAORLOF O.FL . Af þeim málum sem ég man helzt eftir, sem komu fyrir þing á þessu kjörtímabili og snertu konur sérstaklega, má nefna hús mæðraorlofið og breytingarnar, á lögunum um réttindi og skyld 'í ur hjóna. Sett vom sérstök lög um húsmæðraorlof og fram- | lag rfkisins hækkaði á þessu ári úr kr. 375 þús í kr. 550 þús. Mæðrastyrksnefnd hefur áður rekið þessa starfsemi með mikl um og góðum árangri og nú hef ur orlofsnefnd bætt við skv. lögunum frá 1961. Með breytingunum á lögunum 1 tíð viðreisnarinnar um réttindi og skyldur hjóna vom afnumdar leifamar af því misrétti sem áður fyrr ríkti í fjármálum hjóna. Er hér á ferð- inni mikil réttarbót. LAUNAJAFNRÉTTI. Frumvarp um launajafnrétti var flutt á þessu þingi og stutt af stjómarflokkunum með þeim afleiðingum að málið var farsæl lega til lykta leitt. Fá nú konur í ýmis konar verkakvennavinnu jafnmikið kaup og karlmenn fyrir samskonar vinnu. Þó hefur atvinnuvegunum verið gefið nokkuð aðlögunartfmabil, þann- ig, að verkakonumar fá hækk- un sfna smám saman, eða f á- föngum. Þetta ákvæði var mikill þymir í augum kommúnista, sér staklega Hannibals, sem flutti þegar f stað frumvarp og yfir- bauð fmmvarp það sem ríkis- stjómin studdi. Vom þessi við- brögð Hannibals hin spaugileg- ustu, sérstaklega þar sem hann lét undir höfuð leggjast að gera neitt í launajafnrétti kvenna, meðan hann var félagsmálaráð- herra. Engar raunhæfar tillögur eða aðgerðir komu úr þeirri átt. MENNINGAR- OG SKÓLAMAL. Engir aðrir þegnar þjóðfélags ins en konur, kunna betur að meta þær framkvæmdir sem átt hafa sér stað í menningar- og skólamálum. Stuðningur stjórn- arvalda og velvild þeirra f garð menningar og menntunar eru öll um kunn. Geta má þess að framlög rfkisins til skólabygg- inga einna saman (gagnfræða- og barnaskóla) hækkuðu á kjör- tímabilinu um 138 millj. kr. Seg ir það sfna sögu. Hér er hlúð að bömum og miðað að því að skapa þeim betri framtíð og meiri möguleika. RÆTT VIÐ AUÐI AUÐUNS HVER VELDUR V ÖRUHÆKKUN? Hvað segið þér um þá vöru- hækkun sem orðið hefur, Auð- ur? Engin neitar því að vörur hafa hækkað, en hins vegar má skýra hækkanir þessar á ýmsa vegu. í öllum matvörukaupum, eru landbúnaðarvörur lang- stærsti útgjaldaliðurinn. Allir vita einnig að verð landbúnaða vara, er lögbundið í samræmi við kaupgjald, þannig, að ef kaup hækkar, þá hækka land- búrtaðarvörur sjálfkrafa. Þeir, sem krefjast hækkana og fá þeim framgengt kalla þvf yfir sig vísvitandi hækkað vöruverð. Má því sjá að hægt er að skella skuldinni á kommúnista og Framsóknarmenn, einmitt þá, sem kvarta undan vöruhækkun um og kenna viðreisninni um. Ekki er heldur sanngjarnt að líta á vöruverðið sem einhlítan mælikvarða á afkomu heimilis- ins. Þar verður líka að taka til lit til þeirra skattalækkana, sem fólk hefur notið, t. d. hafa hjón sem eiga börn og hafa kr. 100.000,00 tekjur á ári engar skattskyldur. Lfta ber og á al- mannatryggingar sem ég hef áð ur minnzt á, og auk þess má ekki gleyma hinum stórfelldu niðurgreiðslum og uppbótum á landbúnaðarvörum. Á þessu kjörtímabili hafa slíkar uppbæt- ur hækkað um 282 millj. kr., hvorki meira né minna. ÍBÚÐAEIGENDUR HLUTFALLSLEGA FLESTIR HÉR. Stjórnarandstaðan hefur hald- ið uppi miklum kveinstöfum og barlómi f húsnæðismálum og kvartar undan þvf, hversu erfitt sé ungu fólki að koma sér upp heimili. Auðvitað