Vísir - 06.06.1963, Page 8

Vísir - 06.06.1963, Page 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 6. júní 1963. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: AxeJ Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ö. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýþingar og ’*greiðsla Ingólfsstræti 3. Askriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Reykvlkingar ráða úrslifum Reykvíkingar hafa það í hendi sér hvort Framsókn- arflokkurinn fær myndað stjórn með kommúnistum eftir kosningar. Þeirri stjóm myndi fylgja mikil eymd. Það myndi verða stjóm haftanna, vonleysisins og þjóð- nýtingarinnar. Þar yrði stjómað í skugga skattanna. Hér í Reykjavík sækja Framsóknarmenn harðast og hér telja þeir sig eygja veika von um að ná í tvö þing- sæti, koma fulltrúa SÍS, sem annað sæti listans skip- ar, á þing. Það er í hendi Reykvíkinga að gera þá at- lögu að engu. í þrjú ár hefur blær frjálsræðis og framfara leikið um hús þjóðarinnar. Nú er kólga á lofti. Fulltrúar þjóðnýtingarinnar knýja á dymar. FuIItrúar skömmt- unar og haftaflokksins biðja Reykvíkinga um að fjölga enn á þingi fulltrúum SÍS. Ef það tækist, fengi Ágúst Þorvaldsson draum sinn uppfylltan. Hann sagði í út- varpsumræðunum í fyrrakvöld: „Það verður að leggja viðreisnina að velli“. - Þá vita menn það. Það verður að leggja skattalækkunina að velli. Það verður að leggja tollalækkunina að velli. Það verður að leggja auknar almannatryggingar að velli. Það verður að leggja verzlunarfrelsið að velli. Það verður að leggja auknu íbúðarlánin að velli. Draumsjón Ágústar og félaga hans, sem nú biðla til Reykvíkinga, er kvótakerfið endurvakið, svo SÍS geti ginið eitt yfir innflutningnum. Draumsjón þeirra er lögfesting gulu bókarinnar, þjóðnýting íbúðarhúsnæð- isins. Draumsjón þeirra er fögur — frá framsóknar- sjónarmiði. Reykvíkingar em dugmikið og framsækið fólk, ekki síður en aðrir landsmenn. Þeir fóru eldsnemma á fætur til biðraðanna á Eysteinsámnum. Þeir þraukuðu lengi á biðstofum fjárhagsráðs og úthlutunamefndanna. Þeir biðu þolinmóðir eftir leyfi fyrir gjaldeyri, þegar þeir þurftu að bregða sér út fyrir pollinn eða kaupa sér nýjan bíl. En Reykvíkingar hafa fengið nóg af biðstofunum, nóg af biðröðunum. Þá langar ekkert til þess að sjá vofu Eysteinsáranna vakta upp á nýjan leik. Góður vitnisburður „Framsóknarflokkurinn er nú róttækur og góður og það er indælt að starfa með honum“. Þannig fórust Einari Olgeirssyni orð á þingi nú eftir nýjárið. Hann hefur eflaust hugsað til samvinnulip- urðar Framsóknar í vinstri stjóminni, á þingi ASÍ og í landhelgismálinu. Góður nemandi getur ekki fengið betri vitnisburð hjá kennara sínum. Lærisveinninn F’ steinn má vera hæstánægður með árangurinn. H hefur staðizt prófið. Samtal við Guðjón Sv. Sigurðsson formann Iðju Kjör iðjuverkafólks hafa aldrei verið betri en nú. Er mikill munur á aðstöðu þess nú og á þeim tímum, sem vinstri stjómin var við völd. Þá vofði hvarvetna yfir stöðvun og atvinnu- leysi. Nú er atvinna nægileg og hvarvetna ríkir bjartsýni. Þannig mælti Guðjón S. Sig- urðsson formaður Iðju, en það er eitt stærsta stéttarfélagið hér á landi, með um 2 þúsund fé- lagsmönnum. Þar af mun um 75% vera konur. Þegar fréttamaður Vísis hitti hann var nýlega búið að halda aðalfund í félaginu. Þar var rak- tímabil atvinnu og ið starf félagsins á s.l. ári og hvað væri