Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 15

Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 15
Ágústa Pálsdóttir Viðhorf og lestur Eftirfarandi grein byggist að mestu á rannsóknarverk- efninu, Lestur í íslenskum fjölskyldum, sem unnið var í tengslum við meistaraprófsnám mitt í bókasafns- og upplýsingafræðum við Háskóla íslands undir leið- sögn dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur. Rannsóknin er unnin sem hluti af norrænni rannsókn Skrifkultur og medie- brug í nordiske familier sem Island hefur tekið þátt í frá árinu 1989. íslenskt heiti rannsóknarinnar er „Ritmenning og fjöl- miðlanotkun í norrænum fjölskyldum“ og þátttakendur auk Islands eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Tilgangurinn með rannsókninni er að varpa ljósi á nokkra félagslega og sálræna þætti sem tengjast stöðu prentaðra miðla í norrænum löndum en bækur hafa á undanförnum árum átt í vaxandi samkeppni við aðra miðla. Megináhersla norrænu rannsóknarinnar beinist að eftirfarandi þremur liðunt: Að rannsaka notkun á miðlum í prentuðu formi, fyrst og fremst lestur bóka, og bera saman við þá þróun sem hefur orðið undanfarin 50-60 ár á notkun hljóð- og myndmiðla. Að rannsaka með hvaða hætti lestrarvenjur og viðhorf til lesturs flytjast á milli þriggja kynslóða. Sérstök áhersla er lögð á að skoða lestrarvenjur á æskuárum og hvert hlutverk fjöl- skyldunnar er sem áhrifavalds á þessu sviði. Að rannsaka hvaða breytingar verða á væntingum til þess hvaða hlutverki lestur gegnir. Hér er bæði átt við þær breytingar sem verða á væntingum einstaklings á hinum mismunandi ævi- skeiðum hans og einnig breytingar sem verða á væntingum milli kynslóða. Meistaraprófsrannsóknin afmarkaðist við íslenskan hluta nor- rænu rannsóknarinnar og jafnframt við þann lið hennar sem lýt- ur að því að rannsaka tómstundalestur hjá þremur kynslóðum innan sömu fjölskyldu, þar sem sérstök áhersla er lögð á lestur barna. Aðferðafræði í rannsókninni voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir en þær henta vel í rannsóknum sem beinast að því að öðlast heildstæða mynd af lífi og aðstæðum fólks og að skilja hlutina eins og þeir koma þátttakendum fyrir sjónir. Tilgangurinn er ekki að fá fram tölfræðilegt yfirlit yfir það svið sem rannsakað er heldur að öðlast dýpri þekkingu á því hvaða merkingu þátt- takendurnir sjálfir leggja í líf sitt og athafnir. Eitt af einkennum eigindlegra rannsóknaraðferða er að þær byggja á lýsandi rannsóknargögnum og að aðleiðslu er beitt við greiningu gagnanna. Kenningar og tilgátur eru ekki settar fram í upphafi rannsóknar heldur spretta upp úr gögnunum. Unnið er út frá rannsóknarspurningum sem eru sveigjanlegar og taka oft breytingum eftir því sem rannsóknin þróast og sá skilningur og það innsæi sem fæst á fyrst og fremst upptök sín í gögnunum (Taylor og Bogdan, 1984, s. 5). Eigindleg gögn geta því verið grunnur að nýjum hugmyndunt og túlkunum og gefa tækifæri til að uppgötva áður óþekkta þætti. Þessari rannsóknaraðferð hefur ekki verið beitt áður hér á landi við rannsókn á tómstundalestri barna. Forvitnilegt er að sjá hvaða árangur eigindleg aðferð getur gefið þar sem hún veitir tækifæri til að nálgast viðfangs- efnið á annan hátt en ef megindleg aðferð hefði verið notuð. 1.1. Þátttakendur Tekin voru viðtöl við meðlimi sjö fjölskyldna, börn á aldrinum 10 til 12 ára, báða foreldra þeirra og afa og ömmur bæði í föður- og móðurætt, alls 43 einstaklinga. Auk þess voru notuð viðtöl við fimm fjölskyldur sem aflað hafði verið vorið og sumarið 1990. Heildarfjöldi þátttakenda var því samtals 74 ein- staklingar sem tilheyra 12 fjölskyldum. Við val á þátttakendum var það sett sem skilyrði að börnin byggju með báðum foreldrum sínum til að hægt væri að meta áhrif frá bæði föður- og móðurfjölskyldu þeirra. Jafnframt mið- aðist valið við að fá upplýsingar urn viðhorf og venjur hjá fjöl- skyldum barna sem voru áhugasöm um lestur og einnig hjá fjöl- skyldum barna sem höfðu lítinn áhuga fyrir lestri. Kynjaskipt- ing milli barnanna var jöfn og einnig var jöfn skipting á fjölda þeirra tjölskyldna sem bjuggu í þéttbýli og þeirra sem bjuggu í dreifbýli. Fjórar af fjölskyldunum sem bjuggu í dreifbýli voru búsettar í sveit en tvær voru búsettar í litlum kaupstöðum úti á landi. Þær fjölskyldur sem búa í þétttbýli voru búsettar á höfuð- borgarsvæðinu. Haft var upp á þátttakendum þannig að leitað var til kunn- ingja og þeir beðnir um að hafa milligöngu um að finna fjöl- skyldur, utan sameiginlegs kunningjahóps, sem væru tilbúnar til þátttöku. í einu tilviki vísuðu þátttakendur sjálfir á fjölskyldu sem þeir þekktu. 1.2. Öflun gagna Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu ágúst 1995 til júlí 1996. 1 lok tímabilsins var rætt aftur við meðlimi þeirrar fjölskyldu sem fyrst var talað við til að fá fram nánari upplýsingar um ýmis atriði sem höfðu komið fram í viðtölum við hinar fjölskyld- urnar. Gagna var aflað með opnum viðtölum sem fóru fram á heimilum þátttakenda, utan eitt skipti þar sem rætt var við þátt- takanda á vinnustað hans. Lengd viðtala var u.þ.b. hálf klukku- BÓKASAFNIÐ 22. ÁKG. 1998 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.