er alltaf auð- velt að hefja slíkan harmagrát og finna að slíkum hlutum, með an þeir eru ekki bókstaflega gefnir upp í hendurnar á fólki. Ég efast um að það sé nokkurs staðar f heiminum Jafn algengt «ð fólk eigi sitt eigið húsnæði og hér og gildir það um fólk á öllum aldri. Rfkisstjómin hefur hins vegar sýnt það, að hún styður þessa þróun með aðgerð um sfnum f húsnæöismálum. Hefur hún á þann hátt stórauk- ið lán til íbúðarbygginga. Hins vegar hlýtur það að vera öllum Ijóst, að það em ætíð erfiðleikar fyrir ungt fólk, að koma sér upp og eignast íbúð„ þegar á fyrstu hjúskaparárunum. Liggur það f hlutarins eðli. Ég vil að lokum minna fólk á þær hrakspár sem fylgdu þess- ari rfkisstjóm úr hlaði fyrir fjórum árum. 1 dag getur hver sem er litið f sinn eigin barm, f kringum sig og á þjóðfélagið allt. Ef þeir skoða ástandið með sanngimi, játa eflaust flestir að afkoman sé góð, bjarsýni sé rfkj andi og iðandi athafnarlíf. Þar eru einkenni íslenzks þjóðfélags f dag. 1500nemenéur voru í Iðnskólanum Á sfðasta kennsluári vom f Iðn- skóla Islands 1478 nemendur. — Brautskráðust nú 243 iðnlærlingar. Hlutu fimm þeirra ágætiseinkunn, 129 fyrstu einkunn og er þetta betri árangur en áður hefur náðst. 80 fengu aðra einkunn og 20 þriðju einkunn, en 36 féllu eða gengu frá prófi. Þór Sandholt rakti starfsemi skól ans við skólauppsögn á laugardag- inn fyrir hvítasunnu. Hann greindi frá helztu þáttum f starfi Iðnskól- ans, sem em þessir: September- námskeiðið, sem er undirbúnings- og sérgreinanámskeið. Þau störf- uðu f 21 deild, nemendur vom 347. Venjuleg iðnskólakennsla starf- aði í þremur námskeiðum, eitt fyrir jól og tvö eftir jól. Tekur hvert þeirra 2 y2 mánuð. Hún fór fram í 40 bekkjardeildum, voru iðnlærlingar 857. Þá koma sérstök verkleg nám- skeið eða framhaldsdeildir fyrir 222 nemendur og skiptust þeir í 20 deildir. Meistaranámskeið var nú starf- andi í byggingariðnaðinum og stunduðu það 52 nemendur sem allir gengu undir próf. Loks má geta þess, að nokkrir nemendur stunduðu framhaldsstærðfræði, sem er til þess ætluð að auðvelda þeim inngöngu í tækniskóla er- lendis. Hæstur á burtfararprófi var Egg- ert Sigurðsson er var f bókbandi og hafði 9,29 í aðaleinkunn. Hlaut hann verðlaun frá skólanum, frá iðnnemafélaginu Þráinn og bók- bindaraverðlaun Guðmundar Gam- alíelssonar. Þá er það óvenjulegt, að númer tvö varð stúlka, Erla Gísladóttir, sem lærði hárgreiðslu með aðaleinkunn 9,23. Skólastjóri ræddi ýmislegt um starf skólans. Hann gat þess m.a. að nú hefði meistaranámskeið tek- izt mjög vel og myndu þeir sem tóku þátt í því hafa haft mikið gagn af. Þá fer stöðugt vaxandi þátttaka í verklegum námskeiðum, og verður unnið að því að koma upp vinnustofum fyrir hinar ýmsu iðngreinar. Nú er t.d. ætlunin að koma upp fyrir haustið verklegri vinnustofu fyrir bakaraiðn á efstu hæð skólans og mun Rafha í Hafn- arfirði smíða bökunarofn fyrir hana en Gfsli Ólafsson bakari mun taka að sér kennsluna. Vonast menn til að þetta geti orðið til að auka áhuga fyrir bakaraiðn, en skortur hefur verið á lærlingum í henni. Stærsta framtfðarverkefnið er að stækka skólahúsið til að koma fyrir vinnustofum, m.a. í málmiðn- aði o. fl. Skólahúsið eins og það er nú. er fullskipað, allt pláss not- að, meira að segja efsta hæðin, Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.