framundan. — Á síðasta ári, segir Guð- jón, náðum við kaup- hækkun og þá tók sjúkrasjóður til starfa. Hann er ákaflega mik- il hagsbót, líklega það bezta, sem við höfum gert. í hann renna um milljón krónur á ári og er hann notaður til að styrkja félagsmenn í langvar- andi veikindum og einnig er konum í félaginu greiddur styrk ur vegna sængurlegu 4 þúsund krónur. Það kom og í ljós á fundin- um, að eignir félagsins hafa vax ið mjög mikið á undanförnum árum. Þá má telja það nokkuð nýmæli, að samþykkt var á fund inum að félagið skyldi leita eft- ir kaupum á hlutabréfum í Iðn- aðarbanka íslands vegna fyrir- hugaðrar hlutafjáraukningar bankans. Þetta tel ég þýðingar- mikið mál. segir Guðjón, því að það er ljóst að það er grund- völlu. auki'is iðnaðar að bol- magn hans aukist fjárhagslega. Vill félagið þvi stuðla að þvi að iðnverkafóik geri þennan banka að sínum. Um kjaramálin er það að segja. að stjórn Iðju telur að það eigi að vinna að þvi að stvtt? vinnutímann. niður í 44 tíma Það myndi ekki skerða framleiðsluna, bvf að fólkið myndi þreytast minna. — Jjú sagðir að atvinna í iðn- aðinum væri nóg? — Já. Nú vinna yfirleitt all- ar verksmiðjur með fullum af- köstum og margar hafa varla undan. Er nú frekar vöntun á vinnuafli. Þetta er afleiðing af þvf, að allur almenningur hefur nú miklu meira fé handa milli en áður. Kaupgetan hefur auk- izt. Fólk leggur nú í kaup og framkvæmdir, sem það hefði aldrei dreymt um að gera á tím- um vinstri stjórnarlnnar. Með mér vinna t. d. á vinnustað verkamenn, sem eru að kaupa sér nýja bíla. Þetta hefði þá aldrei dreymt um á tímum vinstri stjórnarinnar. Hin aukna kaupgeta hefur svo áhrif á framleiðsluna á öll- um sviðum, sérstaklega iðnað- inum. Menn kaupa meira af föt- um og húsgögnum og öðrum Iífs nauðsynjum. Og vörur sem voru taldar lúxus á tímum vinstri stjórnar fá allir sér nú. Auðvitað er þetta nokkuð að þakka góðu árferði, en ég hika ekki við að fullyrða að það er jafnframt mjög mik- ið að þakka stefnu núverandi ríkisstjórnar. Munið þið ekkj eftir svartsýn- inni á dögum vinstri stjórnar- innar. Hvernig óttinn við at- vinnuleysi og erfiðleika grúfði yfir öllu. Og allir vissu og vinstri stjórnin viðurkenndi, að bjartsýni svo virtist sem þetta ætlaði að enda allt með hruni. 'l/'iðreisnarstjórnin hefur unnið ’ stórkostlegt átak. Hún hef- ur svipt burt svartsýni og tek- ið upp bjartsýna stefnu og það er enginn efi á því að hún hef- ur farið miklu skynsamlegar með peningana en vinstri stjórn in. Það hefur gætt miklu meira samræmis og hagsýni I fjármála stjórninni. Enda hef ég orðið þess var, að fjölmargir menn, sem jafn- vel hafa fylgt kommúnistum að málum hafa nú komið til mín og sagt að þeir væru sízt hrifn- ir af því ef við völdum tæki samstjórn Framsóknar og komm únista. Þá yrði aftur tekinn upp eymdarbúskapur á Islandi, segja þeir. — p’g vil því, segtr Guðjón Sigurðsson, skora á allt iðnverkafólk og alla verkamenn í Reykjavík, sem hafa stutt Framsókn og kommúnista, að hugsa nú aðeins málið áður en þeir greiða þessum vinstri flokk- um atkvæði Þeir ættu að spyrja sjálfa sig að því hvort þeim sjálfum og heimilum þeirra sé ekki betur borgið undir ríkisstjórn, sem hefur skapað hér miklu meiri atvinnu og bjartsýni en nokkurn tíma fyrr I sögu þjóðar okkar. Eða vilja þeir kjósa yfir sig at- vinnuleysi og fátækt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.