Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 38

Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 38
SlGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR Sumarlestur Iþessari grein ætla ég að greina frá undirbúningi og fram- kvæmd lestrarhvetjandi sumarnámskeiðs við Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi. Forsaga. íslendingar eru bókaþjóð. Þessi fullyrðing hefur lengstum verið sett fram án nokkurs rökstuðnings, enda ekki talin þörf á því. En fyrir nokkrum árum fóru ýmsir að efast um að fullyrðingin ætti rétt á sér. Starfsfólk bókasafna varð áþreifanlega vart við að bókaormunum fækkaði. Utlána- tölur safnanna lækkuðu og æ fleiri virtust nýta sér aðra miðla en bók- ina til afþreyingar. Sem starfandi barnabókavörður og mikil áhuga- manneskja um bóklestur (sérstak- lega lestur barna) var mér þetta áhyggjuefni og ég var nokkuð bú- in að hugleiða hvort almennings- bókasöfnin gætu á einhvern hátt aukið lestraráhugann. Því var það að þegár ég fór á helgarnámskeið hjá Sue Sherif gistikennara í bóka- safnsfræði fékk ég hugljóntun þegar hún var að segja frá sumar- námskeiðum sem algengt eru í Bandaríkjunum og ákvað að ef ég fengi til þess stuðning myndi ég prófa mína útgáfu af námskeiðinu á mínum vinnustað Bæjar- og hér- aðsbókasafninu á Selfossi. Það reyndist auðsótt mál og það varð úr að sumarið 1993 var fyrsta SUMARLESTRINUM hleypt af stokkunum. Sumarlestur Námskeið þeirra í Bandaríkjunum heitir Summer reading pro- gram og fljótlega kom upp heitið SUMARLESTUR á nám- skeiðinu okkar. Við undirbúninginn hafði ég lítið annað í hönd- unum en fjölritað blað (A-4) með upplýsingunt frá Sue Sherif. Eitthvað fannst mér það nú loftkennt en komst fljótlega að því að eitt safn á landinu væri með svona námskeið. Eg hafði þvf samband við Óskar Guðjónsson yfirbókavörð á almennings- bókasafninu á Keflavíkurflugvelli. Hann sendi mér upplýsingar | (eyðublöð og ýmislegt efni frá sínum sumarlestri). Það varð ómetanlegt þegar ég í alvöru byrjaði að undirbúa sumarlestur- inn. Að auki fóru allir starfsmenn safnsins í heimsókn til Óskars. Undirbúningur Það sem á eftir fer er samtíningur úr undirbúningi að öllum þeim fimm sumarlestrum sem haldnir hafa verið hingað til. Enginn sumarlestur hefur verið eins og undirbúningurinn ekki alltaf sá sami í smáatriðum. Nauðsynlegt er að byrja undirbún- ing ekki mikið seinna en í apríl. Það er þó reyndin að miklu fyrr er farið að huga að sumarlestr- inum. Nú þegar þetta er skrifað í febrúar erum við þegar byrjaðar að huga að þema og ýmsu öðru vegna komandi sumarlesturs (þemað fyrir árið 2000 er líka ákveðið). Grundvallaratriði er að ákveða fyrir hvaða aldur sumar- lesturinn á að vera. I fyrsta skipt- ið buðum við 9 og 10 ára börnum þátttöku en eftir það höfum við boðið 9, 10 og 11 ára börnum sér- staklega en yngri og eldri börn eru velkomin. Það sem ég á við með sérstaklega er að ég hef fengið að koma inn í bekki þess- ara nemenda til að kynna þeim sumarlesturinn og afhenda upp- lýsingar og umsóknareyðublöð fyrir þátttöku. Þessi kynning fer fram seinni partinn í maí. Auk þess eru sendar fréttatilkynningar í héraðsblöðin (Dagskrána og Sunnlenska fréttablaðið). Nám- skeiðið hefst í byrjun júní og að fenginni reynslu finnst okkur hæfileg lengd á námskeiðinu fjórar vikur. Hugmyndin að því að kynna sumarlesturinn svona rækilega er komin frá Sue Sherif. Hún lagði áherslu á að kynningin þyrfti að vera vel undirbúin og framkvæmd. Eitt af því sem ég hef reynt að leggja áherslu á við börnin er að þau þurfa ekki að vera neinir lestrarhestar til að vera með og eins að alls staðar er hægt að lesa (nema í baði). Þau geti því farið í sumarbústað og haft með sér bók þangað. Skólarnir hafa sýnt mikla velvild í sam- bandi við þessar kynningar, ekki síst í ljósi þess að oftast er ég á ferðinni þegar skóla er að Ijúka. Sumarlestur 1997. Sumar lásu á safni þráttfyrir gott veður. 38 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.