Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Mánudagur 25. október i965. Sparnaður — ./ Framh. af bls. 16 vegarins þung meðan verið er að greiða lánin upp. Framlag til hrað brauta er aðeins 10 millj. kr. ár- lega til 1968, samkvæmt gildandi vegaáætlun, þar af 6,8 millj. kr. til Reykjanesbrautar og ekki unnt að hækka það, nema í sambandi við endurskoðun eða sámningu nýrrar vegaáætlunar, og yrði þá minna fé til annarra framkvæmda, sem að- kallandi er að sinna. Önnur forsenda gjaldsins er sú, að talið er að umferðinni muni spar ast mikið fé við tilkomu hins nýja vegar. Þegar lagning hans var haf in, var dagleg umferð um Reykja- nesbraut orðin það mikil, að mjög torvelt var að halda veginum nægi Iega vel við. Var oft bent á, að hið slæma ástand vegarins ylli slysa- hættu og mikilli aukningu á við- haldskostnaði bifreiða þeirra, sem um hann aka. Verður þv£ vart í móti mælt, að við tilkomu nýja veg arins mun mikið sparast bæði í viðhaldskostnaði og eldsneytiskostn aði þeirra bifreiða, sem veginn nota. Reynsla Norðmanna í þessum efn- um leiðir £ Ijós, að á malarslitlagi sé ökukostnaður bifreiðar, sem nokkum veginn samsvarar bifreið um, sem greiða umferðargjald sam kvæmt 1. fl. gjaldskrárinnar, kr. 3.67 pr. km., en á malbiks- eða stevpuslitlagi kr. 2.82 pr. 'km. Hjá bifreiðum, sambærilegum við þær, sem taldar eru £ III. fl. gjaldskrár innar, eru samsvarandi tölur kr. 6.67 og 4.43 pr. km. Nýi vegurinn frá Engidal við Hafnarfjörð til Keflavfkur er 2 km. styttri en gamli vegurinn (37.5 km móti 39.5 km). Spamaður ökutækja við að aka hinn nýja veg samanborið við hinn gamla myndi þv£ hjá léttum bif- reiðum, sem greiða 20 kr. hvora leið, nema kr. 39.21 hvora leið en kr. 97.37 hvora le.ið hjá þungum bifreiðum, sem greiða 50 kr. hvora leið. Er þá bæði reiknað með minnk uðum reksturskostnaði og spamaði vegna skemmri tfma, bæði sakir skemmri vegar og meiri meðal- hraða. Hjá öðm tegundum bifreiða mun spamaðurinn vera hlutfallslega sam bærilegur þeim dæmum sem nefnd em hér að framan, miðað við um ferðargjald. Samkv. þessu nemur umferðar- gjaldið yfirleitt helmingi spamaðar £ rekstri þeirra bifreiða, sem aka nýja veginn, miðað við akstur um malarveginn. FRÍMERKJASAFNARAR! Facit-verðlistinn 1966 kominn. FRIMERKJAMIÐSTOÐIN Týsgötu 1. MERCEDES BENZ Mercedes Benz ’52 til sölu. Sími 37348 eftir kl. 6 á kvöldin. Utsala — útsala Seljum í nokkra daga kvenblússur, náttföt, peysur o. m. fl. /- GJAFVERÐ — ALLT Á AÐ SELJAST VERZLUN GUÐNÝJAR Grettisgötu 45. --------------------1“—---------------------- Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR Norðurstíg 3 andaðist 23. þ. m. Helgi ívarsson Sigurður Helgason Ivar Helgason, Lilja Ingimundardóttir og böm. Samgöngumálaráðuneytið 23. október 1965. Andlát — Framhald af bls. 1. dóttur, og var þvi nýlega orðinn 52 ára. Hann varð stúdent úr Menntaskólanum £ Reykjavfk 1934, stundaði siðan um tfma nám f Þýzkalandi. Árið 1947 tók hann við rekstri Sparisjóðs Hún- vetninga unz hann var sameinað- ur útibúi Búnaðarbankans á Blönduósi 1963 og eftir það úti- bússtjóri. Hann gegndi margvfs- Iegum trúnaðarstörfum fyrir byggðarlag sitt. í kosningunum 1963 var hann kjörinn varaþing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn i Norðurlandskjördæmi vestra og sat hann um hrið á Alþingi sí. ár. Hann lætur eftir sig. konu, ,frú Þorgérði Sæmundsfen óg“isj'&'-'íö?nl1 NYKOMIÐ Telpupeysur í settum, stutterma-peysur og golftreyjur. Glæsilegir litir. Ungbarnafatnaður í fjölbreyttu úrvaB. Alltaf eitthvað nýtt daglega. BmE með fafnaðinn á fjölskyldunQ Laugaveg 99, Snorrahraiitar megin - Sími 24975 ALDREI FALLEGRI EN NU . ,v ;■■ v Sl Hóskólahótíð — Framhald af bls. 1. málum háskólans. Kvað hann byggingu Raunvisindastofnunar Háskólans hafa 'miðað svo vel að unnt verði að flytja f bygg- inguna fyrri hluta næsta árs. Lokið væri nú að mestu teikn- ingum að hinu nýja húsi, sem fyrirhugað er að Háskólinn og Handritastofnunin reisi í sam- einingu á lóð milli Nýja Stúd- entagarðsins og Háskólans. Yrði það um 600 fermetra hús á fjór um hæðum. Sagði rektor, að Stúdentaheimilið fyrirhugaða hefði nú handbærar um 1,6 milljón krónur í sjóði og 800 þús. framlag væri tekið upp í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Hefðu verið gerðar frum- teikningar að heimilinu. Rektor vék mörgum orðum að umræðum um framtfð há- skólans og eflingu rannsókna- stofnana, sem orðið hefðu á liðnu ári. Sagði hann, að á rannsóknaraðstöðu hvers kon- ar við háskólann yrði að verða mikil bót, og kvaðst vona að þjóðin skildi, „að ógerningur er að reka Háskólann nema hann sé stórefldur til kennslu og rannsókna næstu árin. Vísindin eru máttugasta afl f þjóðfélagi Ef vfsindastofnanir þjóðarinnar fá ekki að vaxa og dafna með eðlilegum hætti, visnar heilbrigt líf hennar". Syrtlingur — Framh. af bls. 16 nein önnur merki eldgoss f sjónum. Hann taldi þó engan veginn útilok að að gos héldi áfram og möguleiki væri fyrir því að eyjan skyti upp kollinum enn á ný. Samt væri það mjög vafasamt vegna þess hve dreg ið hafi úr gosinu að undanfömu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.