Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.01.1998, Qupperneq 57

Bókasafnið - 01.01.1998, Qupperneq 57
trúa þessu, en þó er til fólk sem hefur gaman af að lesa þess háttar, svo ég tali nú ekki um vísindaskáldsögur sem eru afar vinsælar og mikið lesnar af fólki. Internetið hefur verið mál málanna á síðustu árum. Bókaverðir kepptust um að segja hver öðrum og sannfæra yfirvöld um hversu merkilegt og bráðnauðsynlegt tæki þetta er. Hvar sem maður kom var talað um Internetið. Á Netinu er hægt að afla sér upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Reyndar verður að fara að öllu með gát, og ekki taka allt sem heilagan sannleik sem þar kemur fram. Vefsíðurnar eru misvandaðar, og hver sem er getur sagt hvað sem er á Netinu. En þar eiga einnig virtar stofnanir vefsíður, stofnanir og fyrirtæki sem við treystum til að segja satt og rétt frá. En Internetið er ekki bara háalvarlegur upplýsingamiðlill. Meginþorri notenda netsins nýtir sér það til að sinna áhugamálum sínum, afla sér upplýsinga um ákveðið áhugamál og rabba við fólk úr öllum heimshornum um allt milli himins og jarðar. Vilji maður fylgjast með í „ástarsögu- bransanum“, er netið tilvalinn vettvangur. Til eru nokkrar heima- síður sem tjalla um nýjustu ástar- sögurnar, þar má lesa gagnrýni um nýjustu bækurnar á markaðn- um, lesa stuttar greinar sem fjalla um málefni tengdum ástarsögum, t.d. sögulegt yfirlit um ástarlff fyrr á öldum og þess háttar. Einnig eru margir höfundar með eigin heima- síður. Svo eru það póstlistarnir. Þar stendur einn upp úr: RRA-L sem stendur fyrir ROMANCE READER ANONYMUS-LIST. Nafnið er tilkomið vegna þess hve margir lesa ástarsögur í laumi. Þarna getur þú skipst á skoðunum um þessa ágætu teg- und bóka, og raunar allt sem viðkemur ástarsögum. Reyndar er þessi póstlisti svo vinsæll að eigendur hans neyddust til að breyta honum í „digest“, sem þýðir að lesendur fá send öll bréf sem listinn hefur fengið send yfir daginn í einu bréfi. Það gekk ekki lengur að fólk fengi send eitt og eitt bréf eins og gert er á t.d Skruddu því sendingar á dag voru yfir 100. Bréfum fækkaði töluvert við þetta og nú eru þau aðeins í kringum 30 á dag. Á listanum eru nokkrir af vinsælustu höfundunum í dag og þú getur átt von á persónulegu bréfi frá uppáhalds höfundinum þínum ef þú skrifar inn á listann. Einnig er hægt að fylgjast með listanum í svokölluðum fréttahóp (newsgroup). Það getur líka verið gaman að skoða vefsíður um ástarsögur. Upp úr stendur The Romance Reader. Þar er að finna gagnrýni á nýjustu ástarsögurnar og einnig hægt að fletta aftur í tímann. Gefin eru hjörtu (í stað stjarnal), og fimm hjörtu er toppurinn. Á sumum þessarra vefsíðna, eins og til dæmis hjá Autopen má finna greinar um skylt efni, þar er t.d. að finna greinar um Regency tímann á Englandi o.fl. Þá eru ótaldar allar heimasíður höfunda og útgáfufyrirtækja, sem margir eru með vefi sem eingöngu fjalla um ástarsögur. Um leið og maður byrjar að flakka á þessunt slóðum koma upp fleiri vefsíður en hér eru nefndar og ekki síðri. Hér að neðan er listi yfir nokkrar vefsíður sem gaman er að skoða, en þess ber að geta að til eru miklu fleiri. Ef maður slær inn Romance Reader í AltaVista koma upp u.þ.b. 200.000 vef- síður! Þær eru að sjálfsögðu ekki allar um þetta efni og senni- lega ætti bókavörður að geta þrengt leitina töluvert... http:// www. angelfire. com/ca/ RomanceReview/ index.html (Autopen) http:// www. theromancereader. com/ (The Romance Reader) http:// www. silcom. com/~ manatee/ utc. html http:// www. si.umich. edu/~ sooty/ romance/ (heimasíða Georgette Heyer) Þessi samantekt tjallar eingöngu um ástarsögur. Á vefnum má finna svo miklu meira. Nú eru áreiðanlega miklu fleiri sem hafa áhuga á spennu- og glæpasögum (sbr. Krimmaklúbburinn), og fyrir þá skal bent á póstlistann dorothyl sem virkar svipað og RRA-1 og er rekinn af sömu aðilurn. Og hvernig gerist maður svo áskrifandi? Sendið póst til LISTSERV@ LISTSERV. KENT.EDU og sláið inn: SUBscribe rra-1 <fullt nafn> Ekkert annað. Summary On „Romances” and Other Stories This article discusses romances on the Internet. The author lists different kinds of romances, both historical and contemporary. Their subject matter is described and compared with other genres, such as horror stories and whodunits. Relevant websites are listed and the author encourages readers to use the Internet for recreational as well as informational purposes. Á.A. Kvennagullið og kvikmyndaleikarinn Clark Gable les söguna Gone with the Wind sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199« 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.